Auðvitað dæma dómarar mál eins og þau eru lögð fyrir, sótt og varin

Ef mál eru ekki einhverra hluta vegna sótt af nægri þekkingu og harðfylgi, þá er ekki nokkur von til þess að þau vinnist. Því verður að gera ráð fyrir að sóknin hafi einfaldlega verið sprækari í síðara málinu en því fyrra, alla vega í hlutfalli við getu varnaraðila.

Það hlýtur að vera mjög mikilvægt fyrir hagsmuni almennings þessa lands að það veljist aðeins hæfustu lögfræðingar til að sækja þessi mál, því munur á fjárhagslegum styrk sóknaraðila sem er að berjast við stóra fjármálastofnun, hlýtur augljóslega að vera gríðarlegur. Það er því ekki líðandi og lítið réttlæti ef fjármálafyrirtækin geta valtað yfir almenning í skjóli fjárhagslegs aflsmunar.

Því ber að fagna þessum síðari dómi með stórveilsu á bolludag, sprengidag og öskudag og kannski bara alla næstu viku. Og kannski er rétt að fagna því alveg sérstaklega hvað lögmaður Lýsingar sem vann fyrra málið er tapsár fyrir hönd þeirra sem vörðu síðara málið. Og vonandi verður hann enn sárari þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir í þessum málum báðum......

Það getur orðið svolítið flókið þegar Lýsing og aðrar fjármögnunarstofnanir fara að afenda réttmætum eigendum eingirnar sínar aftur. Ætli allur vörubíla- og tækjaflotinn sem fluttir hafa verið úr landi verði fluttir inn aftur, eða fá menn bara ný tæki og bíla í staðinn fyrir þau sem tekin voru af þeim, hugsanlega á óréttmætan hátt....?


mbl.is Hæstaréttar að breyta dómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Dómarinn í fyrra málinu hefur orðið sér til skammar.

Axel Pétur Axelsson, 13.2.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: hs

Það skapar óvissu um hvaða lög gilda í landinu ef dómar eru misvísandi, við því er ekki unandi í svo mikilvægu máli. En að lokum þá dæmir Hæstiréttur um þetta, einn héraðsdómari eins og var í þessu máli hefur mjög lítið gildi. Ég held samt að fólk verði að gera sér grein fyrir þeim hörmulegum afleiðingum fyrir bankanna og þar með þjóðfélagið í heild ef þessi lán verða dæmd ólögmæt. Annað hrun.

hs, 13.2.2010 kl. 17:22

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það, að það skuli vera háalvarlegt mál ef Hæstiréttur dæmir almenningi í hag, er náttúrulega alvega óásættanlega háalvarlegt. Og það er enn þá alvarlega ef hægt er að brjóta þannig á heilli þjóð, eða alla vega stórum hluta hennar, að þjóðin megi ekki njóta réttlætis.

Hvað segir þetta þá sem glæpina fremja annað en það að "GLÆPIR BORGA SIG".

Niðurstaðan úr þessu öllu saman verður þá væntanlega sú, að saklaust fólk fyllir fangelsin og glæpamennirnir ganga lausir.

Þessa er reyndar farið að sjá merki varðandi það hverjum bankarnir kjósa að afhenda mjólkurkýrnar......!!!

Ómar Bjarki Smárason, 13.2.2010 kl. 17:48

4 Smámynd: hs

Hvernig er það almenningi í hag að fá á sig annað bankahrun? Það kann að vera að þessi lán verði dæmd ólögmæt og þar með sleppa tugþúsundir við að taka á sig ábyrgð vegna lántöku sem þau máttu vita að væru hættusöm. Ég sé ekki réttlætið í því heldur.

hs, 13.2.2010 kl. 17:54

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

hs: Það er vitanlega ekki almenningi í hag að fá á sig annað bankahrun, en það er fáránlegt ef fjármögnunarfyrirtæki og bankar sem brutu af sér eru látnir sleppa meðan saklausu fólki blæðir fyrir það að það voru brotin á þeim lög.

Ómar Bjarki Smárason, 13.2.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 73485

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband