Færsluflokkur: Bloggar

Undarleg afstaða svínbeygðra þingmanna...

Það er nú svolítið undarleg afstaða kjörinna pólitískra fulltrúa að velta ábyrgð af störfum sínum á forsetaembættið og ætlast til að forsetinn leysi úr erfiðum málum sem þau ekki þora að greiða atkvæði samkvæmt skoðunum sínum vegna ægivalds flokksagans.... Þetta er dapurt og sýnir í raun á hvaða villigötum lýðræðið er....

Það er sorglegt að sjá unga og efnilega þingmenn svípbeygða með þessum hætti og hlýtur að draga úr þeim viljann fyrir því að sækjast eftir þingmennsku að nýju við næstu kosningar. Það má kannski líkja þessu við heimilisofbeldi. Kannski þurfum "athvarf" fyris svínbeygða þingmenn....?


mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara nokkuð gott ávarp hjá forsetanum....

Ármótaávarp forsetans var nú bara nokkuð gott að þessu sinni. Reyndar léleg afsökun fyrir að sætta sig við atvinnuleysi hér á landi að það skuli vera verra annarsstaðar, eins og í Finnlandi og Svíþjóð, jafnvel þó í prósentum sé. Það er nefnilega engin ástæða til þess að hér sé yfirleitt nokkuð atvinnuleysi, ef haldið er rétt á málum.

Það er t.d. engin huggun fyrir því að ástand í  byggingariðnaði hér á landi sé slæm að það skuli vera fleiri kyrrstæðir byggingakranar í Dubai.....

En forsetinn hefur lög að mæla með það að það er þörf á breytingum og hugsun í stjórnkerfinu. Skipun dómara, sýslumanna o.fl. embættismanna þarf að vera á faglegum nótum, en ekki pólitískum. Sama á við um samninganefndir sem fara með samninga við erlend ríki. Þær þurfa alla vega að vera þverpólitískar og það sem kannski er mikilvægast - þær þurfa að vera skipaðar hæfu fólki sem nýtur trausts þjóðarinnar.


Í framhaldi af hugleiðingum forsetans um Rannsóknarnefnd Alþingis er kannski rétt að velta fyrir sér hvort ekki þurfi að lengja þann tíma sem ábyrgð ráðherra gildir. Það gengur ekki að meiriháttar afglöp ráðherra og ríkisstjórna fyrnist á það stuttum tíma að hún sé í raun fyrnd þegar niðurstöður rannsókna liggur loks fyrir. Þetta kemur t.d. til með að gerast varðandi rannsókn hrunsins, ef ráðherraábyrgðin er aðeins 3 ár en rannsóknin gæti tekið 5 ár. Það er náttúrulega ekki glóra í slíku.

En forsetinn fær 8,5 fyrir áramóaávarpið og meðaleinkunnin gæti hækkað við afgreiðslu Ices(l)ave.....!


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og við biðjum um ábyrga ríkisstjórn.....

Verðum við ekki að óska okkur þess á móti að við fáum ábyrga ríkisstjórn sem sér til þess að það sé lífvænlegt að reka hér fyrirtæki.... eða stefna þau Jóhanna og Steingrímur að því að koma sem flestum lífvænlegum fyrirtækjum úr landi.... það er nefnilega auðveldara en oft áður að stíga upp í flugvél með fartölvuna og setja sig niður í öðru landi og skrifa skýrslur og halda fundi þar....

Gleðilegt ár!


mbl.is Krefjumst ábyrgra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifað inn í handritið....

Auðvita voru viðbrögð forsetans skrifuð inn í handritið og þess vegna eru Jóhanna og Steingrímur pollróleg yfir öllu saman....

Og einkaþoturnar verða farnar að fljúga á milli Reykjavíkur og Brussel þegar farfuglarnir birtast í vor.....!


mbl.is Gerir ekki athugasemd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forsetinn verðugur vörslumaður á innstæðureikningum þjóðarinnar?

Nú kemur væntanlega í ljós hvort forseti vor er verðugur vörslumaður á innstæðureikningum þjóðar sinnar eða hvort hann kýs að vera fulltrúi auðvisanna og gjaldþrota stjórnmála.

Í þessu samhengi öllu saman er fróðlegt að skoða hverjir styrktu einstaka stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á tímabilinu 2002 til 2007 og fyrir Alþingiskosningar 2007. Þar kemur fram að helstu styrktaraðilar flokkanna (að Vg undaskildum) voru einkum Kaupþing og Landsbanki auk nokkurra annarra fyrirtækja sem nú eru gjaldþrota. Því má e.t.v. segja að þeir stjórnmálamenn sem þáðu styrki frá þessum séu í raun fulltrúar fyrir gjaldþrota stjórnmál. Ekki verður þó séð að framlög Landsbankans til einstakra stjórnmálamanna endurspegli afstöðu þeirra til Icesave samningsins.

Nú þegar stórfyrirtæki eru ekki lengur í stakk búin til að styrkja stjórnmálaflokkana fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig kosningabaráttan veður fjármögnuð, en svo virðist að frambjóðendur fari nú þá leið að afla sér stuðningsmanna í gegnum Facebook. Þetta er vitanlega ódýr og kannski skilviss leið að vera þannig í beinu sambandi við sína umbjóðendur. En svo má spyrja hvort eigendur Facebook geti mögulega farið að verða óbeinir þátttakendur í íslenskum stjórnmálum?


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kremlverjar og upplýsingastjórnun forseta Alþingis...

Verkstjórnin á hinu háa Alþingi er farin að mynna óneitanlega mikið á þau vinnubrögð sem maður manni var sagt að viðgengjust í þingum kommúnistaríkja.... Það er því ekki að ástæðulausu, því miður, að sumir alþingismenn líki núverandi ríkisstjórn við kommúnistastjórn.... Ömurleg þróun...!

Áramótaskaupið - Líklegasta skýringin á óðagotinu í Icesave málinu...?

Maður fer að velta fyrir sér hvort líklegast skýringin varðandi óðagotið í Icesave-málinu sé ekki einfaldlega svo að það rími ekki við Ármamótaskaup RÚV ef ekki er búið að samþykkja þessa samninga á hinu há Alþingi. Hafi Áramótaskaupið verið unnið í náinni samvinnu við ríkisstjórnina, eins og tíðkast í öðrum ráðstjórnarríkjum, þá er þetta augljósasta skýringin.

Aðrir hafa komið með þær skýringar að það gangi ekki upp vegna nýársræðu forseta sem búið sé að taka upp nú þegar og þar leggi forsetinn út frá því að þessi samningur sé í "höfn"....

...og enn aðrir hafa verið að ýja að því að ræðuritari forsætisráðherra sé búinn að skrifa ræðuna sem forstærisráðherra flytur á gamlársdagskvöld og þar sé útgangspunkturinn sá að búið sé að samþykkja þetta mál í þinginu og ræðuritarinn kominn í áramótafrí.... og þar sem þetta er eina málið sem ríkisstjórnin hefur verið að reyna að koma í gegnum þingið nánast allt s.l. ár þá lítur það vitanlega ekki vel út fyrir ríkisstjórnina ef þetta mál hefur ekki verið rekið í gegnum þingið....

Sjálfum finnst mér Ármamótaskaupskenningin reyndar líklegust, enda er fjárhagur þjóðarinnar í molum og verður það jafnmikið hvort sem Icesave er samþykkt eða ekki. Verra er aftur á móti ef húmor þjóðarinnar bíður hnekki um áramót......


mbl.is Bjóða eiðsvarinn vitnisburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkisstjórnin starfhæf eftir nýjustu uppákomu í Icesave?

Það hlýtur að mega spyrja í þeirri stöðu sem upp er komin í Icesave málinu hvort ríkisstjórn, sem heldur gögnum frá þinginu í jafnstóru máli og hér um ræðir, sé í raun starfhæf lengur.

Ráðherra fjármála, sem bar ábyrgð á störfum formanns samninganefndarinnar eins og hann hefur sjálfur sagt, hlýtur að ígrunda pólitíska stöðu sína og axla þá ábyrgð sem honum ber.

Ríkisstjórn sem gerir seka um jafnalvarleg mistök og núverandi ríksstjórn gerir, hlýtur að þurfa að fara frá.

Að bjóða Alþingi upp á að hafa ætlað að keyra þetta mál í gegn með þeim hætti sem gert var, hlýtur að þurfa að fara frá. Það getur ekki verið spurning um hvort heldur hvenær.

Þjóðin hlýtur að eiga kröfu á því, eftir það sem á undan er gengið, að hafa hér við stjórn sem gerir a.m.k. tilraun til að virðast heiðarleg.


mbl.is Uppnám á þingi vegna skjala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers eru menn í pólitík ef skoðanir þeirra skipta þá engu máli....?

Mikið hlýtur það að vera dapurt fyrir ungan og að því er virtist einarðan og efnilegan stjórnmálamann að ganga gegpn eignin skoðunum og hugsjónum með þeim hætti sem Ásmundur Einar er sagður ætla að gera. Að kasta trúverðugleika sínum út um gluggan með þessum hætti hlýtur að vera hreint ömurleg tilfinning.

En láti Vg valta svona yfir sig í þessu Icesave máli þá má búast við því sama af þeirra hálfu í ESB málinu þegar það kemur til kasta þingsins.......

Þetta hljóta að verða upphafið að endalokunum þessa hugsjónaframboðs og er það miður.


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðing ríkisfyrirtækja - hvar var upphafið.....?

Ég man ekki betur en að upphaf einkaæðingar ríkisfyrirtækja megi rekja aftur til Alþýðuflokksins sáluga. Gaman væri vegna umfjöllunar sem í gangi er að einhver kafaði ofaní upphafið á þeim málum.....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband