Færsluflokkur: Bloggar
Vil bara nota þetta tækifæri að lýsa ánægju minni með ákvörðun forseta vors með að staðfesta ekki lögin um Icesave frá 30. desember.
Forsetinn sýndi kjark að með þessari ákvörðun sinni og sýndi það að hann er fulltrúi þjóðarinnar en ekki erindreki ríkisstjórnarinnar í þessu máli.
Til hamingju með þetta Ólafur Ragnar og íslensk þjóð.
Við skulum vinna þessa Icesave deilu þannig að hún verði ekki of íþyngjandi fyrir samfélagið og þessi ákvörðun forsetans var áfangi á þeirri leið. Vonandi getum við komið umheiminum í skilning um hversu stórt mál þetta er fyrir litla íslenska þjóð og fáum lausn á þessum máli í samvinnu við viðsemjendur okkar og aðrar þjóðir í Evrópu sem settu regluverkið um fjármálastofnanir sem gerðu bönkunum það mögulegt að starfa í öðrum löndum og arðræna erlenda sparifjáreigendur og stofnanir. Þeim sem fóru offari í því ber að refsa á viðeigandi hátt en ekki íslenskri þjóð. Það þarf að finna því máli farveg óháð því hvað regluverkið var meingallað.
![]() |
Staðfestir ekki Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 20:55
Frábært framtak....
Þetta er frábært framtak hjá þeim í Dubai.... nú ættum við að nota tækifærið í kreppunni og slá þetta met og fara í 1001 m... það er rétt að koma á verðugri keppni í svona byggingum til að sýna hverjir eru bestir....!!!
Og flugeldasýningin er flott....
![]() |
Mikið um dýrðir í Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2010 | 20:06
Ísland eða Indland.....
Það verður fróðlegt að sjá hvort er mikilvægara í huga Bessastaðabóndans Ísland eða Indland.....?
En eitt er náttúrulega til í stöðunni.... forsetinn gæti tilkynnt á morgun að hann sé á leið til Indlands á miðvikudaginn og því sýnist sér hyggilegra að fela "handhöfum forsetavalds", sem nú er í höndum þriggja valinkunnra kvenna, að útkljá þetta mál meðan hann skreppur af bæ... Það væri vitanlega hreinasta snilld....!!!
![]() |
Hitti Jóhönnu og Steingrím |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 13:36
Vandamál "flokkanna" sem mynda ríksisstjórnina er e.t.v. að þeir eru fylkingar og framboð....
Eitt af vandamálum ríkisstjórnarinnar er að þeir eru ekki flokkar heldur fylkingar og framboð. Slík fyrirbæri ásamt hreyfingum alls konar er það að baklandið er í raun veikt og þau liðast gjarnan undir lok eftir skamman tíma. Þau riðlast innan frá líkt og R-listinn gerði, góðu heilli.....
Og síðan má velta fyrir sér hvort þeir sem aldrei hafa verið í öðru en tapliðum geri sér ekki seint grein fyrir því þegar þeir eru komnir í vinningsstöðu.... því er ólíklegt að ríkisstjórnar"flokkarnir", ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra átti sig nokkurn tíma á því þegar það loks gerist og neiti að horfast í augu við það....
Ríkisstjórnin er búin að ákveða það að tapa þessu máli fyrir þá ánægju eina að refsa Sjálfstæðisflokki og Framsókn en virðast gleyma því að á sama tíma eru þeir í raun að refsa sjálfum sér og þjóðinni líka....
Vonandi tekst þeim ekki þetta meðvitaða eða vonandi ómeðvitaða ætlunarverk sitt....
![]() |
Töldu Edge-reikninga jákvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 11:57
Afhendum Bretum f.v. eigendur og stjórnendur Landsbankans....
Hvernig væri að við afhentum Bretum og Hollendingum stjórnendur Landsbankans og eigendurna og værum þar með kvittir....?
Þeir geta þá væntanlega kreist út úr þeim það sem þeir eru búnir að stinga undan eða þá að viðskiptafélagarnir í austri borga þá út.... Þetta hefur ekkert, sko akkúrat ekkert með íslenska þjóð að gera. Þetta klúður var allt meira og minna unnið undir verndarvæng og í samstarfi íslenskra og breskra banka, en svo er okkur aumum Íslendingum kennt um allt saman. Það er nefnilega svo auðvelt að sparka í liggjandi mann eftir að búið er að fella hann einu sinni....
Skammastu þín svo Alistair Darling, ef þú þá kannt það.....
Það getur vel verið að regluverk ESB ætlist til þess strangt til tekið að Icesave sé á okkar ábyrgð. Það er hins vegar okkar að sýna fram á hversu óraunhæft það er að ætla lítilli þjóð að taka á sig þennan klafa. Til þess að koma umheimininum, ESB og viðsemjendum okkar í skilning um þetta verðum við sem þjóð að sýna samstöðu til að sigur vinnist í þessu máli. Til þess þurfum við að hafa ríksistjórn, jafnt sem forseta og þingið allt með okkur í þessu stríði. Við höfum áður unnið réttlætismál varðandi fiskveðilögsöguna og við munum vinna þetta stríð einnig, þó valdhafar hafi gefið eftir í fyrstu orustunni um samningana vegna þess að liðskipanin var ekki nógu sterk.
Berjust til sigurs og vonandi kemur ríkisstjórn, Alþingi allt og forseti til liðs við InDefence herinn.....
![]() |
Icesave-samkomulag mikilvægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.1.2010 | 22:17
Gerir stundum það sem ekki er búist við að hann geri....
![]() |
Ekkert við frestinum að gera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.1.2010 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2010 | 18:00
Ótrúleg lýsing Samfylkingar á eigin stefnu í utanríkismálum....
Áskorun þessari til forsetans fylgir alveg dæmalaus traustsyfirlýsing þeirra Samfylkingarmanna sem skráð hafa nöfn sín við þessa áskorun til forsetans á þeirri stefnu sem flokkur þeirra hefur rekið í utanríkismálum undanfarin ár. Þau Ingibjörg Sólrún og Össur hljóta að gleðjast mjög yfir þessum dæmalausa undirskriftarlista flokkssystkina sinna.....
"Við viljum einnig benda á þá staðreynd að utanríkisstefna Íslands hefur frá stofnun lýðveldisins verið til háborinnar skammar. Ísland hefur, á alþjóðavettvangi, hegðað sér eins og lítill frekur krakki sem suðar og suðar þangað til hann fær nákvæmlega það sem hann vill, ónæmur fyrir sjónarmiðum annarra. Vegna taktískrar staðsetningar okkar milli Nató og Sovétríkjanna komumst við upp með þetta þar til nýlega. Nú, þegar Ísland á fáa ef einhverja vini eftir teljum við kominn tíma til að breyta þessari stefnu til hins betra og taka ábyrgð á gjörðum okkar."
Ég vona bara að sem flestir lýsi með undirskrift sinni vanþóknun á utanríkisstefnu núverandi stjórnarflokka og sjái til þess að forsetinn hlutist til um að það verði send ný samninganefnd á fund við Breta og Hollendinga hið allra fyrsta.
Annars má kannski lesa út úr þessum lýsingum Samfylkingarmanna þörf þeirra á að koma stjórn utanríkisstefnu þjóðar sinnar í hendur einhverra annarra; væntanlega vina sinna í Brussel.... En við skulum hugleiða hvar íslensk þjóð væri í dag ef hún hefði ekki haft fulla stjórn á eigin utanríkismálum frá stofnun lýðveldisins..... Það eina sem ég held við þurfum virkilega að skammast okkar fyrir er það að hvað þjóðin hefur enn litla skömm á Samfylkingunni, en ég fulla trú á að það lagist þegar hún fer að opinbera sitt rétta andlit og eðli meira og meira.....
![]() |
Skora á forsetann að staðfesta Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2010 | 12:05
Lanhelgin væri enn 12 mílur....
![]() |
Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.1.2010 | 23:03
Hreint ótrúlegt...
Það er hreint ótrúlegt hvað menn bera litla virðingu fyrir menningarverðmætum og hvað skemmdar- og eyðileggingarfýsnin dregur fólk út í. Vonandi nást þeir sem þetta gerðu sem fyrst og það kemur vitanlega ekki annað til greina en að byggja kirkjuna aftur í sem upprunalegustum stíl....
Er hugsanlega samband á milli árasarinnar á kirkjurnar tvær og einhver sjúkleg árátta hér á ferð? Vonandi að svo sé ekki og að þetta séu tvö einangruð tilvik.
![]() |
Krýsuvíkurkirkja brann í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2010 | 22:50
Þvottavélar fyrir peninga....
Gefið hefur verið í skyn að gömlu íslensku bankarnir hafi verið notaðir til að þvo illa fengið fé og koma því í umferð. Nú þegar auðvisarnir eru að reyna fyrir sér á nýjan leik, þó fer maður óneitanlega að velta fyrir sér hvar þeir ná í fé, því varla eru þeir að sæka í eigin sjóði á Tortóla eða öðrum viðlíka paradísum....
Er hugsanlegt að það eigi að byggja hér gagnaver fyrir Nígeríubréf...?
Ég var velti þessu fyrir mér.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
andrigeir
-
ansigu
-
arnorbld
-
agbjarn
-
arnith2
-
arogsid
-
thjodarsalin
-
baldurkr
-
baldvinj
-
benediktae
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
zippo
-
gudmundsson
-
bjorn-geir
-
brahim
-
baenamaer
-
daxarinn
-
doggpals
-
socialcredit
-
gustichef
-
elinora
-
erljon
-
estheranna
-
fannarh
-
fhg
-
gardar
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
klossi
-
mosi
-
bofs
-
gmaria
-
halldorjonsson
-
handboltafregnir
-
hallibjarna
-
vulkan
-
heidistrand
-
hlf
-
hildurhelgas
-
hjorleifurg
-
minos
-
ingagm
-
kreppan
-
naflaskodun
-
johannvegas
-
tankur
-
jonatlikristjansson
-
jon-bragi
-
jonsullenberger
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
juliusvalsson
-
askja
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinnp
-
kristjan9
-
larahanna
-
lindagisla
-
altice
-
maggib
-
elvira
-
marinogn
-
nilli
-
sumri
-
olafurjonsson
-
omarragnarsson
-
huldumenn
-
pallru
-
pallvil
-
valdimarg
-
ridartfalls
-
undirborginni
-
nafar
-
einherji
-
sjonsson
-
sigurjonth
-
1301493169
-
snorrithor
-
trj
-
tryggvigunnarhansen
-
valayates
-
tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar