Af hverju sækja bretar og hollendingar ekki þá til saka sem brutu á ICESAVE innistæðueigendum...?

Fóru stjórnendur Landsbankans ekki til Bretlands og Hollands beinlínis í þeim tilgangi að ná sér í fé bankanum til handa til þess að reyna að lengja í hengingarólinni. Þeir gerðu þetta þegar þeir gátu ekki lengur náð í peninga annars staðar og stærðu sig af því hversu snjöll þessi hugmynd var, eða var ekki svo?

Það ætti því að vera nokkuð augljóst, sé þessi skilningur stöðunni réttur, hverjir það voru sem brutu á breskum og hollenskum fyrirtækjum, félögum og almenningi.

Er þá ekki eðlilegt að bresk og hollensk stjórnvöld sæki þessa brotamenn til saka, annað hvort hér á landi eða óski framsals þeirra til Bretlands og Hollands og rétti yfir þeim þar? Það er spurning hvað þetta yrði stór hópur sem þetta næði til, hugsanlega bankastjórarnir og e.t.v. stjórnarmenn bankans líka.

Það er nokkuð öruggt að hefðu einhverjir unglingar stolið úr verslun í Bretlandi hefði verið krafist framsals og því ætti ekki síður að vera hægt að fara fram á þetta varðandi ICESAVE. Alla vega var réttað yfir Hannesi Hólmsteini í Bretlandi út af einhverju sem hann skrifaði um Jón Ólafsson á tölvu hér uppi á Íslandi.

Kannski var það lán Landsbankamanna að Jón Ólafsson, en jafnframt ólán islensku þjóðarinnar, að Jón Ólafsson átti ekki digra sjóði inn á ICESAVE reikningum. Hann hefði væntanlega verið samkvæmur sjálfum sér og sótt bankann til saka, eða er það ekki líklegt...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar Bjarki. Gott dæmi hjá þér. Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér líka. Hvers vegna fá icesave-svindlarar að ganga um við bæjardyrnar hjá þeim óáreittir?

Hvað er það sem hindrar þá í að taka þá fasta? Taka þá með allt sitt svindl og þýfi upp í skuldir?

þetta hreinlega samræmist ekki minni réttlætiskennd, og tala ég örugglega fyrir hönd flestra landsmanna

Sigurjón bankastjóri var með 2 lífverði rétt eftir bankahrunið. Hver borgaði þessum lífvörðum og hvers vegna? Bresk og Hollensk stjórnvöld eru tæplega með hreint mjöl í pokahorninu! 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.8.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 73504

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband