Einn á hjóli - framtíð Sjálfstæðisflokkisins í Reykjavík...?

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka til í sínum ranni og efla innra starf flokksins og gera hann meira aðlaðandi fyrir yngri kynslóðirnar. Það ekki gerast í gegnum Heimdall þar sem "öfga hægri" sjónarmið eru oftar en ekki nokkuð áberandi. Flokkurinn þarf að gera upp við fortíð sína og hætta að hampa þeim sem í raun komu flokknum í þá vandræðalegu stöðu sem hann er í um þessar mundir víðast hvar um landið. Stefnumálinn í Reykjavík þurfa að vera hnitmiðuð og skýr. Flokkurinn þarf að þora að taka afstöðu með flugvellinum í Vatnsmýrinni á meðan ekki finnast betri lausnir fyrir innanlandsflugið. Einnig þarf hann að marka skýra stefnu í skipulagsmálum því flokkurinn mun nánast deyja drottni sínum í Reykjavík fari flugvöllurinn og þétting byggðar verði með þeim hætti sem Samfylkingin stefnir þá flokkurinn líklega enga framtíð fyrir sér því þeir sem búa í leiguhúsnæði í miðbæ slíkrar borgar munu seint kjósa hægri sinnaðan flokk.

Af hverju ekki að leyfa Reykjavík að hafa sína sérstöðu með opið miðbæjarsvæði með greiðum samgöngum inn til miðbæjarins jafnt í lofti sem á láði og legi því með því hefur hún aðdráttarafl á sínum eigin forsendum en ekki vegna hefðbundnara borgarskipulags....

En ef fram fer sem horfir og flokkurinn aðhefst ekkert til að bæta sína stöðu þá gæti hann í einhverjum af næstu borgarstjórnarkosningum endað sem flokkur með fulltrúa sem væri bara "einn á hjóli".... Ef það er það sen forysta flokksins vill, nú þá er hún á réttri leið..... hárréttri leið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Tek undir þetta hjá þér Omar Bjarki.

Það sem hefur vantað hjá Sjalfstðisflokknum er skýr stefnumál og standa við þau, en ekki vera vafrandi um malefni eins of formaður flokksins BB.

Þora að taka afstöðu um málefni sem eru i brennidepli kjósenda, eins og til dæmis flugvallarmalinu sem hefði sennilega komið inn einum eða jafnvel tveimur mönnum i viðbót i þessum nyliðnu kosningum ef þau hefðu öll verið sammála að flugvöllurinn fer ekki.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 1.6.2014 kl. 16:44

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þakka þér fyrir það, Jóhann. Líklega ættu frambjóðendurnir að kanna möguleika á að sækja námskeið í framsögn hjá Jóni Gnarr eða öðrum sem kunna þá kúnst að vera stuttorðir og gagnorðir. Þetta fleytti Degi B næstum því í hreinan meirihluta.... Og svo er nauðsynlegt að koma upp öflugra starfi þar sem ungt fólk fær tækifæri til að þroska flokkinn og þroskast með breyttum tímum og aðlaga það sem þarf að þörfum fólksins sem stjórnmálaflokkar eiga að vera til og vinna fyrir.... Skipulagsmál á t.d. ekki að sníða að þörfum verktaka í byggingariðnaði fyrir verkefni eða dyntum arkitekta og þörf þeirra til að reisa sér minnisvarða..... svo dæmi séu tekin...

Ómar Bjarki Smárason, 1.6.2014 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 73568

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband