Aukin framleiðsla, meiri lýsing, lægra raforkuverð og lægra verð til neytenda.

Gott að sjá að garðyrkjubændur vilji raforkuverðið lækkað og losna undan niðurgreiðslum. Vonandi tekst þeim það sem skjótast með því að auka nú framleiðsluna og þar með neyslu á íslensku grænmeti og koma sér í þá aðstöðu að geta samið um lægra verð á raforkunni beint frá orkusala.

Annars búa margir grænmetisbændur svo vel að eiga jafnvel möguleika á að framleiða sitt rafmagns sjálfir, alla vega þeir sem eru á jarðhitasvæðum þar sem hiti er yfir 130°C. Það mætti huga að því virkja slík svæði til rafmagnsframleiðslu á staðnum og losna þannig við flutningskostnað raforkunnar. Svo gæti það komið garðyrkjubændum í betri samningsaðstöðu við aðra orkuframleiðendur.....


mbl.is Vonar að framleiðsla aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugmynd hjá þér með að virkja jarðhitasvæðin við gróðurhúsin. Í vor skrapp ég til vinar míns sem býr í Bretlandi. Hann býr í Broadstairs og þar á bæ eru menn að byggja risa gróðurhús og þar sem vatnið er ekki gefins þá safna þeir rigningavatninu í þrær sem þeir hafa grafið við húsin en hér er linkur á færslu mína síðan í sumar. Thanet Earth

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 12:57

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þakka góðar undirtektir og ábendigu um verkefnið í Kent, Rafn.

Vandi grænmetisframleiðenda hér á landi liggur nú svolítið í því hvað þeir eru smáir og í raun litlir og dreifðir og eiga því erfitt með að koma fram sem stórir orkunotendur. Afl þeirra í samningaviðræðum við orkusala er því allt of veikt.

Það má líka spyrja hvort ekki megi bæta tæknina við lýsingu. Er t.d. nauðsynlegt að þeir sem eru að nota lýsingu við ræktun eyði stórum hluta lýsingarinnar til að lýsa um umhverfið, vegfarendum oft til ama? Kannski hugsanlegt að beina lýsingunni betur að því verið er að rækta.  Þetta er kannski verðugt rannsóknarefni fyrir háskólana okkar og er kannski þegar búið að skoða?

Mér hefur skilist að áhugi erlendra aðila fyrir því að koma hingað og fjárfesta í grænmetisrækt strandi m.a. á því að kostnaður við lýsingu sé í raun svo lágt hlutfall af heildarkostnaði við ræktun og meðhöndlun vörunnar að það sé hagkvæmara að vera nær markaði og borga meira fyrir rafmagnið. Stórhuga grænmetisframleiðendur eru þó væntanlega að skoða þetta, en ef eitthvað væri upp úr þessu hafandi hefði Baugur líklega farið inn á þessa braut fyrir löngu, eða hvað.....?

Ómar Bjarki Smárason, 13.12.2009 kl. 14:32

3 identicon

Það er alltaf smæðin sem háir okkur, spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Það væri gaman að geta verið sjálfum okkur nógir með ræktun á grænmeti og þurfa ekki að eyða gjaldeyri í innfluttning á þeirri vöru.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 16:06

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Við eigum ekki bara að framleiða grænmeti, heldur ávexti líka í upplýstu umhverfi þar sem við stjórnum ferlinu öllu. Spurning hvort við getum ekki nýtt orkuna og framleitt okkar vín líka og orðið stórir framleiðendur á því sviði líka, eða kannski er ekkert upp úr þessu að hafa....? Það er alla vega markaður fyrir slíka vöru í háum gæðaflokki. Við þyrftum þá væntanlega að flytja inn réttu jarðefnin til þess að vínviðurinn þrifist sem best og bragðgæðin yrðu sem best. En þetta er náttúrlega þróunarverkefni og e.t.v mjög atvinnusakpandi....

Ómar Bjarki Smárason, 13.12.2009 kl. 16:13

5 identicon

100% sammála.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 73485

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband