Bresk stjórnvöld halda verndarhendi yfir fjárglæframönnum

Það eru hæg heimatökin fyrir bresk stjórnvöld að leysa Icesave deiluna. Þeir þurfa einfaldlega að handtaka og dæma þá sem rændu Landsbankann innanfrá og þá sem ginntu gráðuga Breska sparifjáreigendur til þess að leggja fé sitt inn á Icesave reikninga Landsbankans.... Hjá þessum mönnum liggur sökin en ekki hjá íslensku þjóðinni. Þetta þurfa breskir og íslenskir stjórnmálamenn að fara að skilja og það hlýtur að koma að því, þó það gæti e.t.v. tekið þá 5-10 ár í viðbót. Íslenska þjóðin og forsetinn hafa biðlund og seiglu til að kjósa um þetta mál aftur og aftur ef þurfa þykir.....
mbl.is Bresk stjórnvöld bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Enginn venjulegur maður með eðlilega réttlætiskennd skilur hvorki upp né miður. Vont er ranglætið en kannski réttlætið sé jafnvel verra. Af hverju ganga lausir og frjálsir ferða sinna þessir menn sem rændu þjóðinni bankana að innan með svo afdrifaríkum hætti?

Ef allt það fé sem farið hefur í þessa Icesave vitleysu væri varið í skógrækt, þá ættum við nýja auðlind eftir nokkra áratugi. Peningarnir og þar með auðurinn getur vaxið með trjánum!

Með góðum rökum er hægt að fullyrða að Ólafur Ragnar fór fram úr sér að þessu sinni. Tók hann fram fyrir þingræðið? Þingræðisreglan hefur verið virt frá 1904!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.2.2011 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 73512

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband