Og svo viljum við að öll dýrin í skóginum verði vinir....

Skelfing hljómar þetta Þjóðfundarhjal nú dásamlega.... Eða er það ekki fallegt að þessum föngulega þjóðfundarhópi að leggja það til í mörgum liðum að "öll dýrin í skóginum skuli verða vinir"...

Væntanlega eigum við líka að fyrirgefa þeim sem arðrændu þjóðina og rétta þeim fyrirtækin sín og það sem þeir stálu frá okkur aftur og báðar kinnarnar til á slá okkur utanundir eina ferðina enn....

Var virkilega enginn á þessum blessuðum fundi með neinar skoðanir eða voru allir svona illa á sig komnir eftir '80ies hátíðina í á föstudagskvöldið....

Það er ekki nema vona að svona þjóð láti valta yfir sig án þess að mögla.....

Dapurt ef þetta er niðurstaðan.


mbl.is Fólk logandi af áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Þú fyrirgefur.. en hvað í andskotanum ertu að tala um?

Gögnin í heild sinni eru ekki einu sinni komin út og þú ert núþegar byrjaður að rakka niðurstöðu fundarins niður?

Með bestu kveðju,

Þórgnýr Thoroddsen.

Þórgnýr Thoroddsen, 15.11.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta var nú bara einfaldlega tilfinningin fyrir samantektinni sem birt var sem samantekt fundarins..... Það kemur vonandi eitthvað skýrar út úr þessu þegar þetta hefur verið unnið betur.....

Ómar Bjarki Smárason, 15.11.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Mín tilfinning fyrir þessarri færslu er sú að þú sért núþegar búinn að stimpla fundinn asnalegan og ógildan. Þetta er svipað eins og ef ég myndi lýsa því opinberlega yfir að Akureyri muni sökkva í sæ á fimmtudaginn, því ég finn það á mér...

Þórgnýr Thoroddsen, 15.11.2009 kl. 13:20

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það var nú alls ekki meiningin, heldur fannst mér þetta svolítið útvatnað og vanta í það svolítinn neista. Og kannski var ég að kalla eftir viðbröðgum, umræðu og rökræðu um fundinn.... En ég hef fulla trú á því að Akureyri lifi af vikuna....

Ómar Bjarki Smárason, 15.11.2009 kl. 13:41

5 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Klárlega, sömuleiðis má vel vera að fundurinn skili einhverju út. Kannski ekki stjórnskipulagsbreytingu...

kv.

Þórgnýr Thoroddsen, 15.11.2009 kl. 13:53

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Einmitt - en annars hitti ég mann í sundinu áðan sem var einn af hópstjórum fundarins í gær. Hans tilfinning fyrir fundinum var nákvæmlega sú sem ég lýsti í pistlinum hér að ofan. Þannig þetta hitti greinilega suma þátttakendur á svipaðan hátt og mig....

En það er mjög jákvætt að koma á upplýstri umræðu um þjóðmálin og gefa fólki tækifæri á að taka þar þátt. Kannski fáum við út úr því fólks sem fær áhuga á að takast á við pólitík. Ekki mun af veita ef við göngum á endanum inn í ESB, því þá verðum við flest í einhverjum nefndarstörfum í Brussel og hér heima verða erlendir sjómenn og erlendir starfsmenn í ál- og gagnaverum. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað við ráðum inn marga Indverja til að sinna gagnaverunum.....! En á endanum verða þetta náttúrulega allt góðir og gegnir Íslendingar....

Ómar Bjarki Smárason, 15.11.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 73479

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband