Þurfum að læra að sigra í glímu við aðrar þjóðir

Það er varla nema von að fólk renni af hólmi við allan þann ótta- og svarsýnisáróður sem ríkisstjórnin hefur uppi í þessu máli. Og það sem verra er, er það að að hún virðist ætla að halda því endalaust áfram þangað til hún nær þjóðinni með sér í þennan gír vonleysisins.

Varla hefur verið hátt risið á forsætisráðherra vorum er hún ræddi við Gordon Brown fyrr í dag. Hún hefur væntalega lúffað og afsakað okkur í bak og fyrir og beðist velvirðingar á því að forsetinn hafði kjark til að styðja þjóð sína. Betra hefði verið að stjórnskipunin leyfði að það væri forsetinn sem ræddi við Breta og Hollendinga. Hann er þó líklegri til að koma sjónarmiðum þjóðarinnar á framfæri.

Það fer enginn langt á minnimáttarkenndinni. Þetta sér maður t.d. þegar Skotar eru að keppa við Englendinga í fótbolta. Þeir tapa undantekningarlítið og eru væntanlega, eins og við, búnir að telja sér trú um það fyrirfram að þeir geti ekki sigrað.

Eigum við a haga okkur eins í handboltanum? Hugsa bara sem svo að þetta hafi nú bara verið heppnin og kannski útrásarvíkingunum að þakka hvað við komust langt á síðustu Ólympíuleikum?

Og hvernig myndi okkur vegna ef við færum með óreynt og æfingarlítið lið í Evrópumótið sem er á dagsrká á næstu vikum? Við myndum tapa þar, vegna þess að við teldum fyrirfram að við ættum ekki séns.

Það var einmitt þetta sem gerðist þegar samninganefnd ríkisstórnarinnar fór til fundar við harðsnúnar samninganefndir Breta og Hollendinga. Liðsmenn okkar voru þreyttir og lúnir og fyrirliðinn frekar áhugalítill enda virðist hann hafa verið í lélegri samningtæknilegri æfingu.

Nú þurfum við að taka til vopna og ná saman okkar harðsnúnasta liði í samningtækni og nauðsynlegt er að styrkja liðið með að taka inn nokkra harðsnúna liðsmenn úr erlendum samningaliðu, þó það komi til með að kosta einhver útgjöld.

Við verðum að tefla fram sigurstranlegu liði fyrir næstu orustu og ekki leyfa ríkisstjórninni að tala kjarkinn úr samninganefndinni. Sigurlíkur okkar eru góðar því samningaðilar okkar hafa meiri skilning á slæmri stöðu okkar en við virðumst hafa sjálfir. Þeir segja þetta vitanlega ekki opinberlega en það er að verða ljósara eftir að forsetinn neitaði lögunum samþykktar að við eigum meiri samúð og skilning er okkur kannski grunaði.

Áfram Ísland!


mbl.is Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 73503

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband