Er gagnrýni á "smygli" á vopnum fyrir 11,5 mkr virkilega "moldviðri"....?

Mikill er sá dómgreindarbrestur hjá fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar að halda því fram að það sé bara "ótrúlegt moldviðri af lítilli ástæðu" að gagnrýna þann gjörning að ljúga til um innflutning á vopnum til landsins sem seld voru, en að því er virðist ekki keypt, fyrir 11.5 milljónir króna. Þarna er augljóslega verið að fara fram hjá reglum um innflutning því "þeir" (Landhelgisgæslan eða lögreglan) sem flytja inn svona varning hljóta að þurfa að borga tolla og virðisaukaskatt af svona varningi rétt eins og hver annar.

 Að afgreiða þetta, sem í raun er "alvarlegt smyglmál" með þeim hætti sem ráðherrar og embættismenn gera er með þeim ólíkindum að þeir dæma sig allir sem einn óhæfa til þeirra starfa sem þeir nú gegna.

Það geta og mega ekki önnur lög og reglur gilda um innflutning opinbera aðila á tollskyldum varningi en annarra í landinu nema um það hafi fyrirfram verið sett lög eða reglur. Annað er lögleysa!


mbl.is „Ótrúlegt moldviðri af lítilli ástæðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú gefur þér forsenduna: "smygl".

Að afgreiða málið svona er auðvelt, en skilar engu.

Eða á ríkið endilega að greiða sjálfu sér virðisaukaskatt og tolla í hverju einu? Til hvers? Og af hverju þá ekki að greiða það sama af því sem ríkisstarfsmenn kaupa fyrir sína of vel útilátnu dagpeninga á reisum erlendis?

Og eiga skip, sem kaupa olíu í Færeyjum eða Bretlandi, að borga virðisaukaskatt og önnur gjöld af afganginum af henni, þegar heim er komið?!

Ertu ofsköttunarmaður?

Jón Valur Jensson, 25.10.2014 kl. 00:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðan og blessaðan daginn.

Þú ritaðir hér, Ómar Bjarki:

"Það geta og mega ekki önnur lög og reglur gilda um innflutning opinbera aðila á tollskyldum varningi en annarra í landinu nema um það hafi fyrirfram verið sett lög eða reglur. Annað er lögleysa!"

En þú hefur væntanlega komizt í Fréttablaðið í dag. Þar á Jóhanna Margrét Einarsdóttir blm. býsna meitlaða greinina 'Ráðherrar sverja af sér vélbyssur'. Ekki þarftu að kvarta yfir því, að hún sé ekki all-ágeng gagnvart ráðamönnum og viðkomandi stofnunum, en samt segir hún þar undir lokin: "Byssurnar eru undanþegnar opinberum gjöldum samkvæmt gildndi varnarmálalögum."

Þar hefurðu það, Ómar, og þarft þá ekki að kvarta yfir lögleysu.

Jón Valur Jensson, 25.10.2014 kl. 10:09

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þakka þér fyrir að skýra málið Jón Valur. Ég er einfaldlega á móti því að það gildi aðrar reglur fyrir Jón og séra Jón!

Ofsköttunarmaður er ég ekki, enda hef ég tekið undir sjónarmið Jóns Hjaltalín varðandi byggingu spítala. Vil að lífeyrissjóðirnir byggi nýjan spítala og reki heilbrigðiskerfið þar sem ríkið (lesist stjórnmálamennirnir) er ekki fært um það. Með því þyrfti líklega auka greiðslur í lífeyrissjóð, sérstaklega hlut fyrirtækja, og á móti myndu skattar lækka þar sem ríkið losnaði undan þessum þunga pósti. Þetta myndi auk þess uppfylla óskir þeirra sem berjast hvað harðast fyrir einkavæðingu heilbrigðiskerfsins, en kannski ekki á þann hátt sem hörðustu "brjálshyggjupostular" óska sér, því þetta yrði svona meira "samvinnuverkefni" í anda gömlu góðu Samvinnuhreyfingarinnar og sjúkrasamlaganna....!

 Ég er staddur á landsbyggðinni og á eftir að kíkja í Fréttablaðið á netinu, þó ég viðurkenni raunar ekki að ég stelist stundum í Baugsmiðla...

Ómar Bjarki Smárason, 25.10.2014 kl. 12:59

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Ómar Bjarki.

"Brjálshyggja" -- verulega gott orð, ég á eftir að nota það!

Jón Valur Jensson, 25.10.2014 kl. 13:17

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ekki málið Jón Valur.
Þetta ágæta orð kom nú reyndar upp sem uppástunga "Púka" vegna misritunar og mér fannst það einfaldlega of gott til að nota það ekki!
En þar sem ég er ekkert allt of trúgjarn, sérstaklega ekki á það sem stendur í dagblöðum eða það sem embættismenn og ráðherrar láta frá sér fara, þá er ég ekki alveg tilbúinn að kaupa það að þessi "norsku vopn" séu hingað fengin til landvarna. Nú finn ég ekki undanþágur í lögum varðandi kaup á búnaði til "innlendrar löggæslu" og þætti vænt um ef einhver drægi slíkt fram á sjónarhólinn. Þar til að það er komið fram þá ætla ég að leyfa mér að "gruna" að Landhelgisgæslan hafi keypt vopnin (þó ekki hafi enn verið greitt fyrir þau) og að þannig sé hugsanlega verið að koma þeim til lögreglu til "heimabrúks", hugsanlega fram hjá tollalögum.....
Ef einhver sannfærir mig um að ég hafi rangt fyrir mér, þá skipti ég um skoðun en fyrr ekki. Ein setning í Fréttablaði dagsins dugir ekki til þess...!
Ég setti inn nokkrar krækjur úr lögum sem skipta máli varðandi innfluting á vopnum. Við lauslegan lestur á þeim þá er ég ekki viss um að í þessu máli sé farið með öllu að lögum og reglum..... En dæmi hver fyrir sig.

Ómar Bjarki Smárason, 25.10.2014 kl. 14:24

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, 100 hríðskotabyssur dygðu Landhelgisgæzlunni náttúrlega skammt til landvarna.

Der har du ret, sive lingua nobiliora: ipsam veritatem locutus es!

Þær dygðu samt ágætlega við bæði töku landhelgisbrjóta hér við land og löggæzlu út af Sómalíuströnd!

Jón Valur Jensson, 25.10.2014 kl. 19:01

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

... lingua nobiliore

segir maður reyndar!

Jón Valur Jensson, 25.10.2014 kl. 19:02

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er allt hið undarlegasta mál sem fyrir einskæran klaufaskap og tilraun til leyndar er komið út í hálfgerða vitleysu. Og á því bera engir ábyrgð nema embættismenn og stjórnarliðar, sem þrátt fyrir yfirlýstan vilja til að ná sáttum við þjóð sína og vinna sér traust á ný, virðast sífellt rata út af spori sannleikans...... (Maður segir bara "Guði sé lof" að það skuli ekki hagkvæmt að leggja járnbraut á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og til baka.....)

Ómar Bjarki Smárason, 25.10.2014 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband