6.12.2009 | 22:47
Nýr meirihluti - eftir Fréttaaukann á RÚV í kvöld hlýtur Jóhanna Sigurðuardóttir að íhuga að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt
Ekki datt mér annað í hug að þegar ég las fyrstu orðin í þessari fyrirsögn, en að það væri verið að boða nýjan stjórnarmeirihluta í landsstjórninni, en svo sá ég að þarna var átt við Grindavík, en vandamálin þar eru náttúrlega bara hjóm eitt miðað við hvað þjóðin þarf að líða fyrir vegna aðgerðarleysis núverandi ríkisstjórnar. Hún leyfir útflutning á gjaldeyri til Evrópu, kannski vegna þess að hún lítur svo á að Ísland sé nú þegar orðið hluti af ESB, svo það skiptir kannski ekki máli hvar gjaldeyririnn okkar liggur, í Brussel eða Reykjavík. Skítt með gengi krónunnar. Hún var ónýt hvort eð er, eða hugsa þau virkilega þannig á þessu svokallaða stjórnarheimili...?
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur að mínu mati klúðrað umboði sínu til að stjórna landinu, ef upplýsingar úr Fréttaauka RÚV eru á rökum reistar. Hver var meiningin með Gjaldeyrishöftunum eiginlega og var regluverkið bara sniðið að því að vernda hákarlana og níðast á lítilmagnanum? Ég spurði reyndar þessarar spurningar á þessu bloggi, þegar gjaldeyrishöftin voru sett á.
Ríkisvald sem leyfir að heilu milljarðarnir séu fluttir úr landi á meðan verið er að eltast við að hindra að ferðamenn og þeir, sem þurfa á minniháttar tilflutningi á fé að halda, á að fara frá hið fyrsta. Þetta er litlu skárra en að aðstoða þjófa við bankarán.... eða arðrán þjóðar og setur ríkisstjórnina á stall með ýmsum einræðisherrum og gerir lítið úr þeirri gagnrýni sem forystumenn þessarar ríkissjtórnar hafa sett fram á fyrirrennara sína sem þau telja að hafi valdið Hruni I....
Og svo hlýtur mann að gruna að þeir hinir sömu og stóðu í því að flytja gjaldeyri úr landi með þessum hætti og koma inn með gróða í íslenskum krónum, séu þeir sömu sem áttu bankana og matvöruverslanirnar... Og nú eru þeir að byrja leikinn á ný.
Það hefur væntalega verið létt verk fyrir eigendur Haga að fjármagna og endurreisa eign sína í verslununum á ný með aðstoð Samfylkingar og Vinstri grænna....
Ef þetta er virkilega að gerast, þá þarf nú að fara að rannsaka fleira en aðdraganda Hruns númer eitt.... Aðdragandi Nýja Íslands virðist ekki ætla að vera mikð heiðarlegri, eða hvað...? Og þessi ríkisstjórn stefnir að því með aðgerðarleysi sínu að tryggja að við stefnum hraðbyri inn í Hrun II.
ÞJÓÐIN HEFUR VERIÐ ARÐRÆND ENN Á NÝ MEÐ AÐSTOÐ FÉLAGSHYGGJURÍKISSTJÓRNAR JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR! HVER ÁTTI VON Á ÞVÍ EFTIR ÖLL STÓRU ORÐIN OG ALLAR FYRRI YFIRLÝSINGAR...???
Nýr meirihluti í Grindavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.