Færsluflokkur: Bloggar

Loksins Skandinavískir dómarar.....

Það var ekki að spyrja að því að þegar Skandinavískur dómari dæmir leikinn þá sýnir íslenska liðið sitt rétta andlit í sókn og vörn og vinnur vitanlega leikinn.....

En maður fera að spyrja sig hvort dómararnir séu í nógu góðri æfingu svona yfirleitt í þessu móti, því þeir detta alltaf í einhverja vitleysu síðustu 5 mínúturnar og fara að dæma svolítið undarlega, þó það kæmi ekki að sök að þessu sinni liði eins og dönum, sem líða vitanlega fyrir langvarandi bjórdrykkju og reykingar þjóðarinnar, en ná oft þrátt fyrir það ótrúlegum árangri í stemmingíþróttum þó þeir séu vitanlega vonlausir í  frjálsum. Eða hefur nokkur heyrt um Dana sem getur hlaupið eða stokkið, nema hann sé af Afrískum uppruna....? Reynar merkilegt hvað þeir eru góðir í handbolta því þeir geta lítið í kastíþróttum svona yfirleitt.

Nú svo kemur það okkur sér frekar vel fyrir okkur að spila við Dani því þeir eru jú frekar smágerðir líkt og okkar menn......!!!

Frábært hjá íslenska liðinu. Til hamingju og ÁFRAM ÍSLAND....!!!


mbl.is Dönum skellt í Linz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir ætli þeir séu sem eru að eignast bankana og orkufyrirtækin...?

Það væri fróðlegt að þjóðin fengi að vita hverjir það eru í reynd sem eru nú að sölsa undir sig bankana og orkufyrirtæki landsins með hjálp skilanefnda og ríkisstjórnarinnar.

Komi það í ljós að þeir sem settu þjóðfélagið á hausinn séu að koma sér fyrir aftur í bönkunum og að þeir séu með aðstoð erlendra leppa að eignast hltui í orkufyrirtækjunum, þá er algjörlega óásættanlegt og líklegt til að leiða til allsherjaruppreisnar í landinu ef slíkt kemur í ljós.

Þessu þurfa stjórnvöld að gera sér grein fyrir og grípa til nauðsynlegra ráðstafana, t.d. með því að flýta fyrir því að þeim sem komu þjóðinni í þá stöðu sem hún er í verði sem fyrst komið á bak við lás og slá. Og að þeir greiði til baka sem þeir höfðu af þjóðinni með óhóflegri sjálftöku úr fyrirtækjum sem þeir aldrei áttu.


mbl.is 200-300 á útifundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða flugfélaga hlýtur að vera betri en almenningur heldur

Flugmenn Icelandair slást þarna í hóp flugmanna og flugliða hjá British Airways og væntanlega fleirum sem boðað hafa eða íhuga verkföll.

Þeir hljóta að hafa upplýsingar um að flugfélögin standi betur en að hefur verið látið liggja og að vinnuveitendur þeirra hafi bolmagn til að greiða hærri laun. Varla færu þeir í svona aðgerðir nú á "krepputímum" til að knésetja þau fyrirtæki sem þeir vinna hjá....?


mbl.is Flugmenn samþykkja verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafyrring stjórnenda bankanna er rót vandans

Það þarf engum að koma á óvart að veruleikafyrring fyrrum eigenda og stjórnenda bankanna er rót þess vanda sem þjóðin er í núna.

Til hagsmuna íslenskrar þjóðar til lengri tíma litið þarf að koma í veg fyrir að menn svona þankagang komi nokkurn tíma aftur í nálægt fjármálastarfsemi.

Erlendis væru þessir menn allir sem einn komnir á bak við lás og slá og myndu sitja þar í nokkra áratugi...


mbl.is Sigurður gerir launakröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning hvort kvótakerfið er ekki grunnorsökin fyrir hruni fjármálakerfisins...

Það má nú víst alveg eins halda því fram að kvótakerfið sé grunnorsökin fyrir því að fjármálakerfi landsins hrundi. Með tilkomu kvótakerfisins varð nefnilega talsverður fjöldi fólks sterkefnaður af braski með kvótann og því miður hefur flest af þessu fólki ekki haft hundsvit á því hverni fara á með peninga eða rekstur fyrirtækja.Og því er nú ástandið í þjóðfélaginu eins og það er í dag.

Og það er eiginlega grátbroslegt að horfa upp á forsvarsmenn byggða sem kvótakerfið hefur nánast lagt í rúst mæla þessu kerfi bót og mega helst ekki heyra á það minnst að það sé reynt að gera á því einhverjar endurbætur.

Mikið er ógnarvald kvótakónga og ímyndaðra peninga.....! Ég hélt að þjóðin hefði vitkast við hrunið og hætt að bera virðingu fyrir efnahagslegu ofbeldi í anda þess sem þjóðin flýði á sínum tíma og settist að á þessu skeri norður við ysta haf.....


mbl.is Fjölmenni á fundi í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski ný Evróputilskipun sem misfórst í póstinum...?

Það er spurning hvort þetta er ný Evróputilskipun sem komst ekki til skila til landsliðsins.....? Spurning í hvaða ráðuneyti hún hefur strandað....?
mbl.is Beittu reglu sem er ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB setur dómurum nýjar reglur í dómgæslu í handbolta....

Afur eru það dómarar leiksins sem ráða úrslitum á lokamínútunum til að koma litla Íslandi út úr Evrópukeppninni. Þeir grípa til reglu sem lögð var niður fyrir 20 árum og stöðva klukkuna þegar andstæðingurinn hefur skorað.....

Og að dæma skref á einn besta handboltamann í heimi segir náttúrulega sína sögu....!

En Danir koma til með að bjarga íslensku þjóðarsálinni á laugardaginn með því að vinna okkur stórt svo við þurfum ekki að hanga yfir handboltanum nagandi neglurnar næstu vikuna..... og við getum í staðinn farið að snúa okkur að nytsamlegri hlutum eins og því að ræða Icesave og það hvað Bretar og Hollendingar eru vondir við okkur. Bara að þeir væru liðtækir í handbolta því þá gætum við e.t.v. gert upp meinta skuld með nokkrum handboltaleikjum.....


mbl.is Klúðruðu stigi í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sölubann á flugelda til almennings

Er nú ekki tími til kominn að fara að banna sölu flugelda til almennings? Hvernig geta yfirvöld horft upp á það ár eftir ár að það fjöldi fólks slasist án þess að nokkuð sé aðhafst?

Það mætti borga hjálpasveitunum fyrir að halda veglega flugeldasýningar á völdum stöðum við áramót og á þrettándanum og láta þar við sitja.

Líf þeirra sem halda hesta, hunda og önnur hús- eða heimilisdýr yrði með þessu gert mun auðveldara auk þess sem komið yrði í veg fyrir alvarleg slys á fólki.

Kannski ætti að kjósa um bann við flugeldasölu um leið og Icesavelögin verða felld 6. mars...?


mbl.is Alvarlegt rörasprengjuslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB dómgæsla í ESB móti....

Það kann ekki góðri lukku að stýra að láta þann sem augljóslega finnur sig í leiknum taka mikilvægasta skotið í leiknum....

Svo gengur ekki að menn gangi á móti hornamönnum inni í teig og standi fyrir innan og brjóti án þess að nokkuð sé dæmt.... Við þurfum greinilega að fara að ráða dómarana í vinnu hjá okkur líkt og hin liðin gera. Það veður fróðlegt að sjá hvað dómararnir fara með digra sjóði frá þessu móti.....!


mbl.is Jafntefli gegn Serbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deilan getur verið flókin en afleiðingin er einföld því við þurfum að borga....

Það er hortugur pólitíkus sem talar svona niður til þjóðarinnar sem hann tekur umboð sitt frá.

Málið er ekkert flóknara heldur en það að við, íslenska þjóðin, þurfum að borga klúður fyrrverandi og núverandi stjórnvalda. Þetta virðist þjóðin skilja en ríkisstjórnin ekki.

Kannski þarf þjóðin að kolfella lögin til þess að stjórnvöld átti sig á því hvað staðan er einföld í þessari flóknu deilu. Og tæpast er það vænlegt ef þeir sem fara fyrir okkur í þessu máli gera lítið annað en að væla yfir því hvað málið sé flókið. Viðsemjendurnir hljóta að brosa út í annað yfir stjórnmálamönnum sem ekki hafa meiri kjark en þetta......Og vilja ráðherra ríkisstórnarinnar ekki heyra það sem allir aðrir en þeir eru að segja út um allan heim um þetta mál. Kannski þarf að skrúfa upp í heyrnartækjunum...?


mbl.is Of flókið fyrir atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 73994

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband