Rassskelling fyrir stjórnarflokkana og formann Sjálfstæðisflokksins?

Það er spurning hvort það má ekki skoðast sem rassskelling fyrir stjórnarflokkana, formann og stóran hluta Sjálfstæðisflokksins þegar þjóðin hafnar IceSlave öðru sinni í atkvæðagreiðslu...?

Fjöldi undirskrifta væri vafalaust talsvert fleiri ef tekið væri mið af öllum þeim eldri borgurum sem ekki hafa aðgang að tölvum og höfðu því ekki tækifæri til að láta skoðun sína í ljós með undirskrif á áskorun til forsetans. 

Ríkisstjórnin og alþingismenn verða að fara að skilja það að þjóðinni finnst hún ekki bera ábyrgð á aðgerðum Landsbankamanna og aðgerðaleysi stjórnmálamanna til að koma í veg fyrir að "auðvisarnir" rændu bankana innan frá og tókst auk þess að ná til gráðugra sparifjáreigenda á Bretlandi og í Hollandi með gylliboðum um góða vexti af innlánum. Um þetta snýst málið og annað ekki.

Þegar við fáum hér ríkisstjórn sem fer að sýna lit í því að koma höndum yfir "eigur" þeirra sem fóru hér um rænandi öll bitastæðustu fyrirtæki landsins er kannski von til þess að almenningur þessa lands fái trú á stjórnmálaflokkum aftur, en það verður tæplega fyrr.

Látum Landsbankamenn borga það sem þeir þeim ber og svo skulum við sjá hvort þjóðin vill hugsanlega borga það sem út af stendur.......


mbl.is Undrast mjög ákvörðun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er tímabært að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram? Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður kveður samþykkt samnings þessa vandræðamáls vera hagkvæmari og betri lausn en hina leiðina. Við megum ekki hleypa þessu máli í eitthvert kæruleysi sem endar kannski með skelfingu. Verðum við ekki að koma atvinnulífinu aftur í gang og slá á atvinnuleysið? Sjálfur hefi eg ekkert haft að gera tæpa 3 vetur og mér finnst fyrir löngu kominn tími að leysa þetta mál.

Ef Icesave skuldin er 100 milljarðar þá eru það um 33.000 á hvert nef. Ef 500 milljarðar þá 165.000 eða hub 1 mánaðarlaun. Hvort er ódýrara að borga ein mánaðarlaun og fá betri von um atvinnu eða ekkert?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.2.2011 kl. 21:52

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er reyndar ýmislegt sem bendir nú til þess að þjóðin sé orðin leið á þessu máli þar sem skoðanakannanir virðast gefa til kynna að hlutföllin með og móti gætu verið nærri 60:40. Það verður kanski helst spurning um hvort þeir sem vijla segja já mæti eins vel á kjörstað og þeir sem ætla að segja nei?

Og þó mér finnist ekki að þjóðinni beri að borga þetta þá gæti vel verið að Ragnar Hall hafi eitthvað til síns máls. En hvort samþykkt laganna á eftir að flýta fyrir því að koma atvinnulífi í landinu á réttan kjöl á alveg eftir að koma í ljós. Líklega er búið að sneiða þjóðfélagið svo að fækkun íbúa í landinu með skertri þjónustu á flestum sviðum að hér verða ekki til störf nema tll að viðhalda um 250 þúsund manna samfélagi. Fjöldinn umfram það verður því líklega að koma sér af landi brott og á hugsanlega ekki afturkvæmt fyrr en eftir 10-20 ár.....

Ómar Bjarki Smárason, 23.2.2011 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband