Er ríkisstjórnin starfhæf eftir nýjustu uppákomu í Icesave?

Það hlýtur að mega spyrja í þeirri stöðu sem upp er komin í Icesave málinu hvort ríkisstjórn, sem heldur gögnum frá þinginu í jafnstóru máli og hér um ræðir, sé í raun starfhæf lengur.

Ráðherra fjármála, sem bar ábyrgð á störfum formanns samninganefndarinnar eins og hann hefur sjálfur sagt, hlýtur að ígrunda pólitíska stöðu sína og axla þá ábyrgð sem honum ber.

Ríkisstjórn sem gerir seka um jafnalvarleg mistök og núverandi ríksstjórn gerir, hlýtur að þurfa að fara frá.

Að bjóða Alþingi upp á að hafa ætlað að keyra þetta mál í gegn með þeim hætti sem gert var, hlýtur að þurfa að fara frá. Það getur ekki verið spurning um hvort heldur hvenær.

Þjóðin hlýtur að eiga kröfu á því, eftir það sem á undan er gengið, að hafa hér við stjórn sem gerir a.m.k. tilraun til að virðast heiðarleg.


mbl.is Uppnám á þingi vegna skjala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Hvaða staða er kominn upp ???????

Sem jarðfræðingur getur þú fullyrt að skjálftinn verði upp á 6 á ritker sem kemur í morgun bara að því að það stóð í mogganum

Sigurður Helgason, 29.12.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er nú bara umræðan á Alþingi... ótrúlegur málatilbúnaður tilvonandi f.v. fjármálaráðherra....

Ómar Bjarki Smárason, 29.12.2009 kl. 23:25

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Mér finnst þetta allt ótrúlegur málatilbúningur,

hvar í flokki sem menn standa, það ætti að setja þá alla bak við lás og slá með útrásaglæpalýðnum, þinghúsið væri gott fangelsi fyrir þessa menn alla,þar sem skortur er á plássi,

Auðvelt að sína ferðamönnum þetta trúða lið, þegar þeir koma til landsins, göngufæri frá skemmtiferðaskipunum.

Sigurður Helgason, 29.12.2009 kl. 23:41

4 identicon

Maður á bara ekki orð yfir framkomu ríkis"stjórnarinnar" og hennar undirsáta (lesist Svavar Gests í þessu tilviki).

Hvað er eiginlega í gangi? Ég held ég hafi sjaldan séð meira krassandi efni en beina útsendingu af vef Alþingis í kvöld.

Ég á bara ekki aukatekið orð..........

BURTU MEÐ ÞESSA "STJÓRN" OG ÞAÐ Í EINUM GRÆNUM!

OG EF SATT REYNIST (MEÐ UNDANSKOT SVAVARS Á GÖGNUM) Á HANN HVERGI ANNARSSTAÐAR HEIMA EN Í STEININUM FYRIR LANDRÁÐ.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:18

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er með þvílíkum ólíkindum að upplifa þetta af hendi þeirra sem ætluðu sko heldur betur að stjórna í nafni heiðarleikans og opinnar stjórnsýslu.

Og ég tek undir hvert orð sem fram kemur hjá þér hér að ofan, Páll Rúnar, og kannski rúmlega það....

Ómar Bjarki Smárason, 30.12.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 73474

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband