2.3.2018 | 05:28
Tveggja bíla árekstur
getur trauðla talist frétt...
Tveir tveggja bíla árekstrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2016 | 20:13
Vonandi bara fyrsta skrefið í endurheimt mýra
Það er gott að sjá þetta sameiginlega framtak, eða átak, forseta Íslands, umhverfisráðherra og Landgræðslustjóra. Nú verður Vatnsmýrin vonandi þeirra næsta stoppistöð og auðvitað ætlumst við til að borgarstjóri bætist í hópinn þegar þau fylla upp í skurði og holur þær sem Valsmenn nú grafa og ógna Vatnsmýrinni og sjálfri Tjörninni. Eða er Reykjavíkurborg bara stikk frí þegar kemur að umhverfismálum?
Hófust handa við verkið á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2016 | 11:04
Gleðifrétt dagsins!
Það var gott að sjá að þjóðin virðist vera að ná áttum á ný. Þeim fækkar því líklega sem farnir voru að huga að flutningi af landi brott! Það verður styrkur fyrir væntanlega forseta ef hann fær jafn afgerandi fylgi og þarna birtist sérstaklega í ljósi þess hverjir og hversu margir eru í framboði.
Guðni með 65% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2016 | 10:17
Í hvers tíð
ætli þessi gjörningur hafi átt sér stað. Gott væri að einhver rifjaði það upp fyrir okkur gleymnum!
Nýjar upplýsingar um þátt bankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2016 | 02:36
Botninn er suður á Jómfrúreyjum!
Það er gott að sjá að loksins er eitthvað að gerast í skattaskjólsmálum en undarlegt þó að til þess að það gerðist þyrfti að koma til afsagnar forsætisráðherra og e.t.v. munu fleiri fylgja í kjölfarið hér á landi og erlendis.
Það ætti flestum að hafa verið ljóst að íslenskt hagkerfi er eins og keraldið þeirra Bakkabræðra, nema munurinn er sá að botn hagkerfisins er suður á Jómfrúreyjum en því miður ekki í Borgarfirðinum...
Skera upp herör gegn skattaskjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2016 | 18:45
Kennslustund í pólitískri siðfræði?
Fyrir okkur sem höfum áhuga á siðfræðilegum gildum í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu þá er það einkar áhugavert að velta fyrir sér hvort við þurfum virkilega á utanaðkomandi aðstoð að halda frá ríkjum þar sem siðmenningin er komin á aðeins æðra stig en í okkar annars ágæta landi? Líklega er það svo en við ekki þekktir fyrir annað en sóðaskap þegar kemur að samskiptum og viðskiptum við aðrar þjóðir, eins og svo glögglega kom í ljós í úrrás bankanna fyrir ekki svo löngu síðan.
Það þarf virkilega að taka til hér á landi í ýmsum málum stjórnsýslunnar, orkugeiranum, sjávarútvegnum og landbúnaðinum svo einhver dæmi séu nefnd. Afsögn forsætisráðherra er bara rétt byrjunin á þessu og mér segir svo hugum um að fljótlega fylgi ráðherrarnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum og á næstu tveimur árum gætu svo einn eða fleiri ríkisforstjórar harkist úr sínum embættum vegna siðferðisbrota. Þetta eru spennandi tímar framundan!
Frakki tekur Bjarna á beinið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2016 | 09:03
Áhrif skorts á vorleysingum
Það er ástæða til að velta fyrir sér hvað það að stífla litlar dragár víða á Vestfjörðum og Ströndum getur hugsanlega haft á vorflóð og það lífríki sem byggir afkomu sína á þeim. Þannig gæti afkoma kræklings versnað og það gæti valdið hruni í æðarfugli og e.t.v. fleiri fuglum og fiskum sem nærast á kræklingi og öðrum lífverum í fjörum og á grunnsævi svæðisins.
Rannsóknir í Hestá og Hundsá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2016 | 00:13
Hann var rekinn!
Bjarni Ben einfaldlega rak Sigmund Davíð. Flóknara er það nú ekki!
Má vel vera að einhverjir misskilji þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2015 | 12:47
Sjálfbær orka í sjálfbærum heimi
Það er gaman að sjá að íslensk stjórnvöld skuli nýta tækifærið á Loftslagsráðstefnunni og leiða starf á sviði jarðhitanýtingar til að auka sjálfbærni í orkunýtingu jarðarbúa. Vonandi verður þetta til að flýta uppbyggingu jarðhitaorkuvera jafnframt því sem þess verður gætt að ganga ekki of hratt á þennan "takmarkaða hálf-sjálfbæra orkuforða", því eins og við Íslendingar höfum fengið að reyna þá eyðist það sem af er tekið og jarðhitanýtingin er í eðli sínu námuvinnsla. Munurinn á jarðhitakerfunum og málmnámum er þó sá að það á sér stað ákveðin endurnýjun við náttúrulegt innstreymi í jarðhitakerfin. Fari vinnslan hins vegar umfram það fellur þrýstingur í kerfinu og því meira sem vinnslan fer umfram náttúrulega innstreymi vatns og varma. Hversu hratt það tekur jarðhitakerfin að jafna sig eftir "ofnýtingu" á hins vegar eftir að koma í ljós en þá þurfa þau væntanlega að hita upp kaldara vatn sem rennur inn í kerfið í stað þess sem tekið var og fá tíma til að hita það upp í upprunalega stöðu. Sumir hafa talið að með hvíld sem spannar svipaðan árafjölda og nýtingin muni kerfið ná fyrri stöðu. Í þann tíma verður hins vegar ekki unnin orka úr kerfinu og "sjálfbærnin" því í pásu á meðan. Það er því mjög misvísandi boðskapur sem ísenskir stjórnmálamenn bera þeim sem minna þekkja til jarðhita en Íslendingar.
Jarðhiti gegn hlýnun loftlags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2015 | 09:58
Innanríkisráðherra talar skýrt í flugvallarmálinu
Það er gott að heyra að innanríkisráðherra talar enga tæpitungu í flugvallarmálinu svo líklega verður borgarstjóri afturreka hvað varðar byggingar við NA enda NA-SV flugbrautarinnar. Væntanlega þarf að kanna hvort verið er að gera borgina bótaskylda með því að leyfa byggingu risahótels sem skaðar öryggi flugvallarins því væntanlega eru landslög skipulagsmálum æðri? Og það hljóta að gilda sömu lög fyrir borgarstjóra og aðra þegna þessa lands!
Stjórnmálaflokkar þurfa leiðtoga sem tala skýrt og það er greinhelga að koma fram pólitískur leiðtogi sem ætlar að láta að sér kveða í framtíðinni.
Byggingar raski ekki öryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 73891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar