Eru siðferðisbrestir hugsanlega stærsti vandi stjórnmálanna...?

Maður staldrar aðeins við fyrsta kaflann í annars ágætu Reykjavíkurbréfi helgarinnar. Tónninn í því hræðir nefnilega, því skilaboðin sem ég les úr þeim tóni sem þar er gefinn felur nefnilega í sér augljósa og ódulda andúð á "siðareglum". Þær séu til lítils gagns. Annað verður vart úr pistlinum lesið.

Í ljósi þess sem á undan er gengið í íslenskum stjórnmálum undangegna tvo (kannski þrjá samkvæmt Styrmi) áratugi þá verður ekki annað séð en að höfundur Reykjavíkurbréfsins hafi horn í síðu siðareglna, en leiða má að því getum að hefðu slíkar reglur verið í gildi í þeim ríkisstjórnum sem hann leiddi sem forsætisráðherra, þá væri íslensk þjóð e.t.v. betur á vegi stödd í dag en raun ber vitni. Það má nefnilega velta alvarlega fyrir sér hvort útfærsla kvótakerfisins og sala bankana standist reglur um góða stjórnsýslu eða almenn siðfræði í viðskiptum á jafnræðisgrunni?

Annað einkenni í stefnu þeirrar "pólitísku klíku" sem ritstjórinn (og væntanlega höfundur Reykjavíkurbréfsins), er andstaðan við allt virkt eftirlit með stjórnaherrunum. Þannig lagði hann niður Þjóðhagsstofnun af því að hún var að þvælast fyrir og nú er allt reynt til að gera Umboðsmann Alþingis tortryggilegan af því að hann er að reyna að vinna vinnuna sína. Það virðist henta þessum öflum betur að eftirlitsstofnanir séu duglausar og sitji aðgerðarlausar á meðan ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sitt fram með góðu eða illu!

 Reykjavíkurbréf


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 73568

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband