Undarlegt skipulag

ef verið er að byggja hótel á svæði sem er ætlað fyrir framtíðarstækkun Landsspítalans. Verður óbyggða hótelið þá rifið þegar Landsspítalinn þarf þetta land undir stækkun, eða er kannski búið að ganga frá kaupum á hótelinu fyrir fram áður en farið er að byggja? Hljómar svolítið "frumherjalega"....!


mbl.is Hótel rís ekki á svæði Valsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svart malbik og þoka....

fara augljóslega heldur illa saman! Þetta áttu menn kannski að að geta séð fyrir og líklega þarf að útbúa bíla sem um Hellisheiði aka með sérstök ljós sem lýsa betur upp kolsvart malbil en hefðbundinn löglegur ljósabúnaður gerir...?

Þessi mistök þarf að laga hið fyrsta áður en slys hljótast af.


mbl.is Hellisheiðin lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur Bjarnason f.v. bæjarstjóri kvaddur

Gummi_BjarnaLaugardaginn 18. júlí kvöddum við Guðmund Bjarnason f.v. bæjarstjóra í Neskaupsstað og Fjarðabyggð, en hann lést að morgni laugardagsins 11. júlí nokkrum dögum fyrir 66 ára afmælisdaginn, 17. júlí.

Kynni okkar Gumma hófust í Menntaskólanum á Laugarvatni en hann var þar einum vetri á undan mér. Samskipti okkar voru ekki mikil á þeim þremur árum sem við deildum saman að Laugarvatni en eitthvað komum við að íþróttamálum fyrir okkar bekki og einn vetur hafði Gummi þann starfa að vekja okkur sambýlinga sína í Nösinni. Og líklega komst hann fljótlega að því að öruggara var að banka oftar en einu sinni hjá okkur Sigmundi til að tryggja að við færum mættum örugglega í fyrsta tíma.

Eitthvað hittumst við á háskólaárunum en kynni okkar hófust í raun ekki fyrr en Gummi var orðinn bæjarstjóri í Neskaupsstað og ég flæktist inn í staðarval fyrir sorpurðunarstað fyrir Mið-Austurland. Því verkefni fylgdu fjölmargir undirbúningsfundir með þ.v. bæjarstjórum þeirra sveitarfélaga sem síðar runnu saman í Fjarðabyggð. Reyndar varð sumum það á að rita nafnið með auka erri, en það gerðu menn ekki aftur, því ef Gummi rak í það augun var málið tekið föstum tökum. Sorpverkefninu komum við í höfn ásamt starfsmönnum Hönnunar og ráðgjafar og það varð mikil breyting á bæjunum þremur, Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði þegar eldar hættu að loga og reyk að leggja frá opnum sorpbrennslunum árið 1994. Það gerðist í kjölfar heimsóknar fulltrúa Hollustuverndar á fund hjá undirbúningsnefndinni og hann gerði fundarmönnum grein fyrir þeim hættum sem fylgdu reyknum frá opinni sorpbrennslu við lágt hitastig. Leyfi fékkst til urðunar sorps til bráðabirgða á sorpförgunarsvæðinu við Eskifjörð og urðun á nýjum stað við Brimnes hófst tveimur árum síðar.

Næstu árin fjölgaði verkefnum fyrir sveitarfélög á Austurlandi með leit að nýjum vatnstökusvæðum og jarðhita. Afrakstur þess samstarfs sem komst á með okkur Gumma og Mumma leiddi til þess að jarðhiti fannst fyrir hitaveitu á Eskifirði og ný vatnsból voru virkjuð á Eskifirði, Norðfirði og Reyðarfirði áður en Gummi lét af störfum sem bæjarstjóri vorið 2006. Auðvitað komu fleiri sveitarstjórnarmenn að þessum málum þó framkvæmdin væri á hendi bæjarstjóra og bæjartæknifræðings.

Minnisstæður er fundur með bæjarráði þar sem undirritaður stýrði borun á holu ES-2 á Eskifirði snemma á árinu 2004. Holan var orði 1300 m djúp og gjörsamlega þurr. Þau voru þung sporin  þegar gengið var á fund bæjarráðs með langa ræðu að vopni um það hvernig fyrirhugað væri að steypa tappa í holuna og bora svo út úr henni og skera jarðhitasprunguna í 850 m dýpi. Þetta átti bara að kosta um 25 mkr aukalega. Einhver hlýtur sannfæringarkrafturinn að hafa verið því það var ekki langt liðið á ræðuna þegar forseti bæjarráðs greip fram í fyrir frummælanda og sagði þau eftirminnilegu orð: "þá gerirðu það bara". Og með það yfirgaf hann fundinn og það skal fúslega viðurkennt að þá var eigin sannfæring frummælandans um árangur alls ekki eins mikil og hún hafði verið fyrir fundinn! En allt gekk þetta nú samt eftir eins og lofað hafði verið og vatnið kom í holuna í 850 m dýpi þó það tæki reyndar vikuna að steypa í holuna tappann.

Undirritaður var í raun nokkuð hissa á sínum tíma þegar hann frétti af því að gáskafulli menntaskólastrákurinn sem hann hafði kynnst að Laugarvatni væri orðinn bæjarstjóri, því einhvern vegi átti það að vera hlutverk alvörugefinna miðaldra manna, en Gummi var þarna bara rétt liðlega fertugur. En eins og aðrir hafa nefnt, þá mátaðist hann bara nokkuð vel í stól bæjarstjóra og frjálslegur og fordómalaus stjórnunarstíll hans féll flestum vel í geð þó eflaust hefði stundum mátt bóka betur það sem fram fór á óformlegum fundum. En þannig voru málin leyst og oft spunnin af fingrum fram eftir nokkrar umræður og mislöng en oft allnokkur símtöl. Og þó verkáætlanir væru kannski ekki allar færðar til bókar þá voru markmiðin ávalt nokkuð skýr áður en hafist var handa. Og það komst enginn upp með það að halda sig ekki innan þess ramma sem settur var og reynt var að lofa ekki umfram það sem hægt var að standa við. Þannig er gott að vinna þegar gagnkvæmt traust ríkir á milli aðila.

Að leiðarlokum skal þökkuð samvinna og vinátta Gumma Bjarna. Það var aðdáunarvert það ótrúlega æðruleysi sem hann sýndi í þeim erfiðu veikindum sem hann glímdi við síðustu árin. 

Innilegar samúðarkveðjur til Klöru og annarra ástvina og aðstandenda.

Það er gott að eiga minninguna um góðan vin og félaga um ókomin ár.

Ómar Bjarki Smárason

 


Ætli svona hótel aki frítt á íslenskum vegum og vegleysum...?

Það væri fróðlegt að vita hvort svona hótel aki frítt um íslenska vegi og vegleysur líkt og erlendar rútur og önnur ökutæki sem hingað koma...? Auk þess ættu hótel á hjólum sem hýsa 20 manns að þurfa að greiða til samneyslunnar með einhverjum hætti. Annað gengur ekki í samkeppnisumhverfi.


mbl.is Rútuhótelið keyrir hringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð greining hjá okkar danska vini

Þetta virðist góð og raunsæ greining hjá okkar vinveittasta danska hagfræðingi sem reyndi að koma fyrir okkur vitinu á árunum fyrir hið svokallaða efnahagshrun. Danir, Svíar og Bretar létu ekki ginna sig inn í þetta evrusamstarf sem virðist vera að sliga flest ríki Evrópu.

Það gengur augljóslega ekki upp fyrir ríki sem vilja halda sjálfstæði sínu að afhenda öðrum stjórn á peningakerfi landsins. Til þess eru ríki Evrópu og ólík. Líklega er ekkert vit í myntsamstarfi eins og evru, nema ríkin séu sameinuð undir eina stjórn og þau verði þá hvert um sig sjálfstjórnarhéruð með takmarkaða sjálfsstjórn, líkt og sveitarfélögin eru gagnvart ríkinu í dag.

Svona hagfræðitilraunum á þjóðum verður að ljúka eigi ekki illa að fara.....


mbl.is Evran „meiriháttar glæfraspil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir Breiðdalssetur

Þetta eru góðar fréttir og borkjarnasafnið á vonandi eftir að renna styrkari stoðum undir rekstur Breiðdalsseturs.

Það er ástæða til að þakka öllum þeimm sem komið hafa að því að fylgja hugmynd þessari eftir en það þarf samhent átak margra til að koma svona verkefni í kring þannig að það verði að veruleika.

Vonandi fá borkjarnarnir góðar móttökur í nýjum heimkynnum og kannski fær almenningur með þessu tækifæri til að kynnast þeim rannsóknum sem unnar hafa verið í tengslum við virkjanir, jarðgangagerð og grjótnámsrannsóknir.


mbl.is 300 tonn af borkjörnum til Breiðdalsvíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki bara of auðvelt....?

Sú staðhæfing staðgengis forstjóra Íbúðalánasjóðs að það sé "ekki auðvelt að kaupa heimili ofan af fólki" er kannski ekki alskostar rétt, því Íbúðalánasjóði og öðrum fjármálastofnunum virðist nefnilega gert það allt of auðvelt að keyra fólk í gjaldþrot og hirða af því allar eignir og jafnvel áratuga sparnað.

Þessu munu Píratar vonandi breyta þegar þeir komast í næstu ríkisstjórn....!


mbl.is „Ekki auðvelt að kaupa heimili ofan af fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsvif íslenskra jarðvísindamanna erlendis!

Umsvif íslenskra jarðvísinda manna á erlendri grundu eru meiri en mig hafði órað fyrir og því ekki nema von að íslenski jarðhitageirinn hafi haft efni á því að senda 100 fulltrúa á World Geothermal Congress 2015 í Melbourne!

Á meðan svona vel árar hjá íslenskum jarðvísindamönnum í erlendum verkefnum þá er líklega lítil ástæða fyrir verkefni fyrir þá á heimamarkaði og stærri fyrirtækin ættu því að geta gefið þeim minni svigrúm til að sinna heimamarkaði, því þeir sem velta milljörðum erlendis hafa tæplega efni á því að vinna heima á Íslandi.....


mbl.is Illugi þurfti að selja íbúðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sýnir nauðsyn þess að hafa öflugan innanríkisráðherra

Ég fagna þessu framtaki innanríkisráðherra og vona að hún nái að vinda ofan af því ferli sem farið er í gang við að loka NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar. Þarna kemur reynsla ráðherra af búsetu á Austurlandi þjóðinni efalaust til góða.


mbl.is Ekki tímabært að hefja framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri fyrir WOW

Þarna er tækifæri fyrir flugfélagið WOW að auka vinsældir sínar með því að sýna lipurð og liðlegheit við fólk sem missir af flugi af ástæðum sem það augljóslega réði ekki við, því ekki stjórna þau veðri og allra síst hvort dreifikerfi rafmagns í landinu er í lagi eða ekki.

Ég skora því á WOW að láta miða þessa fólks gilda í næsta flug þannig að tjón þess verði lágmarkað. Slíkt yrði félaginu til mikils sóma.

En svo þarf e.t.v. að hvetja fólk til að tryggja sig fyrir svona skakkaföllum um leið og það bókar....?


mbl.is „Wow ber ekki ábyrgð á veðri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 73891

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband