Upplýsingablaðið - nýtt óháð dagblað fyrir þjóðina

Í ljósi þess hvernig hagsmunir eigenda dagblaðanna ráða efnistökum blaða hér á landi, er þá ekki kominn tími til að fólkið í þessu landi stofni sitt eigið dagblað sem við gætum kallað "Upplýsingablaðið"....?

Þetta þyrfti ekkert að vera svo voðalega stórt blað, sem myndi væntanlega sníða sér stakk eftir vexti, og eignarhald hvers og eins yrði miðað við lága prósentu og uppkaup á hlut annarra og yfirtaka yrðu óheimil. Það hlýtur að vera hægt að finna fjárhagslegan grundvöll fyrir svona útgáfu með sterkum tengslum við Bloggheima.

Blaðið þyrfti vissulega að vera "fjölpólitískt" og höfða til sem flestra. Þetta gæti orðið svona einskonar svar þjóðarinnar við því að hér skuli flokkspólitík sett ofar þjóðinni og yfir blaðinu yrði "þjóðstjórn"....

Í blaðinu, eða á vefsíðu tengdu því, yrði umfjöllun um íslensk málefni á nokkrum erlendum tungumálum, þannig að hægt yrði að koma sjónarmiðum þjóðarinnar á framfæri við erlenda aðila í óstyttum útgáfum, þannig að aðsendar greinar yrðu ekki styttar eftir duttlunugum ritstjóra líkt og virðist hafa verið gert með grein Evu Joly sem birtist í Daily Telegraph.

Ég legg til að einn af ritstjórum blaðsins verð Halldór Jónsson, verkfræðingur! Það er í honum svolítill blaðamaður.... auk þess að vera ágætlega ritfær á nokkrum tungumálum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Góð hugmynd Ómar Bjarki. þjóðstjórn yfir fréttamiðli er eitthvað sem skilar góðu til allra landsmanna. Halldór vill líka vera gagnrýninn á manneskjulegann og sanngjarnan hátt, (rýnir til gagns). Vel hæfur í þetta að mínu mati.

þyrftum líka að stofna okkar einkabanka (hvað ætti að banna það?). þá erum við komin með töglin og hagldirnar í okkar landi. þegar valdaklíkan svíkur verðum við að taka völdin í okkar hendur eins og lög gera ráð fyrir. Lögin eru líka fyrir okkur hin sem ekki höfum stundað óheiðarlega viðskiptahætti, eða eiga að vera það.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.8.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 73526

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband