24.11.2009 | 14:13
Jóhanna talaði kristalskýrt....
Jóhanna talaði alveg krystalskýrt í ræðu sinni á Suðurnesjum. Hún ætlar að nota Vg til að koma Icesave í gegn og síðan að hefja samstarf við Sjálfstæðisflokkinn til að koma hreyfingu á framkvæmdir og atvinnulíf aftur og koma okkur inn í ESB....
Hún er nefnilega miklu klókari og útsmognari en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Eða hvað heldur fólk að hún hafi verið að boða á sínum tíma með orðunum "minn tími mun koma"......?
![]() |
Orð forsætisráðherra rangtúlkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2009 | 17:56
Þegar maður biður um lán þá er varla klókt að biðja um afskriftir strax....
Hér hafa verið keyptir bankar sem ekki hefur verið borgað fyrir, svo þetta er nú svo sem ekkert nýtt undir sólinni.
Enda eru þarna þrælvanir viðskiptajöfrar á ferð, sem eru að reyna að eignast fyrirtæki sitt öðru sinni og láta neytendur borga fyrir...
Þetta hefur allt verið gert áður. Flugleiðir voru teknir af markaði, allt verðmætt tekið út úr fyrirtækinu og rústirnar settar á markað aftur.
Og einfeldningarnir sem stjórna bönkunum skilja ekkert hvað er að gerast. Enda dettur manni helst í hug að þeir haldi að bankarnir tapi peningum út um opna glugga frekar en vegna eigin glópsku...
Týndi ekki Gamla Kaupþing 500.000.000 án þess að endurskoðendur bankans tæku eftir því..... Lái það hver sem því þetta eru ekki tölur, bara mestu leyti núll......
Það verður líka akkúrat það sem bankinn kemur til með að fá fyrir Haga..... bara NÚLL.....
![]() |
Arion fær tilboð um 1998 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2009 | 22:21
Og hver borgar þá skuldirnar....
Skuldirnar verða væntanlega greiddar af hagnaði af verslunarrekstrinum, því erfiðlega hefur nú gengið að búa til peninga úr engu, þó það hafi verið reynt, reynt og reynt af svokölluðum útrásarvíkingum og núverandi auðvisum.
Dettur einhverjum í hug að það gangi eitthvað betur í annarri umferð.....?
Á þjóðin virkilega að greiða þetta..... Mikil er samúð þjóðar vorrar með verslunarrekstri....
Ef rekstur Bónuskeðjunnar stendur undir þessum lánagreiðslu, þá er nú ekki dónalegt að stunda slíkan rekstur - og það vita þeir náttúrulega best sem við þetta hafa fengist undanfarin 20 - 40 ár..... Og vitanlega þarf fyrirtæki sem þarf að borga þessar upphæðir úr rekstri að fá vinnufrið til að vinna sig út úr vandanum.
Hvernig ætli heimspekin tæki nú á svona hegðun og þeirri bankasiðfræði sem að baki liggur..?
Það veitir nú ekki af því að halda þjóðfund sérstaklega um þetta málefni...... ef að dýrin í skóginum eiga að vera í vinir og lifa í sátt og samlyndi við kvalara sína....
![]() |
Munu ekki þurfa að afskrifa neitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2009 | 21:01
Brátt fremst meðal norrænna þjóða....
Nú er að koma að því að við tökum öðrum norrænum þjóðum fram og greiðum hæstu skatta sem þekkst hafa á norðurhveli jarðar.
Í kjölfarið náum við kannski meti í atvinnuleysi og flutningi fólks frá landinu.... Þá Samfylkist afgangur þjóðarinnar til Brussel í faðminn á ESB með dyggum stuðningi Vg.... Það hlýtur nú að vera nokkurra skattprósenta virði..... eða hvað....?
![]() |
Steingrímur: Ágæt samstaða um skattamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2009 | 12:15
Bleikjueldi er góð hliðarbúgrein í landbúnaði og ferðaþjónustu
![]() |
Spá tvöföldun fiskeldis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2009 | 00:17
Og svo viljum við að öll dýrin í skóginum verði vinir....
Skelfing hljómar þetta Þjóðfundarhjal nú dásamlega.... Eða er það ekki fallegt að þessum föngulega þjóðfundarhópi að leggja það til í mörgum liðum að "öll dýrin í skóginum skuli verða vinir"...
Væntanlega eigum við líka að fyrirgefa þeim sem arðrændu þjóðina og rétta þeim fyrirtækin sín og það sem þeir stálu frá okkur aftur og báðar kinnarnar til á slá okkur utanundir eina ferðina enn....
Var virkilega enginn á þessum blessuðum fundi með neinar skoðanir eða voru allir svona illa á sig komnir eftir '80ies hátíðina í á föstudagskvöldið....
Það er ekki nema vona að svona þjóð láti valta yfir sig án þess að mögla.....
Dapurt ef þetta er niðurstaðan.
![]() |
Fólk logandi af áhuga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2009 | 23:46
Keypti af hverjum.....
Dokum nú aðeins við.... Átti Jón Ásgeir einhvern tíma eitthvað....? Og hvernig er hægt að kaupa eitthvað af manni sem hann ekki á....
Þarf ekki að kyrrsetja hann þennan vegna vafasamra viðskipta....?
![]() |
Keypti Thee Viking af Jóni Ásgeiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009 | 21:39
Vitlaus ríkisstjórn - vitlaus lög
Var að fá bréf um það að Alþingi hefði nýlega samþykkt lög um að öll verðtryggð lán sem tryggð eru með fasteignaveði og eru í skilum, verði sjálfkrafa sett í greiðlujöfnun.
Af hverju á ég saklaus skuldari að þurfa að leggja á mig vinnu til að afþakka það þegar ríkisstjórnin ákveður að hækka lánið mitt....? Væri ekki nær að maður þyrfti að óska eftir þessari vitleysu sjálfur?
Ég ætla bara rétt að vona að mér verði boðið upp á að afþakka einnig yfirvofandi skattahækkun. Eða er ekki einhversstaðar talað um "jafnræðisreglu"....?
Ríkisstjórn sem setur svona reglur hlýtur nú að geta talist með þeim vitlausari sem við höfum nokkurn tíma haft. En kannski er þetta það sem við eigum skilið.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 01:11
Styttri vinnutíma, lægra kaup og meira frí á milli máltíða....
![]() |
47% skattur á launatekjur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2009 | 14:23
Endurnýtanleg raforka!
Við Íslendingar tökum öðrum þjóðum fram á flestum ef ekki öllum sviðum. Við fórum í útrás í fjármálum og viðskiptum og náðum þar undraverðum áragri á skömmum tíma, sem aðrar þjóðir reyndar eyðilögðu fyrir okkur með því að stuðla að takmörkun á lánsfé á góðum kjörum.
Nú erum við að leggja undir okkur orkuheiminn og virðumst vera að finna upp endurnýtanlega raforku með svipuðum hætti og um endurnýtanlega úrgang væri að ræða. Það virðist nefnilega sem við ætlum að selja sömu kílóvöttin margsinnis til mismunandi nota, þ.e. fyrir álver og gagnaver.
Það er spurning hvort þessi nýja útrás er til komin vegna misskilning hjá fjármálasnillingum og pólitíkusum, þannig að þeir hafi misskilið hugtakið endurnýjanlegur og snúið því yfir í endurnýtanlegur...?
Kannski liggur munurinn á milli túlkunar Sigmundar Einarssonar á orkuauðlindum jarðhitans og svo hinna sem halda að þessi auðlind eigi sér lítil takmörk, einmitt í þessum misskilningi.... Ég bara velti þessu fyrir mér....
![]() |
180.000 fm fyrir gagnaver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
andrigeir
-
ansigu
-
arnorbld
-
agbjarn
-
arnith2
-
arogsid
-
thjodarsalin
-
baldurkr
-
baldvinj
-
benediktae
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
zippo
-
gudmundsson
-
bjorn-geir
-
brahim
-
baenamaer
-
daxarinn
-
doggpals
-
socialcredit
-
gustichef
-
elinora
-
erljon
-
estheranna
-
fannarh
-
fhg
-
gardar
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
klossi
-
mosi
-
bofs
-
gmaria
-
halldorjonsson
-
handboltafregnir
-
hallibjarna
-
vulkan
-
heidistrand
-
hlf
-
hildurhelgas
-
hjorleifurg
-
minos
-
ingagm
-
kreppan
-
naflaskodun
-
johannvegas
-
tankur
-
jonatlikristjansson
-
jon-bragi
-
jonsullenberger
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
juliusvalsson
-
askja
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinnp
-
kristjan9
-
larahanna
-
lindagisla
-
altice
-
maggib
-
elvira
-
marinogn
-
nilli
-
sumri
-
olafurjonsson
-
omarragnarsson
-
huldumenn
-
pallru
-
pallvil
-
valdimarg
-
ridartfalls
-
undirborginni
-
nafar
-
einherji
-
sjonsson
-
sigurjonth
-
1301493169
-
snorrithor
-
trj
-
tryggvigunnarhansen
-
valayates
-
tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 74168
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar