Hæstiréttur og innanríkisráðuneyti á afar hálum ís....

Ekki verður betur séð en Hæstiréttur og innanríkisráðuneytið sé á afar hálum ís þessar vikurnar og mörg mál sem Hæstiréttur hefur dæmt í virðast á leið til úrskurðar æðra dómsstig, nefnilega Mannréttindadómsstólsins.

Löggæslan og saksóknaraembætti virðast geta aflað heimilda til húsleitar og hlerana að vild og það setur að manni ugg yfir því hvernig hugsanlega er farið með þau gögn sem aflað er t.d. þegar símar lögmanna eru hleraðir. Höfum við nokkra vissu fyrir því þau gögn sem safnað er séu ekki notuð langt umfram það sem heimild var veitt fyrir. Og höfum við nokkra tryggingu fyrir því að lögregla og rannsóknaraðilar fari ekki í hefndaraðgerðir gegn t.d. kunningjum og öðrum sem þeir fá vitneskju um í gegnum hleranir...?

Persónuvernd er nánast engin í þessu landi eins og t.d. kemur glögglega fram í því að hér skuli vera kerfi með kennitölum. Svona upplýsingar ásamt upplýsingum um persónulega hagi er ekki opið fyrir hunda og manna fótum í þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við.

Og hér er frjáls aðgangur að ársreikningum einkahlutafélaga og samkeppnisaðilar geta grúskað í þeim eins og þá lystir. Auk þess liggja álagningaskrár skattsins opnar fyrir forvitnum augum og skattayfirvöld hvetja fólk til að njósna um nágranna sína. Ætli þetta sé virkilega svona í neinu öðru "siðmenntuðu" landi....? 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er ekki bara a Íslandi, her i USA er traðkað a persónuvernd. Það er i lögum að það a enginn að fa að skoða skattskýrslur skattgreiðenda, nema IRS og tvær aðrar ríkisstofnanir.

En það fær enginn bankalán fyrir t.d. húseign nema senda bankanum síðustu skattskýrslu og jafnvel tvær.

Her i USA það er komin kennitala her sem atti aldrei að verða að kennitölu heldur atti það að vera reiknis númer fyrir ellilaun einstaklingsins fra ríkinu.

Einhverra hluta vegna þá held eg að þetta se svona i öllum löndum.

Við verðum að lata sem við vitum ekki af þessu Ómar minn.

Kveðja fra Ebolu ríkinu Texas

Jóhann Kristinsson, 15.10.2014 kl. 14:18

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Takk fyrir þetta, Jóhann.

Kveðja frá Ebólulausri Breiðdalsvík,

Ómar Bjarki Smárason, 20.10.2014 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband