Sóðaskapur í Miðborginni.....

Skrapp í morgun í Bernhöftsbakarí, sem er elsta brauð- og kökugerð landsins, að sækja rúnstykki með morgunkaffinu. Bakaríið hefur verið samfellt starfandi í heil 175 ár og býður upp á rúnstykki á 50 kr stykkið alla daga vikunnar.

Á leiðinni niður Skólavörðustíg og Laugaveg blasti við heldur ófögur sjón eftir þá sem stunda öldurhús og svall langt fram á nætur. Það voru brotnar flöskur, pappadiskar og pizzukassar á víð og dreif um allt. Svona er þetta flesta sunnudagsmorgna og mikið verk fyrir hreinsunarfyrirtæki að hreinsa og þrífa. Þeir sem eru að selja út mat og drykkjarföng út á götuna ættu nú að sjá sóma sinn í því að koma fyrir ílátum fyrir rusl, eða kannski að borgin ætti að sjá um þann þáttinn. Göturnar gegna hlutverki ruslatunnunar heldur illa.

Í vor eru kosningar og kannski að flokkarnir gætu endurvakið hugtakið "hrein borg - fögur borg".....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 73559

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband