Er hætt að blessa forsetann og ríkisstjórnina í kirkjum landsins....?

Það er mjög athyglisvert að lesa þessa predikun Þóurnnar Tómasdóttur og að sjá að raunveruleikinn sem sumir prestar landsins lifa í sé heimur Georgs Bjarnfreðarsonar og áramótaskaup sjónvarpsins. Verulega áhugavert sjónarhorn á tilveruna.

Presturinn virðist ekki hafa fyrir því í lok predikunar að biðja Guð að blessa forseta vorn og ríkisstjórn, væntanlega vegna þess að hún telur það vita vonlaust verk. Eða er það kannski gert á öðrum stað í messunni. Sé svo þá biðst ég afsökunar á að hafa orðið á í þeirri messu.

Eitt atriðið fannst mér áhugaverðara en annað í þessari predikun, en það er að það skuli hafa verið gefin út frímerki vegna söfnunar fyrir Hollendinga árið 1952. Kannski það sé vert að kanna hvort grundvöllur er fyrir slíku varðandi Icesave.

Þarna gæti verið komið verkefni fyrir einn af auðvisunum að greiða nú skuld okkar til baka með því að gefa út 10 pensa frímerki í Bretlandi. Icesave skuldin þar er að því að mér hefur sýnst 3,6 milljarðar punda, þannig að það þyrti að ef eitt frímerki færi á hverja sendingu, þá tæki það 36 milljarða sendinga að borga Icesave. Og þar sem Bretar eru um 60 milljónir þá tæki það 600 póstsendingar á mann að borga skuldina, eða eina sendingu á dag næstu tvö árin, miðað við að 25 virka daga í mánuði þar sem pósthús í Bretlandi hafa einnig oðið á laugardögm. Og fyfir hvern Breta er þetta ekki nema 6.150 krónur á ári í tvö ár. Reyndar er hér reiknað með að Bresk börn taki þátt í þessu átaki líka, en það mætti kannski lengja tímann í þrjú ár til að komast fram hjá því. Ekki viljum vera þekktir fyrir barnaníðslu, Íslendingar!

Væntanlega mætti leysa málið gagnvart Hollendingum með svipuðu greiðslulíkani......

Og ég er tilbúinn að afhenda ríksistjórninni þessa tillögu gratís, gegn hæfilegri skattaívilun.....!


mbl.is „Við erum líka týnd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Bænin fyrir "forseta vorum og ríkisstjórn" er á öðrum stað í messuhandbókinni. ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.1.2010 kl. 07:43

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þokkalega góð hugmynd, þetta með frímerkin.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.1.2010 kl. 01:11

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þakka þér fyrir, Hildur Hegla! Bara spurning hvort við getum fengið Breta til að borga 10p aukalega fyrir hverja sendingu....!

Ómar Bjarki Smárason, 13.1.2010 kl. 18:10

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er sammála þér, og til hamingju með þessa góðu og gildu hugmynd sem er verðug til kynningar hjá þér. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.1.2010 kl. 03:14

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Síðast þegar ég fór í messu var beðið fyrir þessu liði öllu saman en ekki í predikuninna. Sammála þessu með frímerkið alveg snilldarhugmynd kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2010 kl. 14:06

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

...enda veitir nú ekki af því að biðja fyrir þeim, en bara spurning um hversu vel það dugir.... nægir nokkuð örugglega ekki eitt og sér....

Ómar Bjarki Smárason, 14.1.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 73478

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband