4.8.2013 | 10:38
100 ár frá andláti John Milne
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2013 | 11:49
Snjallir Hollendingarnir
Enn og aftur látum við taka okkur í bólinu og búum í haginn fyrir aðra frekar en að gera hlutina sjálfir. Við ættum alla vega að hafa meiri reynslu í rekstri "blárra lóna" og "geothermal spas" en Hollendingar. Auðvitað eigum við að snúa okkur að því að byggja heilsuhótel og "jarðhitaböð" út um allan heim.
Reynum nú einu sinni að snúa okkur að einhverjum sem við kunnum og láta öðrum eftir það sem við þykjumst kunna......
Nýtt Bláa lón á Filippseyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2013 | 20:30
Algengari við þjóðveginn en undanfarin ár.
Rjúpu fjölgar um nær allt land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2013 | 08:20
Frábært veður á Raufarhöfn - drífið ykkur nú á Norðausturlandið!
Ekki ósvipuð tilfinning að vera á Raufarhöfn og í Vestur Ástralíu á góðum sumardegi, nema hvað frá og með deginum í dag sest hér ekki sólin og mun hún haldast á lofti þar til 9. júlí..... Og hvað er fólk svo að sækja til útlanda...?
Bjarnablíða í stað Jóhönnuhrets | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2013 | 16:47
"Hérastjórnin"
Það er vel við hæfi að ný ríkisstjórn taki nafn sitt af þeim nemendum sem voru við nám við Héraðsskólann að Laugarvatni, sem voru kallaðir "hérarnir".
Nýja stjórnin hlýtur því að fá nafnið "Hérastjórnin".... enda voru menn frekar "héralegir" í stjórnarmyndunarviðræðunum enda nægar byrgðir af gulrótum í uppsveitum Árnessýslu......!
Heimilin finna breytingar í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2013 | 13:02
Teflonhúðin er nú viðkvæm
Það þarf nú ekki mikið til að teflonhúðin losni af pönnum og pottum ef hún er ekki meðhöndluð af nærgætni. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hversu lengi hún endist Framsóknarflokknum. Eigum við ekki að gefa þeim 6-12 mánuði til að sýna okkur að þeir hafi réttu meðulin og ef ekki þá kjósum við nýtt þing að ári.....
Sigmundur Davíð er alla vega meira sannfærandi en aðrir stjórnmálaleiðtogar og ef hann fær góða kosningu hefur hann skaða sér stöðu til að halda "gömlu draugunum" frá flokknum. Það verður hann að gera ef hann vill halda völdum í meira en eitt ár!
Syndir framsóknarmanna eru stórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2013 | 21:41
Aukum kaupmáttinn til að hjólin fari að snúast aftur.....
Frábært framtak hjá Melabúðinni, en slæmt að missa af þessum góðu tilboðum.
Slæmt að Halldór Jónsson, verkfræðingur, var ekki á landinu til að upplifa svona lágt vöruverð og þurfa að éta sínar amerísku svínakótilettur, og drekka amerískt gutl og Heineken með.... En spurning hvort hann startaði ekki þessu átaki með því að vekja athygli á málinu á blogginu, sem svo rataði á síður http://www.dv.is/frettir/2013/3/29/lagvorubudirnar-okkar-bara-brandaraokursjoppur og auðvitað var Melbúðin fljót að svara kallinu....
Það varð allt vitlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.3.2013 | 12:11
Þjóð á villigötum?
Leitt er að horfa upp á landsbyggðina hnigna stöðugt og þurfa að horfa upp á vandræðagang stjórnmálamanna og ráðaleysi í baráttunni, eða kannski frekar hugmyndasnauð og baráttuleysi, til sporna við fólksflótta af landsbyggðinni á suðvesturhornið.
Hnignun landsbyggðarinnar er að stærstum hluta afleiðing af hinu alræmda kvótakerfi og tilflutningi aflaheimilda á fárra manna hendur. Þetta hefur haft þau áhrif að smábátaútgerð hefur að mestu lagst niður og trillukarlarnir eru deyjandi kynslóð. Með þeim hverfur vinnumenning sem fylgt hefur þjóðinni frá aldaöðli auk þess sem margir fyrrum trillukarlar hafa ekki fundið sér nýtt hlutverk svo geta má sér til um að þeir lifi heldur tilbreytingarlausu lífi og þeir finna sig yfirleitt ekki í hefðbundinni daglaunavinnu, sé hún á annað borð í boði.
Auk þess að skapa vinnu í landi við fiskvinnslu skapar trilluútgerð ýmis störf í landi við viðhald bátanna og tækjabúnaðar þeirra. Svo eiga þeir sumir maka og börnin þurfa skóla og fjölskyldurnar ýmsa aðra þjónustu, eins og alkunna er.
Á síðari árum hefur verið gerð tilraun með úthlutun á byggðakvóta til nokkurra staða á landinu. Við þetta færist líf í þá staði sem njóta þessara "forréttinda". Sá hængur er þó á þessu fyrirkomulagi að þeir sem stunda veiðarnar virðast einkum aðkomumenn sem nota þá staði sem þeir gera út frá sem svefnstað. Það eina sem þeir skila til viðkomandi byggðarlags er því einungis bundið við kaup á gistingu og veitingum, auk þessa kaupa einhvern kost fyrir daginn. Fiskurinn er fluttur burtu og það eina sem situr eftir er eitthvað smáræði hjá veitingamanninum, hótelhaldaranum, kaupmanninum og hafnarsjóði. Þessi aðgerð er því nokkuð augljóslega sýndarmennska sem leysir engin vandamál viðkomandi byggðar heldur stráir þetta bara salti í sár atvinnuleysisins á viðkomandi stað.
Stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega og sem hafa áhuga á að vinna fyrir fólkið í landinu en eru ekki í stjórnmálum einungis til að þjóna þröngum hagsmunahópum og mylja í leiðinni undir sig sjálfa þurfa að gera átak í atvinnumálum landsbyggðarinnar. Með því að styðja við útgerð og leyfa sjálfsagðar veiðar út frá bæjum við sjávarsíðuna má snúa vörn í sókn. Með því móti fæst sjálfsögð nýting á staðbundna fiskistofna og annað sjávarfang. Það er nefnilega ýmislegt fleira en þorskur og ýsa sem hægt er að nýta. Og með auknum fjölda ferðamanna geta ýmsir staðir á landsbyggðinni skapað sér sérstöðu og boðið upp á rétti sem eiga uppruna af svæðinu og eru því "léttfetar" í kolefnisspori. Það er nefnilega grátlegt að geta ekki fengið "fisk dagsins" í sjávarbyggðum víða um landið án þess að vera boðið upp á einhvern frystan "togarafisk". Svona nokkuð á ekki að viðgangast hjá fiskveiðiþjóð.
Það er áhugavert að fylgjast með þeim ferðaþjónustustöðum sem eru að gera góða hluti víða um land og að upplifa það að erlendir gestir framlengja dvöl sína um eina eða fleiri nætur á sama staðnum til að geta notið sérstæðs matar á borð við "tvíreykt hangiket". Að þessu varð ég vitni í Vogafjósi við Mývatn s.l. haust. Hali í Suðursveit, er annar staður þar sem vel hefur tekist til, en þar er boðið upp á góða rétti úr lamakjöti af staðnum auk bleikju sem alin er á staðnum. Á báðum þessum stöðum er vel bókað í gistingu flesta daga ársins.
Á lítið hótel á Austurlandi komu fyrir nokkrum árum fjórir Spánverjar óvænt í kvöldmat og vildu "fisk dagsins". Af tilviljun var "trillukarl" á staðnum nýlega kominn í land með nokkra þorska. Hótelhaldarinn fékk hjá honum þorsk sem hann eldaði heilan og bar á borð fyrir gesti sína, þeim til mikillar gleði og ánægju. Gott væri ef hægt væri að bjóða upp á skelfisk, ígulker og ýmislegt annað góðgæti til að lífga upp á matarmenningu í landinu. Það kemur enginn ferðamaður hingað til að borða hamborgara á N1 eða í öðrum sjoppum landsins þó flestir eigi vissulega að fá að smakka á okkar ágæta þjóðarrétti, pylsu og kók, prince póló og helst ís á eftir frá Emmess eða Kjörís.
Til að hleypa lífi í atvinnu arkitekta og smiða mætti gera átak í því að gera upp "eyðibýli" og hús sem ekki er verið að nýta víða í hinum dreifðu byggðum landsins. Þarna eru mikil og vannýtt tækifæri sem full ástæða er að veita gaum. Síðustu tvö árin hefur verið í gangi átaksverkefni þar sem eyðibýli landsins eru skráð og mynduð. Afrakstur þessarar vinnu hefur verið gefin út í bókum fyrir hvert svæði og vonandi tekst að ljúka þessu verki á næstu tveimur árum. En það er ekki nóg að skrá þessi gömlu ónýttu hús, sem mörg eru ónýt og önnur liggja undir skemmdum og koma til með að verða engum til gangs í framtíðinni ef ekki verður gert átak í að gera þau upp og koma þeim í notkun. Ef þessum húsum væri komið í nýtingu kæmum við til með að fá hingað ferðamenn, einkum barnafjölskyldur og fólk á eftirlaunaaldri, sem kæmu hingað til lengri dvalar en hinn hefðbundni ferðamaður. Slíkir ferðamenn skilja meira eftir sig en þeir sem einungis koma hingað til styttri dvalar.
Ég hef átt því láni að fagna að ferðast nokkuð víða um heiminn í tengslum við mína vinnu og hef þá, líkt og hér á landi, farið um dreifðari byggðir þeirra landa sem hef heimsótt. Það kom mér verulega á óvart að í Ástralíu er verðmætasti ferðamaðurinn hinir svokölluðu "backpackers" því þeir dvelja lengur en aðrir og kaupa þar af leiðandi meiri þjónustu. Hér á landi höfum var þetta fólk kallaður "bakpokalýður" og svei mér þá ef ekki var litið á þá sem hálfgerðar "afætur" á þjóðfélaginu af því að þeir keyptu sér ekki far með hópferðabílum eða áætlunarferðum í kringum landið, heldur ferðuðust meiri hluta leiðarinnar á puttanum. En kannski var þessi nafngift byggð á misskilningi eftir allt saman?
Og talandi um "afætur" þá má e.t.v. velta fyrir sér hvort þeir sem njóta mestrar virðingar stjórnmálamanna okkar í dag og velta hér hæstum fjárhæðum séu ekki í raun til lengri tíma litið ekki brauðvinningar þjóðarinnar, heldur miklu fremur afætur? Það er nefnilega ekki alltaf allt sem sýnist og bankakerfi og útgerðir sem sjúga til sín auðæfi heillar þjóðar eru líklega frekar að vinna að hagsmunum fárra en skila meirihluta þjóðarinnar eftir í einskonar tómarúmi sem erfitt virðist að fylla.
Ágætu stjórnmálamenn sem viljið láta gott af ykkur leiða, því til þess hljótið þið að vera í stjórnmálum, hugsið nú um hagsmuni þjóðarinnar en ekki "auðvisanna".
Byggjum betra Ísland til framtíðar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2013 | 18:33
Aflandskrónuíbúð...?
Borgar rúman milljarð fyrir íbúðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2013 | 17:54
Mál sem Alþingi ætti að taka upp
Getur valdið óbætanlegu tjóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar