Er sala HS-Orku til Magma Energy Sweden lögbrot eða sjónarspil....?

Efir að hafa hlustað á pistil Sigrúnar Davíðsdóttur á RÚV á milli útvarpsfrétta og sjónvarpsfrétta s.l. miðvikudagskvöld verður sú spurning áleit hvort salan á HS-Orku til Magma Energy Sweden sé lögbrot eða sjónarspil.

Ég er ekki lögfróður, en velti því fyrir mér hver ábyrgð stjórnarmanna í Orkuveitu Reykjavíkur og í borgarstjórn og borgarráði kunni að vera, ef salan er samþykkt þegar vafi leikur á því hvort kaupandinn geti talist lögmætur eigandi í ljósi þess að salan er til skúffufyrirtækis í Svíþjóð sem er í eigu Kanadíkra aðila.

Í pistli Sigrúnar Davíðsdóttur kom fram ýmislegt sem bendir nú til að eignarhaldið í Magma Energy sé í meira lagi undarlegt og það sé í eigu einhverra sjóða. Það væri fróðlegt að sjá ítarlega úttekt á þessu máli öllu saman áður en HS-Orku er fórnað á stalli ævintýramennsku í stíl föllnu íslensku auðvisanna. Ef þetta er ekki gert þá gætu þeir sem selja kallað yfir þjóðina skaðabótaskyldu sem ekki sér fyrir endann á.

Vonandi gera borgarfulltrúar Reykjavíkur sér fulla grein fyrir því hvað í sölugjörningnum felst og þeim afleiðingum sem það kann að hafa sé kaupandinn ekki löglegur kaupandi samkvæmt því að orkufyrirtæki mega ekki vera í eigu aðila utan EES. Einhver ástæða hlýtur að liggja fyrir því að það er stofnað skúffufyritæki í Svíþjóð, en ekki hér á landi eða í EFTA landi um þennan gjörning.

Best væri ef það kæmi upp á yfirborðið strax hverjir það eru sem standa á bak við þennan eignatilflutning og hvort verið er að skera einhverja gæðinga úr einhverri fjárhagslegri snöru. Slíkt kemst upp fyrr en síðar og við þurfum ekki á fleiri skandölum að halda að sinni. Það er komið nóg af slíku í bili a.m.k.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 73564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband