Færsluflokkur: Bloggar

Færra fólk étur og drekkur væntanlega minna....!

Svona tölur segja nú ekki allt. Það þarf nefnilega að taka með í reikinginn að hér var hópur af fólki við vinnu við Kárahnjúka, Fjarðaál og við alls konar byggingarframkvæmdir. Þetta voru allt fullorðnir menn sem bæði þurfa að borða og drekka meira en meðal Jóninn.

Það má sem sagt búast við að neysla á almennum neysluvörum, kjöti, fiski, grænmeti, gosi, bjór, víni og öðrum áfengum drykkjum dragist saman þegar það fólk sem verið hefur hér við vinnu flytur af landinu. Annað væri tæpast eðlilegt.

Og auðvitað þarf að taka tillit til þessa við svona úttektir.


mbl.is Sala á áfengi minnkar um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sama hvernig spurt er!

Þetta tölvubréf Jóhönnu ber nú nokkurn keim af því að þarna sé spurningin borin fram á þann hátt að það er auðveldara að segja nei, en já. Þetta er svona eins og leiðandi spurning í skoðanakönnun. Eða það finnst mér alla vega. Og svo er fyrsta setningin og bréfið hálfgert klúður. Það þarf greinilega að ráða nýja bréfritara í forsætisráðuneytið. Alla vega yrði ekki gefin há einkunn fyrir þennan stíl í MR..... enda líklega ekki kennd þar norska....
mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slær út ástina....

Þetta slær nú jafnvel út ástina í stjórnarsamstarfi Vg og Samfylkingar.....!

En kannski er AGS hvolpur Samfylkingarinnar....og spurning hvort móðirin hét ESB....?


mbl.is Læða gengur hvolpi í móðurstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matseðill heillagrar Jóhönnu og Co.

Nú er að koma í ljós betur og betur hvernig matseðill heilagrar Jóhönnu lítur út:

Forréttur: ICESAVE á grænu salatblaði og bragðbættur með Curacao líkjör (kr 700.000.000.000)

Aðalréttur:  AGS vindaloo með hrísgrjónum og kokteilsósu borinn fram í "The Guardian" (kr.5.000.000.000.000)

Eftirréttur: ESB fyllt með camembert og brie,  djúpsteikt í virgin olive oil (kr. 3.000.000.000)

Verð pr. mann miðað við 300.000 manna kvöldverð er 16,7 milljónir!

 Ég segi bara verði þeim að góðu sem vilja láta þetta ofan í sig.....!


KPMG, PriceWaterHouseCoopers, Deloitte og fleiri.....

KPMG, PriceWaterHouseCoopers, Deloitte og fleiri..... hljóta að hafa fengið Ig Nóbel líka fyrir afburða endurskoðun....?

Annað væri nú bara einfaldlega ósanngjarnt.....


mbl.is Stjórnendur íslensku bankanna fá Ig Nóbelinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski eiga þeir að borga Icesave en ekki íslenska þjóðin....?

Það skyldi þó ekki vera að það væru í raun stróru endurskoðendaskrifstofurnar með fínu erlendu nöfnin sem ættu í raun að borga Icesave skuldirnar. Hefðu þeir fært bókhaldið rétt hefðu bankarnir og auðvisarnir ekki komist upp með að arðræna þjóðina.....

Einhver hlýtur ábyrgð þeirra að vera, eða hvað....?


mbl.is Telegraph fjallar um húsleitir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurskurður - uppsagnir eða hlutastörf....?

Nú er talað um mikinn niðurskurð á ýmsum sviðum með tilheyrandi uppsögnum og atvinnuleysi.

 Væri nú ekki nær að reyna að skoða hvort fólk vilji ekki tímabundið frekar taka á sig skert starfshlutfall fremur en að segja þurfi fólki upp. Með því móti héldi fólk áfram að vinna og héldi þar með virðingu sinni og héldi sér í þjálfun, fremur en að segja því upp núna og ætla svo kannski að ráða það aftur eftir 2 ár eða svo ef ástandið batnar, sem við vissulega hljótum að vona.

Það hlýtur að vera betra að hafa fólk vinnandi en á atvinnuleysisbótum með öllum þeim vandamálum sem slíku fylgja. Varla er það vísvitandi stefna stjórnvalda að vilja fækka þjóðinni og senda sem flesta úr landi, eða hvað....?

Svo er kannski spurning um hvort fækkun í heilbrigðisþjónustunni gæti ekki bitnað á öryggi landsmann ef hópslys eða náttúruhamfarir dynja á þjóðinni. Með því að hafa vinnandi fólk á lægra starfshlutfalli í einhvern tíma er hægara um vik að kalla fólk til fremur en ef það er flutt til starfa í öðrum löndum eða situr heima á atvinnuleysisbótum.


Verkefni fyrir slátrarann, bakarann og skósmiðinn....?

Þetta er svolítið skondin frétt eins og ummæli prinsa stundum eru. En varla er maðurinn að benda á leiðir til fækkunar fólks í Bretlandi úr 60 milljónum í 3 milljónir.....?

Annars er það rétt hjá Filippusi að það er búið að eyðileggja skemmtilegustu verslanir víða með frekju og yfirgangi stórmarkaða. Smáverslanirnar hefðu þurft að stofna samtök um innkaup þannig að þau gætu gert hagkvæmari innkaup. Og auðvitað hafa það verið mistök hjá heildsölum að okra á lítlum verslunum í stað þess að styðja þær með því að gefa þeim svipaða afslætti og stórmarkaðir fá. Og svo hafa íbúarnir farið heldur illa að ráði sínu í því að sniðganga kaupmanninn á horninu, en sem betur fer lifa þeir nú nokkrir og er Melabúðin gott dæmi um það. Enda á hún dyggan hóp viðskiptavina....


mbl.is Finnst allt of margt fólk í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánara samstarf við Norðmenn

Kannski að við ættum að huga að nánara samstarfi við Norðmenn. Þar eru möguleikar á ýmsum sviðum auk þess sem við getum vafalaust fengið þá til að borða með okkur eitthvað af okkar gómsæta grænmeti og lambakjöti.....

Norðmenn líta á okkur sem jafningja, öfugt við flesta aðra þjóðir Evrópu, að Færeyingum, Pólverjum og Eystrasaltslöndunum undanskildum.

Göngum til samstarfs við Norðmenn og höldum okkur meðal vina..... með því getum við hugsanlega einnig hætt að hugsa um eitthvað annað en eintóman niðurskurð og væl stjórnmálamanna gæti gæti afmyndast í veikt bros..... Jóhanna hafði reyndar uppi tilburði til að brosa í sjónvarpsviðtalinu í kvöld. Kannski var hún að brosa yfir því að vera kannski að losna úr ríkisstjórninni......?


mbl.is Niðurskurður er óhjákvæmilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Norðmönnum að opna fyrir lán til okkar....

Þetta er frábært útspil hjá Norðmönnum að gefa í skyn að þeir séu tilbúnir að lána okkur allt að 2000 millarða ef við þurfum á því að halda. Og auðvitað sjá okkar norsku frændur og eina af okkar fáu raunverulegu vinaþjóðum ásamt Færeyingum og Pólverjum, sem líta til okkar á jafnréttisgrundvelli ofugt við hrokafulla dani of svía, að okkur er still upp við vegg af umheiminum og þá sér í lagi Bretum, Hollendingum og vinaþjóðum þeirra og bandamönnum í ESB.

Norðmenn vilja væntanlega með þessu hjálpa okkur til að losna undan oki Samfylkingarinnar og ESB og styrkja þannig samband þjóðanna og samstöðu til framtíðar..... Og vonandi verða það ekki bara við Ögmundur sem fögnum því......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 74168

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband