Vafasamt að senda fólk til Víkur

Það virðist nú heldur vafasamt að senda fólk til frá Austur-Eyjafjöllum til Víkur þegar gýs í norðanverðum Fimmvörðuhálsi. Ef framhald verður á eldvirkni gæti nefnilega allt eins farið að gjósa í Kötlu.Og þá gætu menn orðið strandaglópar í Vík og bændur ekki komist heim til að sinna búpeningi.

Við verðum bara að vona að þetta gos standi stutt og tjón af völdum öskufalls verði ekki mikið. Hins vegar gæti gossagan bent til þess að gos gæti orðið viðvarandi næstu 1 - 2 árin. Það gæti þó haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu ef gosið er lítið og hamlar ekki flugi til og frá landinu.

Þetta gos er búið að vera yfirvofandi í nokkur ár og því kannski best að ljúka því af þannig að Eyjafjallajökull verði til friðs næstu 200 árin eða svo.....


mbl.is Eldgosið færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ómar, gaman að lesa blogg frá jarðfræðingi, ég var að vona að þú bloggir meira um þetta gos og afleiðingar þess á nánasta umhverfi.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.3.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sæll Sigmar og þakkir fyrir innlitið. Það er nú ekki auðvelt að skrifa mikið af viti um eldgos því þau eru allt of óútreiknanleg. Jafnvel þeir sem bestar hafa upplýsingar út frá skjálftamælingum geta litlu spáð. Haraldur Sigurðsson er kannski með besta innleggið í umræðuna um þetta gos þegar hann ber það saman við Eldfellið í á Heimaey. Þó er rétt að hafa í huga að gosið á Fimmvörðuhálsi verður liðlega 1000 m hærra yfir sjó en það í Eyjum. Og út frá landslaginu má kannski ímynda sér að þetta á Fimmvörðuhálsi gæti hafa lekið út svona óvart vegna þess að  það er þarna uppi.

En við búum í landi þar sem eldgos verða og Eyjafjöll og Katla eiga eftir að gjósa oft á næstu öldum. Til að þessi gos verði sem hættuminnst er líklega best að þau nái að létta á sér nokkuð reglulega til þess að kraftur gosa verði sem minnstur og skaðinn sömuleiðis. Eftir því sem lengra líður á milli gosa má búast við að kvikan nái að skilja sig og mynda súra líparít kviku. Þá má gera ráð fyrir að gosin verði öflugri og fyrstu gosefnin a.m.k. verði súr ljós aska og vikur. Þetta er hins vegar einungis líklegt að gerast í kvikuhólfi megineldstöðva. Og þetta mun hafa gerst í Eyjafjöllum og á væntanlega eftir að gerast aftur.

Ég hef nú engar sérsakar áhyggjur af því þó þetta hraun renni út á jökul. Þá mun neðri hluti hraunsins væntanlega mynda einangrandi gjalllag sem einangrar heitt hraunið frá jöklinum og bræðir þess vegna tiltölulega lítið magn af jöklinum. Auðvitað yrði einhver vöxtur í ám út af svona nokkru, en væntanlega bara smáskoð á meðan gangur gossins er ekki meiri en hann hefur verið. Það er allt önnur staða uppi ef gos verður í öskju mengineldstöðva þar sem gosið bræðir jökulinn neðanfrá og vatnið nær að safnast saman innan öskjunnar. Þegar það vatn brýst fram er fjandinn laus og hætt við að úr verði stórt hlaup. En við  verðum að vona það besta og kannski léttir þetta gos á Fimmvörðuhálsi á bæði Eyjafjallajökli og Kötlu.

 Mbk,

Ómar Bjarki Smárason, 24.3.2010 kl. 00:23

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ómar og þakka þér kærlega fyrir þetta svar, það er gaman að lesa þetta sem þú skrifar.

Tveir góðir vinir mínir eiga sumarbústaði þarna í Fljótshlíð og þeir eru þarna niðurfrá, þar sem gæti komið flóð ef allt fer á versta veg. Ég veit að menn sem eiga bústaði þarna niðurfrá hafa áhyggur af þessu gosi.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.3.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 73567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband