Bjargvættur úr óvæntri átt

Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun er ákaflega athyglisvert viðtal við Hreiðar Má f.v. forstjóra Kaupþings. Hann er með það alveg á hreinu hvað þarf til að reysa við íslenskt fjármálalíf. Þarna er vanur maður á ferð sem á stuttum tíma byggði upp öflugasta banka sem Ísland hefur átt. Ég leyfi mér að birta þetta fyrir þá sem ekki hafa aðgang að Fréttablaðinu en bendi jafnframt á að hægt er að finna Fréttablaðið á slóðinni www.visir.is:

  "Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands sé með ólíkindum. Hann fullyrðir að stýrivaxtalækkun myndi styrkja gengi krónunnar eð þeim rökum að lægri vaxtagreiðslur til erlendra aðila bæti viðskiptajöfnuð landsins og geri Seðlabankanum auðveldara um vik að safna gjaldeyrisforða sem aftur styrki gengið.


„Peningastefnunefnd Seðlabankans er á villigötum. Misskilningurinn er fólginn í því að háir vextir laði fjármagn til landsins. Það hefur enginn tiltrú á því að íslenska kerfið standi undir þess-
um háu vöxtum og þó að vextirnir væru helmingi hærri fengjum við ekki fjárfestingar í íslenskum
krónum,“ segir Hreiðar. „Þetta snýst allt um tiltrú, og hún er ekki fyrir hendi.“


Spurður til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að taka á efnahagsvandanum segir Hreiðar að lækka eigi stýrivexti í tvö til fjögur prósent án tafar. „Þessi vaxtalækkun myndi minnka halla ríkissjóðs þar
sem vaxtagreiðslur íslenska ríkisins til erlendra aðila myndu dragast verulega saman.“ Erlendir aðilar eiga nú um 500 milljarða króna af íslenskum ríkisskuldabréfum og innistæðum í ríkisbönkunum og Hreiðar telur auðsætt að hvert prósentustig í lækkun vaxta vegi mjög þungt.

Hreiðar vill að verðtrygging verði afnumin úr íslensku fjármálakerfi. „Þrátt fyrir að verðtrygging sé áhugaverð stærðfræðileg lausn á vanda ríkis sem býr við háa verðbólgu gerir hún stýrivexti bitlausa auk þess að færa alla áhættu og kostnað af verðbólgunni yfir á herðar lántakanda.“

Hreiðar segir að öllum hljóti að vera ljóst að breyta þurfi öllum erlendum lánum einstaklinga í krónur og sama eigi við um erlendar skuldir fyrirtækja sem hafi einungis tekjur í krónum. Með þessu náist jafnvægi í efnahagsreikninga bankanna og taprekstri þeirra verði snúið við.


Hreiðar segir að Íslendingar verði að horfa til þeirra aðgerða sem aðrar þjóðir noti til að auka traust á fjármálamörkuðum og lækka greiðslubyrði lána bæði hjá fyrirtækjum og einstakling-
um. „Nálægt því alls staðar, utan Íslands, hafa seðlabankar verið með mikil inngrip og vextir verið lækkaðir niður í nánast ekki neitt. Þessar aðgerðir hafa virkað. Ísland verður að grípa til sömu aðgerða til þess að milda áhrif kreppunnar
.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað ætli AGS segi um þessar hugmyndir?

Björn Birgisson, 29.8.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er góð spurning Björn.

Ómar Bjarki Smárason, 29.8.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Björn Birgisson

Þeir stjórna, ekki við!

Björn Birgisson, 29.8.2009 kl. 16:41

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar Bjarki. Ég er innilega sammála þér. Ísland á að vinna út frá íslenskum hagsmunum á réttlátann hátt gagnvart öðrum þjóðum.

Ef AGS getur ekki sætt sig við að við höfum gert heiðarlega tilraun til að standa við okkar skyldur þá eiga þeir næsta leik. Hvernig hefur þeim hugnast að við getum staðið við meir en við getum borgað?

Nú erum við með heiðarlega skilmála af okkar hálfu, semsagt við borgum eins og við getum, en tökum ekki á okkur eitthvað sem við ekki getum borgað.

Nú er það þeirra að sýna sanngjarnann samstarfsvilja. Ef þeir ætlast til meir af okkur en við getum staðið við er þetta ekki samningur heldur valdbeiting. Þess vegna var svo mikilvægt að hafa samninginn þannig að mögulegt væri að standa við hann. Þá höfum við heiðarlegt hreint borð.

Heiðarleikinn er meira virði en peningaloforð sem ekki er hægt að standa við. Við verðum þá í versta falli gjaldþrota með reisn og heiðarleika. Alþjóðasamfélagið mun meta heiðarlegar tilraunir íslendinga meir en svikastefnu EES.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.8.2009 kl. 23:16

5 identicon

athygliverðar hugmyndir hjá hreiðari......og ekki endilega það vitlausasta sem maður hefur séð......eina sem hægt er að setja spurningarmerki við er að þetta skuli koma frá Hreiðari sem ekki vekur traust í hjarta!

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 19:56

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er reyndar spurnig hvort ekki er sama hvaðan gott kemur, Karen....?

Ómar Bjarki Smárason, 30.8.2009 kl. 20:53

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst þetta ekki gott hjá þessu Hreiðari. Nú hugsar hann bara í  lánþegum, ekki sparendum þegar hann þvælir um afnám verðtryggingar.Af hverju mega menn ekki semja um verðtryggingu ef þeir vilja ? Greiðslur í lömbum ef þeir vilja,

 Mér finnst ekki heil brú í neinu af því sem þessi Hreiðar Már segir. Enda var ekki heil brú í stjórn hans á stærsta bankagjaldþroti sögunnar. Hann virtist ekki hafa kunnað mikið í bankafræðum frekar en Sigurður Einarsson. Það er alveg óþarfi að vera að spyrja þessa menn álits. Þeir eiga önnur verkefni fyrir höndum.

Halldór Jónsson, 1.9.2009 kl. 19:12

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

En þeir byggðu nú upp fjandi stóran banka, Halldór, og það á eftir að koma í ljós hvort hann hefði fallið ef Bretar hefðu ekki sett hin umræddu hryðjuverkalög á okkur..... En það er nokkuð ljóst að auðvisarnir kunnu lítið í bankasiðfræði....

Ómar Bjarki Smárason, 1.9.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 73526

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband