Frábært fordæmi fyrir íslenska skuldara - til hamingju fjárlaganefnd!

Breytingar fjárlaganefndar á Icesave samningum gefur íslenskum skuldurum góðar vonir um að hægt verði að breyta öllum óhagstæðum innlendum lánasamningum eftirá þannig að þeir henti hverjum og einum.

Þeir sem skulda myntkörfulán ættu núna að semja við fjárlaganefnd um að semja fyrir sína hönd um breytingar á þeim lánakjörum sem þeir skrifuðu undir, þannig að afborganir stefni heimili þeirra og afkomu stefni þeim ekki í hættu.

Varla ætlast stjórnvöld til þess að íslenskir skuldarar beri þyngri byrgðar en þeir ráða við.....


mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Það er nú það. Þeir sem tóku myntkörfulán hafa væntanlega gert sér grein fyrir gengisáhættunni. Eða er það ekki svo? Hún lá alltaf fyrir.

Langbest að gera eins og ég. Taka aldrei lán. Líða frekar skammvinnan skort. Húsaskort, bílaskort. Gefa svo kreppunni langt nef og segja .................... sagði ég ekki!

Björn Birgisson, 16.8.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Björn - úr því að það er hægt að hagræða samningum eftirá á milli þjóða hlýtur að vera tiltölulega einfalt að gera það í innlendum viðskiptasamningum, eða það finnst mér alla vega. Og í tilfelli myntkörfulánanna fór aldrei neinn gjaldeyrir í hendur þeirra sem tóku lánin, þannig að það ætti að vera tiltöluleag einfalt mál að reikna lánin til baka í krónur fyrir þá sem það vilja og byrja upp á nýtt. Annað er að mínu mati illkvittni og hreinn ruddaskapur í garð lántakenda.

Auðvitað er best að komast hjá því að taka lán, en þeir sem stunda atvinnurekstur og þurfa að endurnýja tæki og tól komast tæpast hjá því.

Og svo þarf að taka lán þannig að hægt sé að stunda frjálsa fjármagnsflutninga frá landinu og yfir í skattaparadísir.  Ekki getum við gert auðvisum landsins erfitt fyrir að stinga undan fé, því ekki viljum við stuðla að því að þeir haldi ekki áfram að græða...... Efnahagsstjórnin snýst um þá en ekki okkur.....

Ómar Bjarki Smárason, 16.8.2009 kl. 22:30

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hagræða samningum eftir á? Samningur er samningur. Hver er að hagræða samningum eftir á? Ertu að tala um Icesave? Er stjórnin okkar að hagræða því skítamáli eftirá? Með fyrirvörunum? Ekki telja lögmenn að svo sé. Ef hægt er að gera lántakendum hér innanlands eitthvað til hæfis, er það meinalaust af minni hálfu, á meðan ég þarf ekki að niðurgreiða þann kostnað. Ég var ekkert þátttakandi í bullinu, græddi ekkert, tapaði engu, vogaði engu. Var bara í golfi!

Björn Birgisson, 16.8.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 73477

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband