Færsluflokkur: Bloggar
17.1.2010 | 14:30
Viðskiptastærðfræði banka og annarra lánastofnana
Í Silfri Egils áðan kom fram áhugaverð útlistun á þeirri viðskiptastærðfræði sem tíðkuð er í bönkum og öðrum lánastofnum.
Maður keypti bíl á 2,5 milljónir króna og tók að láni 2,0 milljónir. Tveimur árum síðar hafði hann greitt af láninu 0,7 milljónir króna, en þá var skuldin komin í 4,5 milljónir króna. Hann ákveður að afhenda láveitandanum bílinn aftur og bíllinn er metinn á 0,8 milljónir en vegna slits og fleira er hann síðan metinn 0,3 milljón króna virði. Til einföldunar má setja dæmið upp á eftirfarandi hátt fyrir keyptan bíl:
Kaupverð: 2,5 0,5 (eigið fé) = 2 (tekið að láni) 0,7 (afborganir af láni) = 1,3 0,8 (verðmæti bíls) = 0,5 mkr + 0,3 (útlitsgallar og slit á bíl umfram það sem lánveitandi taldi eðlilegt) = 0,8 mkr.
Líklega hefði bíleigandinn haldið áfram að eiga bílinn borgað af honum er lánveitandinn hefði fengið þessa útkomu út úr dæminu auk eðlilegra vaxta og verðbóta, en það er náttúrulega allsendis óásættanlegt fyrir bíleigandann að fallast á að borga 4,5 milljónir króna af bíl sem er 800 þúsund króna virði. Og það má væntanlega færa rök fyrir því að það að lánastofnunin er að ætlast til að viðkomandi borgi þessa upphæð sé bæði tilraun til ráns á peningum og æru viðkomandi manns.
Því miður er þetta ekki einsdæmi og lánastofnanir komast upp með að hafa fé og eignir af fólki með þessum hætti án þess að gripið sé í taumana. Ríkið gerir ekkert, sko akkúrat ekkert til að reyna að vernda almenning þessa lands og það sem gerir þetta mál kannski enn verra er það, að ríkið er orðið gerandi í svona málum með eignaraðild sinni að bönkum og lánastofnunum. Og bætir svo gráu ofan á svart með því að fara jafnframt með lagasetningu og dómsvald til að kúga saklausan almenning sem er að reyna að eiga þak yfir höfuðið auk þess að eiga í sig og á.
Er ekki mál til komið að þeir sem sæti eiga á Alþingi taki sig nú saman í andlitinu og geri eitthvað í svona málum þannig að fólk geti búið og starfað í þessu blessaða þjóðfélagi.....?
Og hvar læra menn þá viðskiptastærðfræði sem leiðir til svona niðurstöðu á einföldum dæmum. Er ekki nærtækast að leggja slíkar stofnanir og skóla af? Með því mætti væntanlega spara stórfé í beinhörðum peningum og þess sem það myndi lina þjáningar fjölda fólks og auka geðheilbrigði þjóðarinnar.....!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2010 | 23:45
Ragnar Reykás og ríkisstjórnin....
Veruleikaskynið ruglaðist eiginlega þegar maður horfði á viðtalið við formann Vg í fréttum RÚV fyrr í kvöld og maður velti því fyrir sér hvort Spaustofan hefði verið færð fram. Það var nefnilega engu líkara en að Ragnar Reykás stæði þarna ljóslifandi og stæði fyrir umsókn í ESB sem hann væri jafnframt á móti....
Hverja er verið að hafa að fífli í þessu öllu saman, ESB, Samfylkinguna eða meðlimi Vg....? Nú eða okkur saklausa áhorfendur fréttanna....!
![]() |
Flokksráð ítrekar andstöðu VG við inngöngu í Evrópusambandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2010 | 23:37
Má ekki nota þetta til að klára að borga gamla Landsbankann
![]() |
Björgólfur að missa Actavis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2010 | 17:17
Landráð, ráðherraábyrgð og endurreisn auðvisanna
Nú þegar styttist í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hlýtur maður að fara að velta fyrir sér hver niðurstaða nefndarinnar verður og hvort hún í raun þorir að gera grein fyrir málum eins og þau í raun eru.
Í fyrsta lagi hlýtur sú spurning að vera áleitin í huga einhverra hvað hugtakið "landráð" felur í sér? Eru það landráð þegar ríkisvaldið og þeir sem þar fara með mál sinna ekki þjóðarhagsmunum og standa ekki vörð um fjöregg þjóðarinnar heldur leyfa óprúttnum einstaklingum að sóa hér fjármunum eins og gerðist í kjölfar einkavæðingar bankanna? Voru það hugsanlega landráð hvernig svokallaðir útrásarvíkingar fóru með fjármuni sem þeir í raun ekki áttu?
Nú er talað um að ráðherraábyrgð fyrnist á 3 eða 4 árum, en landráð fyrnast tæpast meðan þer sem þau fremja er enn ofan moldar.
Nú eru teikn á lofti um það að auðvisarnir séu að koma sér fyrir aftur í íslensku og erlendu viðsiptalífi, nokkuð sem hlýtur að valda því að þjóðirnar í kringum okkur missa trú á Íslendingum og íslensku réttarfari. Hvað skyldu kaup þessara manna hafa valdið miklum skaða í smásöluverslun á Bretlandi og alls staðar þar sem þeir komu nálægt...? Vonandi ná bresk yfirvöld utan um þau mál sem fyrst þannig að við losnum við þá óværu sem þessir menn eru hið allra fyrsta.
Þetta eru atriði sem rétt er að samninganefndin taki upp þegar samið verður um Icesave að nýju. Eða eiga brennuvargarnir að fá að ganga lausir meðan reynt verður að byggja upp rústirnar sem eru afleiðingar eldanna og eyðileggingarinnar sem þeir ollu. Þá er rétt að spyrja undir verndarvæng hverra starfa þessir menn....?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2010 | 15:05
Frábært!
![]() |
Öruggur íslenskur sigur á Spánverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það þarf að draga fulltrúa ESB inn í samningaviðræðurnar og skoða allan skóginn enn ekki bara að einblína á einstök tré, þegar sest verður að samningaborðinu aftur.
Ríkisstjórnin verður að fara að skilja það, að þetta er ekki bara mál okkar og Breta og Hollendinga. Við erum nefnilega fórnarlömb á altari ESB og EES í þessu öllu saman, þrátt fyrir að þjóðin hafi verið ginnt með einhverja meðvitund í gildruna af þeim sem létu og koma ávalt til með að láta líf sitt stjórnast af græðginni einni saman....
Ef samninganefndin, sem fer í þetta mál, hefur ekki traust þings og þjóðar, nú þá verður því samkomulagi sem hún kemur með bara einfaldlega hafnað aftur. Afsláttur af vöxum upp á 1-2% veður ekki talinn viðunandi árangur.....
![]() |
Myndu stefna á lægri vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 22:35
Kaleikurinn of stór...
![]() |
Betra en að deyja úr þorsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 15:11
Bretar og Hollendingar yfirtaki fyrrum "eigendur" og "stjórnendur" Landsbankans...
Væri nú ekki nær að Bretar og Hollendingar yfirtækju fyrrum eigendur og stjórnendur Landsbankans sáluga og alla þá viðskiptasnilld og -vild sem þessir mennn búa yfir auk innistæðum á afskekktum eyjum í Karabíska hafinu, eða hvar sem allt þetta er nú geymt..... og ráðamennirnir sem stóðu að einkavæðingu bankana á sínum tíma gætu fylgt með í kaupbæti.....!
Við gætum þá kannski gert okkur einhvern mat úr eignunum og nýtt sem varasjóð í uppbyggingunni....
![]() |
Bretar og Hollendingar hætti einelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 18:40
Er þetta forsmekkurinn af niðurstöðu dómstóla í málum tengdum hruninu..?
Maður veltir því stundum fyrir sér fyrir hverja lögin séu og dómstólarnir. Hvoru tveggja virðist sniðið að þörfum ríkisvaldsins og hinna ríku og standa vörð um hagsmunið þeirra.
Líklega er farsælast fyrir þjóðina að hætta öllu ströggli og borga bara þetta helvítis Icesave með bros á vör, fara með Jóhönnu og Steingrími inn í ESB og gerast eitt af fátækari ríkjum ESB og leyfa þeim að ráða hvernig við högum okkur uppi á þessu kalda vindasama skeri.....
En sumum okkar finnst nú mannlegra að ströggla aðeins og þeir Vilhjálmur Bjarnason og forseti vor eru okkar hetjur þessa stundina, alla vega......
Áfram Ísland!
![]() |
Stjórn Straums sýknuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.1.2010 | 22:12
Er hætt að blessa forsetann og ríkisstjórnina í kirkjum landsins....?
Það er mjög athyglisvert að lesa þessa predikun Þóurnnar Tómasdóttur og að sjá að raunveruleikinn sem sumir prestar landsins lifa í sé heimur Georgs Bjarnfreðarsonar og áramótaskaup sjónvarpsins. Verulega áhugavert sjónarhorn á tilveruna.
Presturinn virðist ekki hafa fyrir því í lok predikunar að biðja Guð að blessa forseta vorn og ríkisstjórn, væntanlega vegna þess að hún telur það vita vonlaust verk. Eða er það kannski gert á öðrum stað í messunni. Sé svo þá biðst ég afsökunar á að hafa orðið á í þeirri messu.
Eitt atriðið fannst mér áhugaverðara en annað í þessari predikun, en það er að það skuli hafa verið gefin út frímerki vegna söfnunar fyrir Hollendinga árið 1952. Kannski það sé vert að kanna hvort grundvöllur er fyrir slíku varðandi Icesave.
Þarna gæti verið komið verkefni fyrir einn af auðvisunum að greiða nú skuld okkar til baka með því að gefa út 10 pensa frímerki í Bretlandi. Icesave skuldin þar er að því að mér hefur sýnst 3,6 milljarðar punda, þannig að það þyrti að ef eitt frímerki færi á hverja sendingu, þá tæki það 36 milljarða sendinga að borga Icesave. Og þar sem Bretar eru um 60 milljónir þá tæki það 600 póstsendingar á mann að borga skuldina, eða eina sendingu á dag næstu tvö árin, miðað við að 25 virka daga í mánuði þar sem pósthús í Bretlandi hafa einnig oðið á laugardögm. Og fyfir hvern Breta er þetta ekki nema 6.150 krónur á ári í tvö ár. Reyndar er hér reiknað með að Bresk börn taki þátt í þessu átaki líka, en það mætti kannski lengja tímann í þrjú ár til að komast fram hjá því. Ekki viljum vera þekktir fyrir barnaníðslu, Íslendingar!
Væntanlega mætti leysa málið gagnvart Hollendingum með svipuðu greiðslulíkani......
Og ég er tilbúinn að afhenda ríksistjórninni þessa tillögu gratís, gegn hæfilegri skattaívilun.....!
![]() |
Við erum líka týnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
andrigeir
-
ansigu
-
arnorbld
-
agbjarn
-
arnith2
-
arogsid
-
thjodarsalin
-
baldurkr
-
baldvinj
-
benediktae
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
zippo
-
gudmundsson
-
bjorn-geir
-
brahim
-
baenamaer
-
daxarinn
-
doggpals
-
socialcredit
-
gustichef
-
elinora
-
erljon
-
estheranna
-
fannarh
-
fhg
-
gardar
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
klossi
-
mosi
-
bofs
-
gmaria
-
halldorjonsson
-
handboltafregnir
-
hallibjarna
-
vulkan
-
heidistrand
-
hlf
-
hildurhelgas
-
hjorleifurg
-
minos
-
ingagm
-
kreppan
-
naflaskodun
-
johannvegas
-
tankur
-
jonatlikristjansson
-
jon-bragi
-
jonsullenberger
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
juliusvalsson
-
askja
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinnp
-
kristjan9
-
larahanna
-
lindagisla
-
altice
-
maggib
-
elvira
-
marinogn
-
nilli
-
sumri
-
olafurjonsson
-
omarragnarsson
-
huldumenn
-
pallru
-
pallvil
-
valdimarg
-
ridartfalls
-
undirborginni
-
nafar
-
einherji
-
sjonsson
-
sigurjonth
-
1301493169
-
snorrithor
-
trj
-
tryggvigunnarhansen
-
valayates
-
tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 73994
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar