Færsluflokkur: Bloggar

Er Eyjan hlutlaus sjálfstæð stofnun....

Er Eyjan nú allt í einu orðin hlutlaus og sjálfstæð stofnun sem getur séð um kosningar í einu mikilvægasta máli sem þjóðin hefur þurft að glíma við.....

Hvílíkt bull...!


mbl.is Boða rafræna þjóðarkosningu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin framleiðsla, meiri lýsing, lægra raforkuverð og lægra verð til neytenda.

Gott að sjá að garðyrkjubændur vilji raforkuverðið lækkað og losna undan niðurgreiðslum. Vonandi tekst þeim það sem skjótast með því að auka nú framleiðsluna og þar með neyslu á íslensku grænmeti og koma sér í þá aðstöðu að geta samið um lægra verð á raforkunni beint frá orkusala.

Annars búa margir grænmetisbændur svo vel að eiga jafnvel möguleika á að framleiða sitt rafmagns sjálfir, alla vega þeir sem eru á jarðhitasvæðum þar sem hiti er yfir 130°C. Það mætti huga að því virkja slík svæði til rafmagnsframleiðslu á staðnum og losna þannig við flutningskostnað raforkunnar. Svo gæti það komið garðyrkjubændum í betri samningsaðstöðu við aðra orkuframleiðendur.....


mbl.is Vonar að framleiðsla aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og eiga þeir ekki Hörpuna líka....?

Eiga bankarnir ekki Hörpuna líka og eru farnir að hugsa sér til hreyfings með að byggja verðlaunasundlaug við gömlu höfnina í miðborginni. Gestir Hörpu verða vitanlega að komast í bað fyrir og eftir tónleika.....!

Árið 2007 virðist ætla að líða sumum seint úr minni, enda öllum fyrir bestu að viðhalda bjarsýninni sem lengst.... og verðlauna þá ríkulega sem koma með "góðar tillögur" til að leysa þann vanda sem þjóðarbúið er í......

Og allt er best sem að utan kemur, því "enginn er spámaður í sínu föðurlandi", hvað þá sinni höfuðborg....!!!


mbl.is Hafa yfirtekið 575 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður stuðningur við næturlífið í miðborginni....

Þetta yrði nú heldur betur lyftistöng fyrir næturlífið í miðborg Reykjavíkur og bætir fyllilega upp þann skaða sem olli skemmtanaglöðum þegar lækurinn hætti að renna frá heitavatnsgeymunum í Öskjuhlíðinni.

Svo er svo skjólgott þarna í norðanáttinni, en það kunna skotarnir væntanlega betur að meta en mörlandinn.....!


mbl.is Vilja sundlaug í gömlu höfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins dauði er annars brauð.....

Enn eina ferðina fæst staðfesting á þessum ágæta málshætti.... "eins dauði er annars brauð".... Og þetta er náttúrulega mjög jákvætt fyrir prófessorinn, þó líklega muni söluhagnaður af bókinni ekki ganga langt upp í þær tölur sem golfarinn þarf að punga út fyrir það eitt að hafa farið offari í íþróttinni.... það getur nefnilega reynst býsna erfitt að slá meira en eina holu í höggi, skilst mér..... og spurning hvort nokkrum hafi tekist það enn, en ég þekki lítið til "golfíþróttarinnar" enn sem komið er a.m.k.
mbl.is Prófessor græðir á óförum Tigers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtrygging er meira fyrir suma en aðra.....

Gott að geta ávaxtað sitt pund svona vel, þó í íslenskum krónum sé...!

Þetta er svona svipað og kartöflubóndi í Þykkvabæ fengi lánað útsæði hjá nágranna sínum að voru, setti það niður og greiddi síðan með útsæðinu til baka að hausti.....

Mikið væri nú lífvænlegra í þessu landi ef allir fengju svona fyrirgreiðslu, án verðtryggingar. En hún er greinilega meira fyrir suma en aðra....

En auðvita er Bjarni bara að borga þetta til baka af góðmennsku og engu öðru..... Þetta er skiptimynt fyrir blessaðan manninn.....


mbl.is Bjarni endurgreiðir Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pressuliðið inná í síðari hálfleik.....

Það fer að verða spurning hvort Vg er stjórnmálaflokkur eða knattleikslið. Þar er þingmönnum skipt út og inn eftir því hvaða stöðu þeir eru taldir spila best....

Helsti munurinn á Vg og knattleiksmönnum (og konum) er kannski sá að þeir síðarnefndu hafa metnað til að gera sitt besta og fylgja sannfæringu sinni til að ná árangri.....


mbl.is Meirihluti samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkafyrirtækið Ísland....

Kannski hefur þetta alltaf verið svona, að ráðuneytisstjórar í fjármálaráðuneytinu hafi litið á og rekið Ísland sem sitt einkafyrirtæki?

Þetta útskýrir kannski að "einkafyrirtækið Fjármálaráðuneyti Ehf" telur sér skilt að greiða úr vandræðum Landsbankans hf...? Kannski eru tengslin á milli þessara "fyrirtækja" meiri en við almenningur þessa lands gerum okkur grein fyrir, kannski vegna þess að bankinn var í raun aldrei einkavæddur, því þeir sem keyptu greiddu aldrei fyrir hann.....!!!


mbl.is Ekki æskilegt að nota persónuleg netföng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin er rúin trausti og trúverðugleika og hlýtur að vera fallin - kannski ekki beint jólagjöfin sem við vonuðumst eftir

Maður hafði verið að vona að það væri eitthvað marka þau heilindi og heiðarleika sem þau sem mynduðu núverandi ríkisstjórn státuðu sig svo mjög af í samanburði við fyrirrennara sína.

Nú er hins vegar allt önnur mynd að koma í dagsljósið og ríkisstjórnin sjálf búin að króa sig af í vafasömum heilindum og aðgerðarleysi gagnvart arðræningjum sem hafa starfað óáreittir í skjóli aðgerðarleysisins. Þjóðin á það ekki skilið að þessi stjórn sitji út næstu viku. Það væri kannski heiðarlegast að vantrauststillaga kæmi af stjórnarheimilnu sjálfu og að aðstandendur stjórnarinnar fari að koma auga á bjálkana í eigin auga..... því fyrr sem það gerist því betra....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband