Færsluflokkur: Bloggar

Ótrúlegt skeytingarleysi við hagsmuni þjóðarinnar

Það er alveg með eindæmum skeytingarleysi starfsmanna og ráðgjafa fjármálaráðherra og a.m.k. eins háskólaprófessors við hagsmuni íslenskrar þjóðar. Mennirnir virðast ekki vilja farsæla lausn Icesave-klúðurs fyrir þjóð sína. Hvaða hvatir kunna að liggja þar að baki er með öllu óskiljanlegt.

Eva Joly tekur prófessorinn á beinið í grein í Morgunblaðinu í dag. Vonandi kemur sú grein vitinu fyrir prófessorinn, eða fær hann alla vega til að halda sínum skoðunum innan veggja háskólans. Það er háalvarlegt mál þegar opinberir starfsmenn, sem þiggja laun sín af skattpeningum almennings, vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar. Það hljóta að vera til lög eða reglur sem geta stöðvað slíkt og refsað þeim sem slíkt stunda. Kannski er full þörf á því að Rannsóknarnefnd Alþingis starfi áfram næstu áratugina....?

Þökk sé Evu Joly fyrir að hjálpa íslenskri þjóð við að efla sjálfstraust sitt á ný!


Gott mál - en svolítið 2007

Það er gott mál að halda upp á bronsið með stæl, en hefði þessum peningum nú ekki verið betur varið til að styrkja HSÍ til frekari afreka í framtíðinni...?

Eitthvað hlýtur svona flug að koma og flestir landsliðsmennirnir eru jú búsettir erlendis. En það virðist ætla að vera erfitt að koma þjóðarsálinni upp úr 2007 þankaganginum.

Varla stendur Icelandair eða Iceland Express undir þessum kostnaði, því þau standa vart svo vel fjárhagslega að þau geti staðið í svona bruðli.....

ÁFRAM ÍSLAND!


mbl.is Flogið með landsliðið til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með besta liðið og bestu dómarana

Það er full ástæða til að óska Frökkum til hamingju með árangurinn á Evrópumeistaramótinu því þeir eru ekki bara með besta handboltaliðið heldur líka besta dómaraparið.

Það er kannski athyglisvert að íslenska liðinu gekk einimitt best þegar frönsku dómararnir dæmdu leikina okkar.....

Til hamingju Frakkar með titilinn og Ísland með bronsið og auðvitað líka Króatía með silfrið og Pólverar með fjórða sætið....


mbl.is Frökkum tókst ætlunarverkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsáhaldabyltingin og velferðarstjórn hinna ríku.....

Það var góð samantek í Silfri Egils áðan sem sýndi fram á að velferðarstjórnin sem komst til valda eftir búsáhaldabyltinguna er velferðarstjórn hinnar ríku.

Þetta hljóa að vera aðstandendum búsáhaldabyltingarinnar mikil vonbrigði og almenningur hlýtur að eiga rétt á því að þessi hópur berjist nú fyrir því að koma þessari óheilla ríkisstjórn frá völdum eins fljótt og kostur. Annað væri hrein hræsni af hálfu þeirra sem að byltingunni stóðu.


Ráku Arnór út af á fyrstu mínútum og gerðu út um leikinn!

Dönsku dómararnir gerðu út um leikinn á fyrstu mínútum leiksins og komu þannig í veg fyrir að við kæmumst  í 10 : 0 á fystu 8 mínútunum og gerðum út um leikinn..... Hver bjóst eiginlega við því að danskir dómarara gætu unað Íslendingum að leika til úrslita í keppninni....? Með þessum brottrekstri fór takturinn úr vörninni, þannig að dómararnir gátu það sem eftir var leiks virst dæma vel, enda búnir að brjóta mótstöðu liðsins niður í upphafi leiks..... Það þyrfit ekki að koma á óvart að dómararnir komi frá því liði sem Arnór saltaði í dönsku bikarkeppninni fyrir stuttu.....!!!

En við komum til baka í næsta leik og förum heim með bronsið, sem vitanlega er hálffúlt fyrir besta liðið í keppninni. Og Guðmundur setur Loga í skyttustöðuna hægra megin og kemur mótherjanum verulega á óvart með Arnór vinstra megin, Aron á miðjunni, og Loga vinstra megin...... og það verður skorað með langskoti í hverri sókn......

ÁFRAM ÍSLAND!!!


mbl.is Ásgeir Örn: Veit ekki hvað var í vatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heitara á bekknum....

Hélt nú að það væri heitara á bekknum í Monakó eða Barcelona en á Englandi..... Er ekki líklegra að menn komist í lið hjá West Ham.... eða vilja menn kannski frekar verma bekk en sparka bolta...?
mbl.is Tottenham virðist hafa unnið slaginn um Eið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glatað tækifæri í ferðaþjónustu á Norðurlandi....

Það er spurning hvort það þarf ekki að fara að byggja ísbjarnargryfju á Norðurlandi eða á Ströndum. Hugsanlega væri hægt að koma slíku fyrir í einhverri af gömlu síldarverksmiðjunum og gera þær bjarndýrsheldar. Það að hafa ísbjörn eða ísbirni til sýnis fyrir ferðamenn myndi örugglega draga að fleira fólk en ef sýna á björninn uppstoppaðan.....

Það er því spurning hvort ekki er verið að glata tækifærum í ferðaþjónustu með því að fella þessi dýr.

En þetta breytist væntanlega þegar við verðum komin í ESB því þar hlýtur að verða bannað að drepa bjarndýr úr því að hægt er að banna okkur að lýsa heimili okkar og vinnustaði með glóperum. Hver stjórnar því eiginlega hvað er étið upp eftir þessum ESB reglugerðum og hvað ekki. Hvílíkt rugl bandalag. Líklega var eftir allt skárra að búa við stjórnskipulag gamla Sovét og meðan Vinstri grænir eru enn við völd er kannski enn þá von......!


mbl.is Ísbjörninn stoppaður upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært - nú fáum við loksins kynningu á okkar málstað!

Þessi fundur gæti ekki hafa komið á betri tíma því við fáum enn betri kynningu sem nýkrýndir Evrópumeisarar í handbolta.....

Og kannski að forseti vor nái að kynna málstað okkar svo vel að ESB löndin skammist sín og taki þessa Icesave skuld sína yfir, því þessi skuldaklafi er á ábygrgð þeirra sem komu reguverkinu á og við erum bara tilraunadýr sem neitum að láta taka okkur af lífi þegar fyrstu tilrauninni, sem augljóslega mislukkaðist, er lokið.....

Og svo verðum við bara að vona að ríkisstjórnin standi með þjóðinni og leyfi ESB að taka skuldina yfir...

ÁFRAM ÍSLAND!


mbl.is Ólafi Ragnari boðið til Davos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði í sóknarleiknum....

Það voru veruleg vonbrigði í sóknarleik Íslenska liðsins því ég var búinn að spá 40 : 30 fyrir Ísland. En Rússarnir stóðu undir væntingum....

En það sem skipti kannski sköpum í þessum leik var kannski það að dómararnir voru frá Vestur-Evrópu, en við höfum unnið báða leikina þar sem við losnum undan þeirri ánauð að þurfa að spila leiki sem dæmdir eru af dómurum frá Austur-Evrópu. Það er sorglegt að þurfa að horfa upp á það síendurtekið að eiga litla möguleika á móti bestu Austur-Evrópuliðunum þegar þeir leikir eru dæmdir af dómarapari frá Austur-Evrópu, eins og sást glögglega í leiknum á móti Króötum. Það er auðvelt fyrir dómarana að ráða gangi leiksins með því að vísa varnartröllunum okkar útaf fyrir smávægilegar yfirsjónir..... Þessu þarf að breyta og við eigum að neita að spila við þegar slíkir dómarar eru skipaðir á okkar leiki á móti þessum þjóðum og bera við VANHÆFI.......!!!

ÁFRAM ÍSLAND!


mbl.is Átta marka sigur á Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð innkoma hjá Geir og vonandi fáum við nú íþróttahöll við HÍ

Þetta verður nú bara að teljast nokkuð góð innkoma hjá manni sem er pólitískt óskrifað blað. Borgarpólitíkin snýst nefnilega ekki um handbolta.

Geir hefði samt náð athygli minni betur hefði hann lofað íþróttahöll við Háskóla Íslands sem nýst gæti háskólanum og menntaskólanum í miðbænum og þannig eflt íþróttastarf í borginni. Það er nefnilega alveg ótrúlegt að það skuli ekkert vera gert til að efla íþróttir á því svæði þar sem mest er af ungu fólki sem líklegast er til að stunda íþróttir.

Að því að ég best veit þá hefur HÍ ekki lengur á að skipa frambærilegu keppnisliði í neinni hópíþrótt, frjálsum íþróttum, tennis, badminton eða skvassi..... Og ef keppt yrði í þessum greinum á háskólamóti á Norðurlöndum, sem vissulega ætti að vera árlegur viðburður, er nokkuð öruggt að HÍ myndi lenda í langneðsta sæti.

Það þarf því að byggja upp sundlaug og íþróttahöll í nágrenni við Háskólann og miðbæinn. Þetta myndi dreifa umferðarálagi kvölds og morgna, því ákveðinn hópur fólks myndi koma til vinnu fyrr á morgnana og fara síðar á daginn vegna íþróttaiðkunar. Þannig gæti þetta að vissu leyti hjálpað til við að leysa vanda vegna umferðarþunga á álagstímum. Og þetta myndi skapa nytsöm störf fyrir arkitekta, verkfræðinga og iðnaðarmenn fyrir innlent fé. Og svo myndi þetta bæta andlega og líkamlega heilsu stúdenta og annarra sem nýttu sér þessa aðstöðu.

Ég skora hér með á fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta að berjast fyrir þessu framfaramáli til hagsbóta fyrir íslensk ungmenni í Miðbæ og Vesturbæ og þá sem stunda nám í skólum á þessu svæði.

Og svo mættu borgarfulltrúar stuðla að auknu umferðaröryggi í Miðbæ og Vesturbæ með því að skipta út stórhættulegum umferðarmerkjum, svokölluðum akstursstefnumerkjum (blár hringur með ör) sem eru í mjög slæmri hæð við gangbrautir og þrengingar við Ægissíðu og víðar, m.a. á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Hvað myndi t.d. gerast ef hjólreiðamaður (eða kona eða krakki) kæmi hjólandi niður Bankastræti og lenti á skiltinu sem er á gatnamótunum þar eins og óvarið hnífsblað. Þeir borgarfulltrúar sem horfa upp á þetta og gera ekkert í því að tryggja öryggi vegfarenda hljóta að vera þjakaðir af athyglisbresti og aðgerðarleysi af hæstu gráðu og ættu að fara í greiningu og í framhaldinu á meðferð við þessum kvilla.......


mbl.is Geir ekki sáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 73992

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband