Var samstaða á Alþingi um Icesave samninginn...?

Tilefni þessarar færslu er færsla Björgins Guðmundssonar frá í morgun. Ég vil taka fram að ég taldi á sínum tíma að núverandi forseti væri okkar besti kandidat í það embætti og tel að hann hafi að mörgu leyti staðið sig vel í embætti þó honum sæist ekki fyrir í útrásinni og spilaði þar kannski stærra hlutverk en margur annar og hann hefur svo sem gert þjóðinni grein fyrir því.

Mér finnst afar hæpið að halda því fram, eins og Björgvin gerir, að það hafi verið mikil samstaða um það á Alþingi að samþykkja Icesave samninginn, jafnvel með þeim fyrirvörum sem gerðir voru við hann. Alþingi var þarna í nauðvörn, því það var búið að stilla þjóðinni upp við vegg í málinu  af alþjóðasamfélaginu og okkur var nauðugur einn kostur til að geta lifað í sátt og samlyndi við okkar nágranna.

Það hefði verið ákaflega hollt fyrir auðvisana, stjórnmálamennina, bankastjórna og forstöðumenn eftirlitsstofnananna, sem komu okkur í þá ömurlegu aðstöðu sem þjóðin er í, að finna það að þjóðin stendur ekki með þeim og mun aldrei gera. Því hefði verið áhugavert að fá þessa samninga kolfellda í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að þeir sem í raun skulda innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi, geri sér grein fyrir skuld sinni.

Það er ömurlegt til þess að vita að þeir menn sem kom þjóðinni í  það skuldafen, sem hún er í, skuli fá að halda ótrauðir áfram sínum leik með kaupréttarsamningum, gengistryggingum hlutabréfa og árangurstengdum ofurlaunkröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Og stjórnmálamennirnir spila áfram eins og ekkert hafi í skorist og gefa leppum þeirra HS-Orku í svona sýndarsölu í svipuðum stíl og bankarnir voru seldir. 

Ef þessu heldur fram sem horfir er nokkuð ljóst að það þarf að sópa út úr stjórnkerfinu eins og það leggur sig. Og þar er húsbóndinn á Bessastöðum ekki undanskilinn. Hann hefur ekki tekið minni þátt í vitleysunni en aðrir áhrifamenn þessa lands. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær hreinsunarstarfið á að fara fram. Það er ekki auðvelt að manna stjórnkerfið upp á nýtt og ýta nýjum stjórnmálaöflum úr vör, en þetta mun gerast nema valdablokkir núverandi stjórnmálaflokka dragi sig í hlé og ný og minna spilltir einstaklingar fái að taka við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband