Getur fanginn treyst því að böðlinum mistakist í annarri tilraun?

Ef það á að rétta þeim, sem komu þjóðinni í það klandur sem hún er í fyrirtækin að nýju, þá má kannski líkja því við að böðullinn fái annað tækifæri mistakist honum að taka dauðadómsfangann af lífi í fyrstu tilraun.

Á virkilega að treysta þessum mönnum fyrir lífæðum þjóðarinnar, öðru sinni....? Væntanlega fær einhver að bera á því pólitíska ábyrgð þegar næst verður kosið....


mbl.is 1998: Eigendur njóta trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innrás Íslendinga farin að hafa áhrif....

Þarna eru áhrifin af fjölgun Íslendinga í Noregi greinilega farin að hafa áhrif ásamt því að norski Seðlabankastjórinn er væntanlega snúinn heim..... Við teygjum anga okkar víða....
mbl.is Norskir vextir hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mátti vera öllum ljóst að bankar eru þvottavél fyrir peninga

Þegar maður þvær þvott þá notar maður þvottavél, en þar sem flestar þvottavélar fara heldur illa með peninga, þá kaupa menn sem slíka iðju stunda, sér auðvitað banka.....

Og svo má spyrja sig hvorir fari verr með peningana, þvottavélin eða bankarnir..... alla vega fara þvottavélarnar betur með þjóðina..... en þjófana.....


mbl.is Ásakanir um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagvöxtur er sem sagt pólitísk ákvörðun.....

Mikið væri nú gott ef Jóhanna og Steingrímur gætu talað upp hagvöxtinn og vonandi niður vextina eins og Gordon Brown..... Kannski þurfa þau aðstoð frá Svandísi og Má til að ná þessu markmiði.....?
mbl.is Gordon Brown lofar hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóðaskapur í Miðborginni.....

Skrapp í morgun í Bernhöftsbakarí, sem er elsta brauð- og kökugerð landsins, að sækja rúnstykki með morgunkaffinu. Bakaríið hefur verið samfellt starfandi í heil 175 ár og býður upp á rúnstykki á 50 kr stykkið alla daga vikunnar.

Á leiðinni niður Skólavörðustíg og Laugaveg blasti við heldur ófögur sjón eftir þá sem stunda öldurhús og svall langt fram á nætur. Það voru brotnar flöskur, pappadiskar og pizzukassar á víð og dreif um allt. Svona er þetta flesta sunnudagsmorgna og mikið verk fyrir hreinsunarfyrirtæki að hreinsa og þrífa. Þeir sem eru að selja út mat og drykkjarföng út á götuna ættu nú að sjá sóma sinn í því að koma fyrir ílátum fyrir rusl, eða kannski að borgin ætti að sjá um þann þáttinn. Göturnar gegna hlutverki ruslatunnunar heldur illa.

Í vor eru kosningar og kannski að flokkarnir gætu endurvakið hugtakið "hrein borg - fögur borg".....


Hallærislegt sunnudagsblaðleysi....

Mikið er það nú hallærislegt að búa í landi þar sem ekkert dagblað kemur út á sunnudögum. Ísland er líklega eina landið innan EES þar sem þannig er ástatt.

Við inngöngu í ESB myndi þetta væntanlega breytast og af þeirri ástæðu einni er spurning hvort maður verður ekki Evrópusinni.

Það skyldi þó ekki vera að breytingarnar hjá Mogganum verði til þess að auðvelda Samfylkingunni inngöngu okkar í ESB.....? Þjóðinni líkar nefnilega yfirleitt illa þegar hrokagikkir ætla að fara að segja henni fyrir verkum, sama hvort gikkirnir eru af meiði Íhalds eða Samfylkingar.......


Kaupum banka og látum aðra trygginasjóði borga næst....

Er nokkuð annað en að leika sama leikinn aftur og kaupa banka og láta almenning, sveitarfélög og fyrirtæki í Bretlandi og Hollandi borga þetta. En þá verðum við að vera búin að tryggja að skellurinn lendi á tryggingasjóðum ESB..... Það má ýmislegt gera á 7 árum og þá verða þeir væntanlega sloppnir út aftur, þeir sem stungið verður inn vegna fyrri umferðar í einkavæðingu bankanna.....
mbl.is 253 milljarða skuldbinding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski skoða þeir líka....

Kannski þeir að kíkja á þátt Breta í falli bankanna einnig, svona úr því að þeir eru að skoða þetta á annað borð. Hafi Brown og Darling átt þátt í falli bankanna hlýtur ábyrgð þeirra að vera allnokkur, eða hvað....?
mbl.is Auknar líkur á breskri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á þá að gefa....

Ef Beckham er ekki með Englandi, hver á þá að gefa sendigar á kollinn á Crouch þegar England þarf nauðsynlega á marki að halda.... Þessi maður hefur greinilega ekkert vit á fótbolta....
mbl.is Vill að Capello velji Beckham ekki oftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væntingafélagið ehf - Hér er tryggt eftir á - ekki í anda VÍS....!

Eiga þeir svo ekki fyrir því sem þeir voru að semja um að kaupa....! Var það ekki VÍS sem hafði slagorðið: Þú tryggir ekki eftir á.....?

Ég hélt í einfeldni minni að hér væri um að ræða fjársterkan kaupanda sem væri að koma með gjaldeyri inn í landið. Svo er greinilega ekki, eða hvað.

Þetta virðast ósköp svipaðir viðskiptahættir og hjá föllnu auðvisunum... féð er sótt til annarra sem síðan verður hent út þegar og ef þetta stefnir í að verða stöndugt fyrirtæki.

Það væri gaman að sjá hvaða "snillingar íslenskir" standa í þessu með Magma Energy, en eitthvað eru nú fingraförin kunnuleg.....


mbl.is Magma með hlutafjárútboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 74168

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband