3.1.2010 | 18:00
Ótrúleg lýsing Samfylkingar á eigin stefnu í utanríkismálum....
Áskorun þessari til forsetans fylgir alveg dæmalaus traustsyfirlýsing þeirra Samfylkingarmanna sem skráð hafa nöfn sín við þessa áskorun til forsetans á þeirri stefnu sem flokkur þeirra hefur rekið í utanríkismálum undanfarin ár. Þau Ingibjörg Sólrún og Össur hljóta að gleðjast mjög yfir þessum dæmalausa undirskriftarlista flokkssystkina sinna.....
"Við viljum einnig benda á þá staðreynd að utanríkisstefna Íslands hefur frá stofnun lýðveldisins verið til háborinnar skammar. Ísland hefur, á alþjóðavettvangi, hegðað sér eins og lítill frekur krakki sem suðar og suðar þangað til hann fær nákvæmlega það sem hann vill, ónæmur fyrir sjónarmiðum annarra. Vegna taktískrar staðsetningar okkar milli Nató og Sovétríkjanna komumst við upp með þetta þar til nýlega. Nú, þegar Ísland á fáa ef einhverja vini eftir teljum við kominn tíma til að breyta þessari stefnu til hins betra og taka ábyrgð á gjörðum okkar."
Ég vona bara að sem flestir lýsi með undirskrift sinni vanþóknun á utanríkisstefnu núverandi stjórnarflokka og sjái til þess að forsetinn hlutist til um að það verði send ný samninganefnd á fund við Breta og Hollendinga hið allra fyrsta.
Annars má kannski lesa út úr þessum lýsingum Samfylkingarmanna þörf þeirra á að koma stjórn utanríkisstefnu þjóðar sinnar í hendur einhverra annarra; væntanlega vina sinna í Brussel.... En við skulum hugleiða hvar íslensk þjóð væri í dag ef hún hefði ekki haft fulla stjórn á eigin utanríkismálum frá stofnun lýðveldisins..... Það eina sem ég held við þurfum virkilega að skammast okkar fyrir er það að hvað þjóðin hefur enn litla skömm á Samfylkingunni, en ég fulla trú á að það lagist þegar hún fer að opinbera sitt rétta andlit og eðli meira og meira.....
Skora á forsetann að staðfesta Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar Bjarki.
Ég er íslendingur að ætt og uppruna, þess vegna hef ég megnustu skömm á Samfylkingunni.
Ekki skil ég hvernig þjóð getur hugsað sér stjórnmálaflokk, sem hefur eins lítið álit á henni og raun ber vitni.
Íslendingar eru dugmikil þjóð, sem hefur á undraskömmum tíma komið sér í hóp fremstu þjóða heims. Þrátt fyrir fáar vinnandi hendur hefur okkur tekist að byggja upp prýðisgott velferðarkerfi.Við höfum gert það á skemmri tíma, en margar aðrar þjóðir.
Íslendingar njóta virðingar annarra þjóða, alveg eins og við berum virðingu fyrir öðrum þjóðum. Við höfum átt ágætt samstarf við mörg lönd, ekkert ríki getur staðist án samstarfs við önnur.
En við erum stolt þjóð og heiðarleg. Halda þessir kálfar í Samfylkingunni, að við hefðum fengið sambærilegt lánshæfismat og Bandaríkin ef okkur væri ekki treystandi?
Ef það væri eitthvað vit í samfylkingarliðinu, kæmi það með marktakandi dæmi sjónarmiði sínu til stuðnings, t.d. hvenær og hvernig við hefðum beitt aðrar þjóðir yfirgangi eða frekju, (ekki er hægt að segja það um landhelgismálið, þar lágu þjóðréttarleg rök að baki). Gallinn er sá, að þau geta það ekki og grípa því til gamalla frasa; "taka til eftir íhaldið", "þetta er allt saman sjálfstæðismönnum að kenna" osfrv., þessa frasa hafa þeir notað lengi, því andagiftin er ekki mikil á þeim bænum.
En að borga þegjandi og hljóðalaust skuldir, sem við eigum ekki samkvæmt skýrum lögum, er ekkert annað en undirlægjuháttur, aumingjaskapur og mjög mikil vanvirðing á minning þeirra, sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar forðum daga, okkur til mikillar vegsæmdar og heilla.
Jón Ríkharðsson, 4.1.2010 kl. 09:39
Þakka þetta Jón og ég gleðst yfir að sjá að ég er ekki alveg einn um þessa skoðun.
En þetta með Icesave má kannski líkja við það að ef einhver Íslendingur fremdi morð í Bretlandi þá væri öll íslenska þjóðin dæmd til refsivistar fyrir það ódæði.... hvaða réttlæti væri í slíku, jafnvel þó það væru til einhverjir samningar um framsal fanga eða eitthvað því um líkt..? Og þeir menn sem unnu þetta fjármálaódæði með Icesave, eða stjórnuðu því, eru jú búsettir í Bretlandi flestir og telja sig tæpast Íslendiga. Eða hvað sagði Björgólfur Thor í heimildarmyndinni "Guð Blessi Ísland"....?
Ómar Bjarki Smárason, 4.1.2010 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.