"Samfylkingarheilkennið" Verðugt rannsóknarefni fyrir Íslenska Erfðagreiningu

Eftir að hafa fylgst nokkuð með umræðum á Alþingi um Icesave málið þá veltir því maður óneitanlega hvort það sé hugsanlega einhver erfðagalli sem þjappar Samfylkingarfólki saman um þá skoðun að við skulum greiða skuldbindingar vegna Icesave reikningana og ganga í ESB. Þarna virðist vera í gangi annað hvort erfðagalli eða heilaþvottur af einhverju tagi sem hlýtur að vera verðugt rannsóknarefni fyrir stofnanir og fyrirtæki sem starfa á því sviði.

Nú er um 30% þjóðarinnar hlynnt því að greiða þennan samning en 70% á móti. Hlutföllin eru svipuð varðandi ESB og þetta liggur nærri að vera í námunda við kjörfylgi Samfylkingarinnar til Alþingis.

Samþykki Alþingi þann samning sem er til umfjöllunar í þinginu nú, þá er ekki nema eitt fyrir meirihluta þjóðarinnar að gera, nefnilega að stofna hér nýtt lýðveldi „Hið Nýja-Ísland“. Þá þyrfti reyndar að finna Samfylkingarfólkinu sérstakt landsvæði þar sem rúm væri fyrir um 100 þúsund manns sem hafa það hlutverk að greiða upp þennan Icesave samning og að því loknu mætti skoða hvort þau fengju aftur inngöngu í hið nýja lýðveldi. Reyndar eru talsverðar líkur á því að þeim tíma liðnum að þessi hópur væri kominn suður til Evrópu því þessi minnihlutahópur gengi væntanlega í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 73530

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband