Lanhelgin væri enn 12 mílur....

Líklega væri landhelgin enn ekki nema 12 mílur ef núverandi ríkisstjórn hefði verið við völd þegar landhelgin var færð út í 200 mílur.... þarf að segja meira....?
mbl.is Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Landhelgin væri ennþá þrjár mílur, hefðum við haft svona ríkisstjórn, þegar hún var færð út í fjórar mílur 1952.  Þá settu Bretar löndunarbann á íslenskan fisk, sem olli miklum erfiðleikum hér á landi, enda voru fiskafurði 95% af öllum útflutningi landsins þá.

Við allar útfærslur landhelginnar hafa bretar sýnt yfirgang og sent herskip og aðra bryndreka á miðin til að vernda sín skip og reyna að kúga ríkisstjórnirnar, sem voru við völd hverju sinni.

Þær gáfust ekki upp fyrir yfirganginum, eins og þessi stjórn er að gera.

Axel Jóhann Axelsson, 3.1.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég var nú reyndar upphaflega að hugsa um að staldra við þrjár, en af einskærri tillitssemi við stjórnvöld leyfði ég þeim að færa út í 12...... En ég er nú alveg sammála þér og vil þakka þér fyrir að koma þessu sjónarmiði á framfæri... Hafðu þakkir fyrir og Gleðilegt ár!

Ómar Bjarki Smárason, 3.1.2010 kl. 18:15

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sælir strákar.Ómar þú ert fullfljótur að gefa þig.

Árið 1979 þann 1.júní voru lög nr.41 sett.

Landhelgi Íslands skal afmörkuð af línu,sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínupúnktum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.1.2010 kl. 20:51

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég var nú reyndar fyrst og fremst að tala um fiskveiðilögsöguna eða fiskveiðilandhelgina, Ingvi Rúnar og ég fór til framhaldsnáms til Bretlands árið 1976, eða starx eftir að lögsagan hafði verið færð út í 200 mílur.Kannast ekki við þau lög sem þú er að vitna til frá 1972 og sé ekki hvaða máli þau skipta í þessu samhengi. Hins vegar fann ég eftirfarandi á Upplýsingaveitu Sjávarútvegsins og treysti á að þær upplýsigar séu réttar. Þær eru að finna á vefslóðinni: http://old.fisheries.is/islenska/stjornun/landh.htm

BARÁTTAN FYRIR FISKVEIÐILANDHELGINNI 1901 - 1976

Árið 1901 lýsti Ísland yfir 3 sjómílna landhelgi og gilti hún til ársins 1952 er Íslendingar færðu landhelgina út í 4 sjómílur frá grunnlínu sem dregin var út frá ákveðnum grunnlínupunktum þannig að flóar og firðir urðu hluti landhelginnar.

Þegar vísindaleg þekking á fiskimiðunum við landið jókst varð auðsætt að mikilvægustu fiskistofnarnir, en þó þorskstofninn sérstaklega, voru undir miklu veiðiálagi hins fjölþjóðlega fiskiskipaflota er sótti á miðin og að virkrar veiðistjórnar var brýn þörf.

Íslendingar háðu baráttu í 75 ár fyrir fullu forræði yfir fiskimiðum sínum og voru í fararbroddi þeirra þjóða er börðust á alþjóðavettvangi fyrir rétti strandþjóða til að stjórna fiskveiðum á miðum sínum og koma í veg fyrir ofveiði. Með þessari baráttu var landhelgin færð út í 12 sjómílur árið 1958 og fiskveiðilandhelgin, síðan í 50 sjómílur árið 1972 og 200 mílur árið 1975. Í maí árið 1976 fengu Íslendingar fulla viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilandhelgi sinni.

Allar útfærslur landhelginnar og lögsögunnar mættu mótspyrnu hjá öðrum þjóðum er sóttu á Íslandsmið til veiða og þessar deilur hlutu nafnið "þorskastríð". Sagnfræðingar hafa þó bent á að fyrstu "þorskastríðin" voru háð miklu fyrr, eða á 15. öld þegar til deilna kom milli Íslendinga og erlendra fiskimanna og fiskikaupmanna. Allar fiskveiðideilur á okkar dögum hafa þó verið leystar með alþjóðlegum samningum.

Lög nr. 44/1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, oft kölluð landgrunnslögin, voru lögð til grundvallar í baráttunni fyrir útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Lögin eru stutt og hnitmiðuð og með þeim lýst yfir því að sjávarútvegsráðuneytið skuli með reglugerð ákveða takmörk verndarsvæða við strendur Íslands innan endimarka landgrunnsins þar sem allar veiðar skuli háðar íslenskum reglum og eftirliti. Jafnframt er tekið fram að ráðstafanir til verndar fiskimiðunum skuli gerðar að fengnum tillögum frá vísindamönnum og sérfræðingum.

Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna öðlaðist gildi alþjóðlega árið 1994, eða ári eftir að 60 þjóðir höfðu fullgilt hann. Árið 1985 varð Ísland fyrst ríkja til að fullgilda samninginn.

Ómar Bjarki Smárason, 3.1.2010 kl. 22:25

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég var einungis að styðja það,sem þú sagðir í upphafi greinar,með landhelgina.

Starf mitt var sjómaður frá 1952 og skipstjóri frá 1962.Þannig að breytingar fiskveiðilögsögunni,er mér ljóst.Þú fyrirgefur að ég skyldi koma inn í ykkar skrif.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.1.2010 kl. 23:52

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Bara hið besta mál Ingvi Rúnar og þakka þér fyrir innlitið.... ég hef aldrei stundar sjómennsku og þekki því lítið til þeirra hliðar mála.....

En vertu ávalt velkominn hér á þessa síðu.

Ómar Bjarki Smárason, 4.1.2010 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband