Barnalegar yfirlýsingar í samningaviðræðum....

Mikið skelfing eru svona yfirlýsingar nú barnalegar þegar verið er að reyna að ná samkomulagi og sem bestri niðurstöðu fyrir þjóðina í þessu Icesave máli. Kenndi það mönnum ekkert þegar komið var heim með þennan "glæsilega samning" á s.l. vori?

Það hlýtur að gleðja samningmenn Breta og Hollendinga alveg óendanlega að hafa svona leiðitama ráðamenn íslenska við að semja sem virðast kyngja öllu brosandi sem að þeim er rétt.... Er ekki mál til komið að menn haldi þannig á sínum spilum að viðsemjendurnir sjái þau ekki öll....?


mbl.is „Vorum nálægt samkomulagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósa sem fyrst í Noregi....

Sem betur fer eru stjórnmálamenn í Noregi ekki eilífir í sínum störfum frekar en kollegar þeirra á Íslandi. Væri ekki rétt að Norðmenn kysu sér nýja forystu fljótlega...?

Annars er varla vona að ráherrar í norsku stjórninni geti hugsað rökrétt því með þessa digru olíusjóði er orðið svo ansi hátt undir koddanum hjá þeim. Og líklega geta þeir keypt fyrir sjóðinn meiri völd í öðrum heimshlutum en hér á norðurslóðum.... hér ráða þeir flestu sem þeir vilja ráða hvort sem er, sérstaklega ef þeir halda að þeir geti hert að okkur sultarólilna..... Og það er í þessu eins og flestu; hver er sjálfum sér næstur..... og frændur eru ekki alltaf frændum bestir....!!!

Íslenskur almenningur lætur ekki sparka endalaust í sig, en það virðist vera eitthvað sambandsleysi á milli stjórnvalda og þjóðar. Þeir sem stjórna landinu virðast bara liggja flatir og láta bæði traðka á sér og sparka.

Er ekki einhver smuga í stjórnarskránni sem gerir okkur mögulegt að flytja valdið tímabundið til Bessastaða...? Það væru alla vega skýr skilaboð þjóðarinnar til ákveðinna ráðamanna í Noregi....


mbl.is Ekki frekari lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá forseta vorum

Það er gott að eiga kjarkmikinn leiðtoga á erfiðum tímum. Kannski að forysta ríkisstjórnarinnar ætti að fara á svona eins og vikunámskeið námskeið á Bessastöðum....?
mbl.is Segir Norðurlöndin hafa beitt Ísland þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystulaus flokkur - tækifæri fyrir Steingrím J......

Þetta vitanlega bara sorglegt og sýnir okkur hvað hinir flokkarnir eru hrikalega lélegir. Að forystulaus Sjálfstæðisflokkur skuli njóta þetta mikils fylgis í skoðanakönnunum eftir að vera búinn að koma landi og þjóð svona gjörsamlega á hausinn.

En það er kannski athugandi fyrir Steingrím J. að ganga í Sjálfstæðisflokkinn því hann vantar foringja og Steingrím J. vantar flokk....... 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá verður ekki reykt í boði Sorpu....

Það er sem sagt verið að koma í veg fyrir að reykingamenn geti safnast saman uppi í Álfsnesi þegar sjálfíkveikja verður í sorphaununum í Álfsnesi og andað að sér ódýrum reyk í boði Rolf Johansen & Co. Ég sem var farinn að halda að þetta væri hluti af stuðningsaðgerðum ríkisstjórnarinnar við heimilin í landinu.....

Er ekki rétt að umhverfisráðherra taki þetta mál til skoðunar, en kannski verða reykingamenn að kæra aðför Umhverfisstofnunar að þessari aðgerð....!!!


mbl.is Förgun pólsks tóbaks stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Félagsmálaráðherra fjármagnseigenda"

Þarna gæti félgasmálaráðherra verið á afar hálum ís og þegar upp er staðið gæti reynt á "ráðherrábyrgð" ef hann ætlar með fjölda fólks í gjaldþrotameðferð að ósekju.

Væntanlega vill fégagsmálaráðherra ekki fá á sig þann stimpil að hann sé "félagsmálaráðherra fjármagnseigenda"....?


mbl.is Nauðungarsölum ekki frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað dæma dómarar mál eins og þau eru lögð fyrir, sótt og varin

Ef mál eru ekki einhverra hluta vegna sótt af nægri þekkingu og harðfylgi, þá er ekki nokkur von til þess að þau vinnist. Því verður að gera ráð fyrir að sóknin hafi einfaldlega verið sprækari í síðara málinu en því fyrra, alla vega í hlutfalli við getu varnaraðila.

Það hlýtur að vera mjög mikilvægt fyrir hagsmuni almennings þessa lands að það veljist aðeins hæfustu lögfræðingar til að sækja þessi mál, því munur á fjárhagslegum styrk sóknaraðila sem er að berjast við stóra fjármálastofnun, hlýtur augljóslega að vera gríðarlegur. Það er því ekki líðandi og lítið réttlæti ef fjármálafyrirtækin geta valtað yfir almenning í skjóli fjárhagslegs aflsmunar.

Því ber að fagna þessum síðari dómi með stórveilsu á bolludag, sprengidag og öskudag og kannski bara alla næstu viku. Og kannski er rétt að fagna því alveg sérstaklega hvað lögmaður Lýsingar sem vann fyrra málið er tapsár fyrir hönd þeirra sem vörðu síðara málið. Og vonandi verður hann enn sárari þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir í þessum málum báðum......

Það getur orðið svolítið flókið þegar Lýsing og aðrar fjármögnunarstofnanir fara að afenda réttmætum eigendum eingirnar sínar aftur. Ætli allur vörubíla- og tækjaflotinn sem fluttir hafa verið úr landi verði fluttir inn aftur, eða fá menn bara ný tæki og bíla í staðinn fyrir þau sem tekin voru af þeim, hugsanlega á óréttmætan hátt....?


mbl.is Hæstaréttar að breyta dómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snýst kannski um mannréttindi og ekki á færi íslenskra dómsóla að skera úr?

Það eru það mikilir og víðtækir hagsmunir í húfi hér að falli dómur gegn þeim sem voru beittir órétti af bönkunum, þá er spurning um hvort þjóðin sættir sig við það? Líklega enda þá íslenskir fjármálastofnanir fyrir Mannréttindadómsstólnum eða Alþjóðadómstólnum.

Þegar svínað hefur verið á þjóð líkt og gerst hefur hér á landi er spurning hvort hagsmunatengsl ríkisvalds, peningastofnana og dómsstóla er ekki svo samtvinnað að ógerningur sé að fá úr þeim málið skorið fyrir ínnlendum dómsstólum. Ég dreg það alla vega mjög í efa.


mbl.is Hæstiréttur þarf að skera úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaðan í fyrri dómnum rannsóknarefni?

Það má nú kannski segja að niðurstaðan í fyrr dómnum um svipað efni sé verðugt rannsóknarefni út af fyrir sig. Kannski var málatilbúnaður ekki nægilega vel undirbúinn í því máli? það er vitanlega mjög miður ef svo hefur verið í máli sem skiptir marga það miklu máli að vera spurning um hvort þúsundir heimila eru gjaldþrota eða ekki....

Alþingi þarf að skipa rannsóknarnefnd til að kanna þetta og starfsemi bankana fyrir og eftir hrun ofan í grunninn. Og það ekki seinna en strax.


mbl.is Andstætt öðrum dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir stunduðu ólögleglega starfsemi og gera það kannski enn...?

Það á líklega eftir að koma í ljós að það voru ekki bara myntkörfulánin, eða gengistryggðu lánin, sem voru ólögleg heldur líklega mjög margt annað sem bankarnir voru að gera.

Hugsanlega voru ofurlaunin ólögleg?

Hvað með kúlulán til stjórnenda?

Hvað með starfslokasamninga?

Og svo er eflaust hægt að tína margt fleira til.

Og í uppbyggingunni kóróna hinir nýju og upprisnu bankar vitleysuna með því að rétta þeim, sem áttu kannski hvað stærstan hlut í að koma þjóarbúinu á hausinn, öll bitastæðustu fyrirtæki landsins á nýjan leik undir því yfirskini að þessir menn séu ómissandi. Hún ríður ekki við einteyming vitleysan...!!!

Það sem er verst í þessu er náttúrlega það, að það verður erfitt fyrir þá sem hafa tapað öllu sínu að fá leiðréttingu á sínum málum og uppreisn æru sinnar. Vitanlega hefði þurft að taka á þessum málum strax, því lögfróðir menn hljóta að hafa vitað að þessi starfsemi bankanna var ekki lögleg og auk þess siðlaus. Kannski að Alþingi hefði gert betur í að fjalla um þetta mál s.l. árið en að þvarga um Icesave..?


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband