Ríkisstjórnin er rúin trausti og trúverðugleika og hlýtur að vera fallin - kannski ekki beint jólagjöfin sem við vonuðumst eftir

Maður hafði verið að vona að það væri eitthvað marka þau heilindi og heiðarleika sem þau sem mynduðu núverandi ríkisstjórn státuðu sig svo mjög af í samanburði við fyrirrennara sína.

Nú er hins vegar allt önnur mynd að koma í dagsljósið og ríkisstjórnin sjálf búin að króa sig af í vafasömum heilindum og aðgerðarleysi gagnvart arðræningjum sem hafa starfað óáreittir í skjóli aðgerðarleysisins. Þjóðin á það ekki skilið að þessi stjórn sitji út næstu viku. Það væri kannski heiðarlegast að vantrauststillaga kæmi af stjórnarheimilnu sjálfu og að aðstandendur stjórnarinnar fari að koma auga á bjálkana í eigin auga..... því fyrr sem það gerist því betra....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Auðvitað viljum við trúa á heilindi. Ekki vilt þú fá gömlu stjórnina aftur? En ef þú vilt það þá spyr ég fáfróð og skilnings-vana konan: hvers vegna? Viltu leyfa þeim að halda áfram vitleysunni? Gott væri fyrir mig að vita það! Ég botna hvorki upp né niður í öllu þessu réttlætis-tali frá sumum í dag.

Rættlæti er réttlæti.

Ekki bara fyrir þá heilbrigðu og ríku sem hafa kanski haft alla möguleika á að skara eld að sinni köku á kosnað þeirra sem ekki höfðu tök á að nema hin kærleiks-ríku fræði (eða þannig).

Hvað með þá fátæku, sviknu og snauðu? 

siðfræði!

Hvað er nú það. Held meira að segja að hún sé kennd í Háskólanum eins og hin margviðurkennda lögfræði og hagræði. Ég virðist hafa aðra sýn á réttlæti svona yfir höfuð en sumir aðrir og það verður að vera mitt verkefni að leysa, því það eru ekki til vandamál í lífinu heldur bara verkefni til að takast á við. Það eigum við sem þjóð að gera saman en ekki í sundrung.

Lífið er langhlaup og oftast upp brekku. Gömlu mennirnir töluðu um að ætla sér af þegar tekist var á við eitthvað. Það hef ég reynt að temja mér eftir bestu hæfileikum, heilsu og getu og mæli með þeirri aðferð. Gangi okkur öllum vel. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.12.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Við þurfum þjóðstjórn sem ekki er þjökuð af pólitískum fortíðarvanda úr því að Samfylking og Vg hafa, illu heilli, sýnt sig í að vera engir eftibátar forvera sinna í óheilindum. Og það er mjög miður.

Ómar Bjarki Smárason, 7.12.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband