Ekki sama hvernig spurt er!

Þetta tölvubréf Jóhönnu ber nú nokkurn keim af því að þarna sé spurningin borin fram á þann hátt að það er auðveldara að segja nei, en já. Þetta er svona eins og leiðandi spurning í skoðanakönnun. Eða það finnst mér alla vega. Og svo er fyrsta setningin og bréfið hálfgert klúður. Það þarf greinilega að ráða nýja bréfritara í forsætisráðuneytið. Alla vega yrði ekki gefin há einkunn fyrir þennan stíl í MR..... enda líklega ekki kennd þar norska....
mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Strax eftir hrunið í fyrra lagði Steingrímur J. Sigfússon sig í framkróka við að leita eftir láni frá Norðmönnum með því að hafa samband við áhrifafólk í systurflokki VG í Noregi, meðal annars Halvorsen.

Fljótlega kom í ljós að Norðmenn voru ófáanlegir til að aðstoða okkur nema með þeim skilyrðum að Icesave-deilan yrði leyst og höfð samvinna við AGS.

Þáverandi ríkisstjórn, undir forystu Geirs H. Haarde, reyndi í fyrstu hvað hún gat að koma sér undan þessu en gaf eftir.

Síðan hafa farið fram ótal samskipti milli þjóðanna og alltaf hefur stefna Norðmanna verið ítrekuð.

Þótt einstakir þingmenn í flokki með 6% fylgi í Noregi hafi nú, ári síðar, ljáð máls á því að losa Íslendinga undan skilyrðunum, á sú skoðun augljóslega ekkert fylgi í Noregi, því miður.

Það er allt í lagi að menn reyni hvað þeir geta til þess að breyta þessu, en ég fæ ekki séð hvernig hægt er að kenna Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur um Norðmenn skuli ekki allt í einu seint og síðar meir, breyta stefnu sinni og taka sig út úr hóp hinna norrænu þjóða.

Ómar Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 18:43

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar og Ómar, tek undir með Ómari nr. 1. Sannleikurinn er alltaf sagna bestur. Hvenær lærir Framsókn það?

Björn Birgisson, 11.10.2009 kl. 19:40

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Framsókn er ekki alveg að fatta raunveruleikann því miður. Framsókn hafði þrjá áratugi svona sirka til að gefa Ísland með manni, mús með saklausum lánaþrælum sjálfstæðis og framsóknar.

Þetta myndi ekki líta vel út í hinni nútíma-tísku-fyrirbrigðilegu, svokallaðrðri nauðsynlegu ferils-skrá sem á öllum vinnustöðum er krafist í dag. Ef þú hefur ekki flekklausa og vel útfyllta og helst Háskóla-prófskrá, ja þá ertu eiginlega ekki talinn nógu góður og hagfræðingarnir sem sömdu hruna-ráðlegginga-ferils-skrána.

Ég á mjög ervitt með að skilja þetta, enda ekki mennta-manneskja háskólanna heldur menntuð úr lífsins skóla, sem er víst talið heldur hallærislegt í dag. Æ! Æ! Vitlaus gráða .

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.10.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 73502

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband