Olíubrunnur

Hvað ætli það hafi nú tekið margar skóflur að grafa þennan brunn....?

 Væntanlega er þó hér átt við borholur, því brunnar verða varla grafnir á hafsbotni eftir olíu. Það væri þá efni í forsíðufrétt á Morgunblaðinu, ef svo væri.... Kannski fáum við frétt um það á næstu misserum að búið sé að grafa fyrsta brunninn á Drekasvæðinu.... Spurning hver fær að taka fyrstu skóflustunguna....!!!


mbl.is Ætla að steypa olíubrunninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt skref í útrásinni

Þetta er glæsilegt skref í útrás jarðhitaþekkingar og sérþekkingar okkar á sviði jarðborana við erfiðar aðstæður. Vonandi verður árangur af þessu góður og framhald svona verkefna í jarðhita og kaldavatnsöflun í Karabíska hafinu og Suður Ameríku.

Til hamingju með þetta ÍSOR og Jarðboranir.

Síðan er rétt að stefna að öflugri markaðssókn inn í Norður Ameríku í framhaldinu, en sú vegferð mun auðveldast þegar hægt er að sýna fram á góðan árangur íslendinga, ekki bara á Íslandi, heldur einnig á erlendum vettvangi. Í þessu tilliti er rétt að vanda val á verkefnum, þannig að líkur séu á góðum árangri, og láta öðrum eftir verkefni þar sem vonir um árangur eru vafasamari.

Það er greinilega að birta yfir íslensku jarðhitaútrásinni nú þegar þessi tvö fyrirtæki eru komin með verkefni í Karabíska hafinu, auk þess sem Jarðboranir eru með verkefni á Nýja Sjálandi og síðan ÍSOR ásamt Verkís í Chile og e.t.v. víðar. Síðan hafa Mannvit unnið að hitaveituverkefni í Ungverjalandi og víðar og EFLA hefur verið að vinna að verkefnum í Bandaríkjunum, Indónesíu, Króatíu og Tyrklandi.

Það eru greinilega að hefjast nýjir uppgangstímar í jarðhitaverkefnum Íslendinga og vonandi verður þessu fylgt eftir af krafti með menntun ungra vísnindamanna á þessu sviði. Þar þarf að vinna markvisst ef vel á til að takast því þær kynslóðir sem hafa verið frumkvöðlar á þessu sviði fara að nálgast eftirlaunaaldur og þörfin á endurnýjun í greininni því aldrei verið brýnni. Stjórnvöld og fyrirtæki á orkusviði þurfa að taka höndum saman og hvetja ungt fólk inn í jarðhitatengdar greinar í jarðvísindum og verkfræði og tryggja þarf að þeir sem reynsluna hafa séu til staðar til að leiða þessi verkefni þar til þeir yngri eru tilbúnir að taka við.

Jarðhitaklasinn gæti verið vettvangur til að styrkja og styðja við menntun og upplýsingamiðlun í jarðhitaverkefnum, en mikilvægt er að fyrirtækin hvert og eitt sinni útrásinni á eigin forsendum og byggi upp þau svið innan sinna fyrirtækja þar sem þau eru sterkust. Þannig farnast okkur best í slíkum verkefnum og það gefur best þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er.

Rétt er að hafa í huga þó þessi verkefni komist af stað nú að þá er þetta brothættur markaður og lítið má út af bera. Þannig geta mistök eins fyrirtækis komið slæmu orði á okkar þjónustu en gott gengi eins getur líka orðið lyftistöng fyrir aðra. Samkeppnin á þessum markaði er hörð, bæði hvað varðar jarðvísinda og verkfræðiþáttinn. En þar sem tekjumöguleikar í svona verkefnum aukast verulega þegar kemur að hönnun og byggingu orkuvera, þá er mikilvægt að samið sé um heildarlausnir frá holu til Orku. Því er kannski mikilvægt að íslenskir byggingaverktakar fari að setja sig í startholurnar til að unnt sé fylgja þessum verkefnum eftir til enda, frá holum til notenda......!


mbl.is Jarðhitarannsóknir í Karíbahafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður fylltist bjartsýni....

Maður fylltist bjartsýni við þessa fyrirsögn og hvílík vonbrigði er í ljós koma að þessi nýja stjórn verður mynduð í Grikklandi en enni á eyríkinu Íslandi....

En gleðistundir eru mikilvægar, þó þær vari stundum aðeins í örksotsstund.....!


mbl.is Ný ríkisstjórn kynnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkingabærinn alltaf soldið á eftir....

Alltaf hefur nú Reykjavík svolítið frumkvæði á Hafnarfjörð, því ef mig minnir rétt þá var komið rafmagn á Reykjavík fyrir 1930..... Rétt að halda þessu til haga...!
mbl.is Rafmagn komið á í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski var það reiknivilla sem olli hruni bankanna....?

Það skyldi þó ekki vera að það hafi verið einhver reiknivilla einhvers staðar sem varð orsakavaldur í bankahruninu og að gömlu bankarnir séu kannski bara vel stæðir þegar öllu er á botninn hvolft...?

Kannski ráð að reikna upp á nýtt? Þá mætti taka inn í  það dæmi bónusgreiðslur og eitt og annað smáræði sem eigendur og stjórnendur bankanna stungu undan og liggur í skúffum hingað og þangað um heiminn. Auðvitað eru það peningar sem tilheyra gömlu bönkunum og það hlýtur að vera hlutverk "skilanefnda" að sjá til þess að þessu fé sé skilað aftur til almennings því ella standa þær nefndir varla undir nafni, eða er ég að misskilja eitthvað...?


mbl.is 55 milljarða reiknivilla í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ - er nú ekki hægt að finna eitthvað jákvæðara...?

Mikið skelfing hljóta blaðamenn og þáttastjórnendur Kastljóss og annarra þjóðmálaþátta að vera andlega geldir ef þeir geta fátt annað gert en að velta sér upp úr svörtustu afkimum þjóðfélagsins. Haldið þið, annars ágætu blaðamenn, að það sé einmitt þetta mál og svo öll hin sem velt hefur verið upp í Kastljósinu, sem þóðarsálin þarf helst á að halda?

 Ef þessu fer ekki að linna, þá legg ég til að yfirmönnum þeirra fyrirtækja og stofnana sem veita fjölmiðlum þeim sem standa í svona þáttagerð,  verð sagt upp og ðrum með jákvæðara hugarfar og lífssýn verði falið að leysa þá af hólmi.

Góða og vandamálalausa helgi!


mbl.is Margt skrítið við þetta hrottalega mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra ef....

Betra væri nú ástandið hér á landi ef forsetinn gæti skipt út mönnumm í ríkisstjórn og á Alþingi eins og Alex Ferguson gerir, þegar honum finnast liðsmennirnir ekki standa sig.....!
mbl.is Ferguson skiptir algjörlega um lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppileg umsókn frá annars ágætum umsækjanda

Stjórnmálamönnum og e.t.v. ýmsum embættismönnum virðist ganga illa að skilja að þjóðin vill ekki fá neina af þeim sem unnu að einkavæðingu bankanna og öðrum óhæfuverkum sem leiddu beint eða óbeint til hruns fjármálkerfisins. Svo einfalt er málið.

Páll Magnússon er hinn vænsti maður í alla staði, en hann eins og svo margir aðrir, burðast með fortíð sem leiðir til þess að þjóðin vill ekki burðast með þá í ábyrgðarstöðum. Og því miður sitja margir slíkir enn á þingi og sumir einnig í ríkisstjórn. Þeim þarf að skipta út svo fljótt sem auðið er, ef sátt á að nást. Meðan svo er ekki kemur mótmælum ekki til með að linna. Þjóðin vill þetta fólk í burt af vettvangi stjórnmálanna.

Það var virðingarvert af Helga Hjörvar að tjá sig nokkuð skýrt um ráðningu forstjóra Bankasýslunnar. Og það var skondið að sjá talsmann Sjálfstæðisflokksins í Kastljósinu í kvöld. Að draga f.v. aðstoðarmann forsætisráðherrans sem ríkti í aðdraganda hrunsins inn í þessa umræðu er vitanlega bara brandari.

Hæfnismat eitt og sér dugir ekki lengur við ráðningar í abyrgðarstöður. Það þarf líka að líta á ferilsskrána út frá siðferðilegu sjónarhorni. Því er sú niðurstaða sem fengin í málefnum Bankasýslunnar góð áminning fyrir þá sem sitja við stjórnvölinn í þessu landi og vonandi setjast nú þingmenn og ráðherrar niður í kjölfarið og líta í eigin barm og segja af sér og afsala sér sérkjörum á eftirlaunum sem vafasamt er að þeir hafi unnið sér inn í ljósi verka sinna.


mbl.is Ummælin ekki pólitísk afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru sjúkrasamlög og efling sparisjóða lausnin

Gæti svar landsbyggðarinnar verið að stofna sjúkrasamlög og efla eigin sparisjóði og segja stjórnvöldum (lesist auðvisum og fjármálastofnunum) stríð á hendur....? Úr því að stjórnvöld geta fellt niður milljarðaskuldi auðvisanna hljóta hinar dreifðu byggðir aðgeta ákveðið að skattgreiðslur skuli nýtast í heimabyggð í staða þess að ganga inn í hítina við Faxaflóa..... eða er þetta ekki bara sanngirnismál og sjálfsvörn og sjálfsbjargarviðleitni.....?


mbl.is „Ruddaskapur“ fordæmdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband