Mannréttindi eða dýravernd...

Nú er mikið gert úr óhóflegum kröfum Starfsgreinasambandsins og kröfur um háar prósentuhækkanir að vanda notaðar gegn þeim sem reynt hafa um áratugaskeið að tryggja það að laun nægi til framfærslu. Auðvitað er 100 þúsund króna hækkun hærri prósenta en sambærileg hækkun á laun sem nema 1 milljón króna. Þeim sem er á lægri launum munar hins vegar meira um launahækkunina en þeim sem eru á hærri launum.

Það er kannski ekki úr vegi fyrir forsvarsmenn launþegasamtaka að hugsa aðeins út fyrir rammann og velta því upp hvernig horft er til þess þegar bændur verða uppvísir að því að vanala dýrin sín. Við höfum dýraverndarlög nr. 55 frá 8. apríl 2013. 

Kannski vantar í lög um mannréttindi ákvæði sem felur í sér að óheimilt sé að greiða laun sem sannanlega nægi ekki til framfærslu einstaklings....? Reyndar taka dýraverndarlögin til hryggdýra, svo hugsanlega er þar haldreipi sem stéttarfélögin geta gripið til....?


mbl.is Enginn grundvöllur til samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mældist skjálfti um kl 11 í Kambaskriðum?

Það væri fróðlegt að heyra frá skjálftavakt Veðurstofunnar um það hvort fall þessa steins í Kambaskriðum um kl 11 í morgun hafi komið fram á skjálftamæli...?


mbl.is Stór steinn féll á veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjall leikur hjá formanni Sjálfstæðisflokksins

Skipan Ólafar Norðdal í stól innanríkisráðherra er snjall leikur hjá Bjarna Benediktssyni í þeirri stöðu sem upp var komin. Hún hefur ekki gefið yfirlýsingar um stuðning við þá sem hlut eiga í "lekamálinu" og kemur því að embættinu með óbundnar hendur, ólíkt þeim sem eiga sæti á Alþingi fyrir flokkinn.

Það ber að þakka fyrir það sem vel er gert í pólitíkinni líka! Bjarni fær prik frá mér fyrir þetta.


mbl.is Ólöf: Ákvörðunin lá fyrir í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð mismunun!

S.l. vetur greiddi ég fyrir hótelgistingu í tvær nætur á hóteli á Suðurlandi með íslensku greiðslukorti. Greiðslan var skráð sem símagreiðsla (í tveimur færslum reyndar) þó ég stæði fyrir framan þann sem ég greiddi. Síðan fékk ég reikninginn sendan á mitt fyrirtæki. Reikningurinn var í Evrum og virðisaukaskatturinn var líka í Evrum.

Mér þykir nokkuð ljóst á þessari frétt að þarna hafi ég brotið lög um gjaldeyrishöft. En hvað með þann sem ég skipti við. Er hann saklaus? Og ætli það sé mikið um það að greiðslur fyrir gistingu séu með þessum hætti í gegnum bókunarskrifstofur? Og hvar ætli greiðslurnar, sem þó fara í gegnum borgun, lendi. Fara þær inn á íslenska reikninga eða reikninga erlendis...?

Það væri áhugavert að aðrir segðu sínar reynslusögur af viðskiptum við íslensk fyrirtæki sem stunda sín viðskipti hér innanlands fyrir gjaldeyri.

Það má velta fyrir sér hverjum verið er að mismuna með því að Íslendingum er ekki leyft að stunda viðskipti við íslensk fyrirtæki í gjaldeyri. Það ætti alla vega að vera í góðu lagi á meðan gjaldeyririnn skilar sér inn í íslenskt hagkerfi. Ef hann hins vegar gerir það ekki þá myndi ég nú frekar vilja líta á það sem svo að það sé fyrirtækið sem þjónustuna selur sem sé að brjóta af sér en ekki saklaus Mörlandinn sem er að reyna að hámarka verðgildi launa sinna!

Þegar ég var í námi í Bretlandi á áttunda áratug síðustu aldar þá gátum við keypt far með Flugleiðum af breskum ferðaskrifstofum. Ferðunum fylgdi gisting í tjaldi í Laugardalnum, minnir mig. Flugleiðir girtu fljótlega fyrir möguleika okkar á því að kaupa þessi fargjöld sem voru miklu ódýrari. En maður hefði greinilega þurft að hanga lengur á gamla ACCESS kreditkortinu....!


mbl.is Verðið breytist með markaðssvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Það var mikið að einhver tekur á sig rögg í þeirri klemmu sem Reykjavíkurborg hefur sett landsmenn í með þeim einsetta ásetningi að skerða möguleika í samgöngum milli Landsbyggðar og Höfuðborgar.

Hafðu þakki fyrir Höskuldur Þórhallsson og þið Framsóknarmenn sem þorið að taka á þessu máli.


mbl.is Þjóðin ákveði framtíð flugvallarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gagnrýni á "smygli" á vopnum fyrir 11,5 mkr virkilega "moldviðri"....?

Mikill er sá dómgreindarbrestur hjá fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar að halda því fram að það sé bara "ótrúlegt moldviðri af lítilli ástæðu" að gagnrýna þann gjörning að ljúga til um innflutning á vopnum til landsins sem seld voru, en að því er virðist ekki keypt, fyrir 11.5 milljónir króna. Þarna er augljóslega verið að fara fram hjá reglum um innflutning því "þeir" (Landhelgisgæslan eða lögreglan) sem flytja inn svona varning hljóta að þurfa að borga tolla og virðisaukaskatt af svona varningi rétt eins og hver annar.

 Að afgreiða þetta, sem í raun er "alvarlegt smyglmál" með þeim hætti sem ráðherrar og embættismenn gera er með þeim ólíkindum að þeir dæma sig allir sem einn óhæfa til þeirra starfa sem þeir nú gegna.

Það geta og mega ekki önnur lög og reglur gilda um innflutning opinbera aðila á tollskyldum varningi en annarra í landinu nema um það hafi fyrirfram verið sett lög eða reglur. Annað er lögleysa!


mbl.is „Ótrúlegt moldviðri af lítilli ástæðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hæstiréttur og innanríkisráðuneyti á afar hálum ís....

Ekki verður betur séð en Hæstiréttur og innanríkisráðuneytið sé á afar hálum ís þessar vikurnar og mörg mál sem Hæstiréttur hefur dæmt í virðast á leið til úrskurðar æðra dómsstig, nefnilega Mannréttindadómsstólsins.

Löggæslan og saksóknaraembætti virðast geta aflað heimilda til húsleitar og hlerana að vild og það setur að manni ugg yfir því hvernig hugsanlega er farið með þau gögn sem aflað er t.d. þegar símar lögmanna eru hleraðir. Höfum við nokkra vissu fyrir því þau gögn sem safnað er séu ekki notuð langt umfram það sem heimild var veitt fyrir. Og höfum við nokkra tryggingu fyrir því að lögregla og rannsóknaraðilar fari ekki í hefndaraðgerðir gegn t.d. kunningjum og öðrum sem þeir fá vitneskju um í gegnum hleranir...?

Persónuvernd er nánast engin í þessu landi eins og t.d. kemur glögglega fram í því að hér skuli vera kerfi með kennitölum. Svona upplýsingar ásamt upplýsingum um persónulega hagi er ekki opið fyrir hunda og manna fótum í þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við.

Og hér er frjáls aðgangur að ársreikningum einkahlutafélaga og samkeppnisaðilar geta grúskað í þeim eins og þá lystir. Auk þess liggja álagningaskrár skattsins opnar fyrir forvitnum augum og skattayfirvöld hvetja fólk til að njósna um nágranna sína. Ætli þetta sé virkilega svona í neinu öðru "siðmenntuðu" landi....? 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leyndardómsfull ferð herflugvéla

Hún var undarleg fréttin í Ríkisútvarpinu kl 16 í dag þar sem sagt var frá herflugvél með bilaðan hreyfil suður af landinu. Ekkert kom fram um hverrar þjóðar vélin og áhöfnin væri og við það situr í þessari umfjöllun á mbl.is. Maður vonaði auðvitað að þarna væri herflugvél frá "vinaþjóð" eins varnarlaust og landið er á þessum viðsjárverðu tímum......


mbl.is Vélin lenti heilu og höldnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eyðist sem af er tekið!

"Það eyðist sem af er tekið", segir ágætt íslenskt máltæki. Þannig er það líka með jarðhitann. Hann er því ekki endurnýjanleg orkuauðlind í þeirri merkingu sem flestir leggja í það orð. Um það þarf í raun ekki að deila.

Það er leitt að heyra að forsætisráðherra skuli vera illa upplýstur um þessi mál, ásamt forseta vorum og fleiri ráðamönnum þjóðarinnar. Því er vert að velta fyrir sér hverjir það eru sem gefa þeim villandi upplýsingar um orkumálin. Bágt á ég með að trúa því að það sé Orkustofnun.


mbl.is Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handmjólkurbú fyrir kýr og geitur....

Það hljóta að vera tækifæri í svona búskap í dag ef rétt er á málum haldið. Hvernig væri nú að landbúnaðarráðherra skoðaði möguleika á því að efla geitabúskap og þá með kúabúskap þar sem bæði geitur kýr væru handmjólkaðar.

Það mætti bjóða upp á "handgerðar" mjólkurvörur smér og osta. Það yrði góð viðbót við aðrar mjólkurvörur....


mbl.is Handmjöltun hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 73891

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband