Niðurskurður - uppsagnir eða hlutastörf....?

Nú er talað um mikinn niðurskurð á ýmsum sviðum með tilheyrandi uppsögnum og atvinnuleysi.

 Væri nú ekki nær að reyna að skoða hvort fólk vilji ekki tímabundið frekar taka á sig skert starfshlutfall fremur en að segja þurfi fólki upp. Með því móti héldi fólk áfram að vinna og héldi þar með virðingu sinni og héldi sér í þjálfun, fremur en að segja því upp núna og ætla svo kannski að ráða það aftur eftir 2 ár eða svo ef ástandið batnar, sem við vissulega hljótum að vona.

Það hlýtur að vera betra að hafa fólk vinnandi en á atvinnuleysisbótum með öllum þeim vandamálum sem slíku fylgja. Varla er það vísvitandi stefna stjórnvalda að vilja fækka þjóðinni og senda sem flesta úr landi, eða hvað....?

Svo er kannski spurning um hvort fækkun í heilbrigðisþjónustunni gæti ekki bitnað á öryggi landsmann ef hópslys eða náttúruhamfarir dynja á þjóðinni. Með því að hafa vinnandi fólk á lægra starfshlutfalli í einhvern tíma er hægara um vik að kalla fólk til fremur en ef það er flutt til starfa í öðrum löndum eða situr heima á atvinnuleysisbótum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 73522

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband