Færsluflokkur: Bloggar

Njóta endurskoðunarskrifstofur enn trausts....?

Þau fyrirtæki sem gætu hafa átt drjúgan þátt í hruni íslenska efnahagskerfisins ættu að koma sem minnst að ráðgjöf varðandi fjármál og eignatilfærslur þangað til úr því hefur verð skorið hvaða þátt þessi fyrirtæki áttu í hruni efnahagskerfisins.

Endurskoðendur skrifuðu upp á feita efnahagsreikninga fyrirtækja, sem líklega voru mörg hver á hausnum, auk þess að aðstoða við fyrirtækjafléttu, flækjur og önnur krlsseignatengsl. Förum varlega í að treysta þessum aðilum fyrr en búið er að hreinsa til í þeim.....ef það er þá hægt....

Nú eru flestar endurskoðendaskrifstofur sem starfa hér á landi með tengsl við stórar alþjóðlegar keðjur. Endurskoðendur hljóta að vera með starfsábyrgðartryggingar, líkt og krafist er að aðilum í byggingariðnaði. Vonandi verður kannað með hvaða hætti þessi fyrirtæki komu að efnahagshruninu, þannig að þau bæti þann skaða sem þau hugsanlega hafa valdið.....

 


mbl.is Endurskoðendur í svaðið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sala HS-Orku til Magma Energy Sweden lögbrot eða sjónarspil....?

Efir að hafa hlustað á pistil Sigrúnar Davíðsdóttur á RÚV á milli útvarpsfrétta og sjónvarpsfrétta s.l. miðvikudagskvöld verður sú spurning áleit hvort salan á HS-Orku til Magma Energy Sweden sé lögbrot eða sjónarspil.

Ég er ekki lögfróður, en velti því fyrir mér hver ábyrgð stjórnarmanna í Orkuveitu Reykjavíkur og í borgarstjórn og borgarráði kunni að vera, ef salan er samþykkt þegar vafi leikur á því hvort kaupandinn geti talist lögmætur eigandi í ljósi þess að salan er til skúffufyrirtækis í Svíþjóð sem er í eigu Kanadíkra aðila.

Í pistli Sigrúnar Davíðsdóttur kom fram ýmislegt sem bendir nú til að eignarhaldið í Magma Energy sé í meira lagi undarlegt og það sé í eigu einhverra sjóða. Það væri fróðlegt að sjá ítarlega úttekt á þessu máli öllu saman áður en HS-Orku er fórnað á stalli ævintýramennsku í stíl föllnu íslensku auðvisanna. Ef þetta er ekki gert þá gætu þeir sem selja kallað yfir þjóðina skaðabótaskyldu sem ekki sér fyrir endann á.

Vonandi gera borgarfulltrúar Reykjavíkur sér fulla grein fyrir því hvað í sölugjörningnum felst og þeim afleiðingum sem það kann að hafa sé kaupandinn ekki löglegur kaupandi samkvæmt því að orkufyrirtæki mega ekki vera í eigu aðila utan EES. Einhver ástæða hlýtur að liggja fyrir því að það er stofnað skúffufyritæki í Svíþjóð, en ekki hér á landi eða í EFTA landi um þennan gjörning.

Best væri ef það kæmi upp á yfirborðið strax hverjir það eru sem standa á bak við þennan eignatilflutning og hvort verið er að skera einhverja gæðinga úr einhverri fjárhagslegri snöru. Slíkt kemst upp fyrr en síðar og við þurfum ekki á fleiri skandölum að halda að sinni. Það er komið nóg af slíku í bili a.m.k.


Líklega best....

Það er líklega best að blogga ekki um þessa frétt ef maður vill ekki fá bréf frá Gesti....

En alltaf gott að vera vitur eftirá í svona smámálum. Og vonandi læra fleiri en Jón Ásgeir af þessari reynslu.


mbl.is Áttum að hætta árið 2005
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyðibýlasjóður - Átaksverkefni um varðveislu eyðibýla

Á ferðum mínum um landið á undanförnum áratugum hef ég horft á allan þann fjölda eyðibýla víðsvegar um landið og verðið að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að byggja þessi hús upp með framtíðarnot í huga.

Mér sýnist að það væri skynsamlegast að reyna að koma þeim í stand og nýta fyrir Evrópubúa sem myndu vilja komast í rólegheit og burt frá skarkalanum í Evrópu. Þar yrðu Þjóðverjar líklega okkar stærsti markhópur.

Til að fjármagna svona verkefni þyrftu að koma framlög frá ríkinu og áhugahópum og hugsanlega frá væntanlegum notendum, sem þannig myndu kaupa sér afnot til frambúðar.

Þetta verkefni þarf vissulega að vinnast í samstarfi við þá sem eiga þessi "hús" eða beinagrindur af húsum í dag. Með því að leggja verkefninu lið myndu eigendur fá afnotarétt á svipaðan hátt og þeir sem koma inn með fjárframlög og hugsanlega vinnu.

Hluti af þessu verkefni væri að rækta skóg og annan gróður umhverfis þessi hús eftir því sem henta þykir á hverjum stað.

Það hvernig staðið verður að uppgerð hvers húss fer eftir ástandi þess og aldri. Það er örugglega ekki hagskæmt að gera öll húsin upp í upphaflegum stíl, heldur þarf að fara saman hagkvæmni og varðveisla.

Hluti af þessu verkefni yrði að varðveita sögu hvers bæjar og ábúenda.

Miið af þessu bæjum standa á skemmtilegum stöðum og langt er í næsta bæ.

Með þessu verkefni skapast verkefni fyrir smiði, arkitekta og fleiri sem að þessu kæmu.

Það má vel hugsa sér að sum þessara hús nýtist fyrir dvalargesti næstum allt árið um kring. Fólk sem þarna dvelur myndir þurfa að nota þjónustu næstu byggðakjarna og verslana. Þetta gæti þannig aukið fjölda þeirra sem dvelja í hinum dreifðari byggðum nokkuð og aukið verslun og þjónustu.

Sum þessara húsa standa í nágrenni við æðarvörp, sem ekki nýtast í dag, þar sem enginn fæst til að sjá um kollurnar. Með því að gera upp hús, eða í sumum tilfellum mætti byggja ný orlofshús,væri mögulegt að skapa eldri borgurum mögueleika á að dvelja við æðarvörpin frá mars til júní til að halda frá vargi og auka arðsemi þessarar auðlindar.

Vonandi sjá stjórnvöld ljós í þessu og verða tilbúin í þetta verkefni. Og ég vona að einhver þeirra sem kunna að lesa þetta taki þetta verkefni upp á sína arma, því ég hef meira en nóg á minni könnu og hef engan tíma til að sinna þessu.....

Það mætti stofa "Friends of Abundant Farms in Iceland"  á Facebook...

 


Verða myntkörfulánarar dregnir til ábyrgðar...?

Fróðlegt viðtalið sem Sigmar átti við Gunnar Tómasson í Kastljósinu í kvöld (8/9/2009) um myntkörfulánin, verðtryggingu og fleira.

Gunnar heldur því fram að myntkörfulánin hafi verið ólögleg og vísar til laga nr. 38/2001 greina 13 og 14 og til viðurlaga vegna brota á lögum þessum í greinum 17 og 18.

 Sé þessi túlkun Gunnars Tómassonar á lögunum rétt, þá er nokkuð ljóst að þeir sem lánuðu þessi lán eru skaðabótaskildir gagnvart lántakendum, sumum sem á röngum forsendum hafa verið settir á hausinn og í gjaldþrot. Ábyrgð ekki bara lánveitenda, heldur einnig Fjármálaeftirlits og e.t.v. Seðlabanka hlýtur að vera mikil í þessu máli.

Nú liggur á að unnið verði hratt að því að mál þeirra sem fengu myntkörfulánin verði leiðrétt hið fyrsta þannig að það fólk fái uppreisn æru og komi fjármálum sínum í eðlilegan farveg að nýju.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig Glitnir, Lýsing og e.t.v. fleiri bæta eignatjón þeirra sem hafa orðið fyrir því að einkabílar og atvinnutæki hafa verið seld nauðungarsölu fyrir slikk.

Það er stór spurning hver á að biðja hvern afsökunar á þessu myntkörfuklúðri öllu saman.....?


Tæknimanninum rann í brjóst....

Er ekki nokkuð augljóst að blessaður tæknimaður hefur einfaldlega sofið á veðinum og honum runnið í brjóst, eða þannig....?
mbl.is Óvænt brjóstasýning í grænlenska sjónvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er verra að stela framtíðinni frá heilli þjóð eða hnupla úr búðarkassa...?

Eitt af verkefnum Alþingis á haustþingi hlýtur að vera að setja lög sem gera það kleift að refsa þeim sem stolið hafa framtíð þeirra sem eru að vaxa úr grasi. Það hlýtur að þurfa að finna leið til þess að refsa þeim með viðeigandi hætti sem skömmtuðu sjálfum sér laun og arð út úr loftbólufyrirtækjum og sija svo á eignum og sjóðum sem þeir í raun stálu fram í tímann og almenningur og yngri kynslóðir sitja uppi með.

Það vefst ekki fyrir réttarríkinu að dæma þá sem hupla úr búðarkassa eða hafa með sér kjötlæri úr vreslun án þess að greiða fyrir, en auðvitað sá löggjafinn það ekki fyrir að hér gengist stétt manna upp í því að ræna þjóðina framtíðinni.

Það getur vel verið að löglærða menn og konur skorti þekkingu og hugmyndaflug til lagasetningar af þessu tagi, sem vissulega verður að vera afturvirk. Því gæti þurft að leita á náðir heimspekinga og siðfræðinga til að finna leiðir til að ná þeim verðmætum til baka sem af þjóðinni var rænt.

Þó það taki áratugi að ná þessum peningum og verðmætum aftur verður svo að vera en það er ekki líðandi að þjófar sitji á þýfi sínu til eilífðarnóns meðan aðrir heiðarlegri þjófélagsþegnar svelta.

Nú vill svo vel til að það er ein stofnun í heiminum að verða verkefnalaus, þ.e. sú stofnun sem tók það upp hjá sér að finna gömlu nasisana. Það er spurning um að óska eftir samstarfi við hana nú þegar síðustu stríðsglæpamennirnir eru fallnir í valinn. En fyrst þurfum við að koma upp nauðsynlegum lagaramma.

Treysti Alþingi sér ekki í þetta verkefni og nái það ekki að leysa úr þessu fyrir næsta vor er kannski athugandi að kjósa að nýju áður en verðmætin fara í súginn.


Í anda útrásarvíkinganna....

Þetta minnir nú svolítið á stíl útrásarvíkinganna... að sjá ekki hvað framundan er og keyra yfir hvað sem á vagi þeirra verður... eins gott að þetta gerðist á jörðu niðri en ekki í háloftunum, enda víst ekki mikið um bíla þar a.m.k. enn sem komið er.....
mbl.is Flugvél ekið á kyrrstæðan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var samstaða á Alþingi um Icesave samninginn...?

Tilefni þessarar færslu er færsla Björgins Guðmundssonar frá í morgun. Ég vil taka fram að ég taldi á sínum tíma að núverandi forseti væri okkar besti kandidat í það embætti og tel að hann hafi að mörgu leyti staðið sig vel í embætti þó honum sæist ekki fyrir í útrásinni og spilaði þar kannski stærra hlutverk en margur annar og hann hefur svo sem gert þjóðinni grein fyrir því.

Mér finnst afar hæpið að halda því fram, eins og Björgvin gerir, að það hafi verið mikil samstaða um það á Alþingi að samþykkja Icesave samninginn, jafnvel með þeim fyrirvörum sem gerðir voru við hann. Alþingi var þarna í nauðvörn, því það var búið að stilla þjóðinni upp við vegg í málinu  af alþjóðasamfélaginu og okkur var nauðugur einn kostur til að geta lifað í sátt og samlyndi við okkar nágranna.

Það hefði verið ákaflega hollt fyrir auðvisana, stjórnmálamennina, bankastjórna og forstöðumenn eftirlitsstofnananna, sem komu okkur í þá ömurlegu aðstöðu sem þjóðin er í, að finna það að þjóðin stendur ekki með þeim og mun aldrei gera. Því hefði verið áhugavert að fá þessa samninga kolfellda í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að þeir sem í raun skulda innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi, geri sér grein fyrir skuld sinni.

Það er ömurlegt til þess að vita að þeir menn sem kom þjóðinni í  það skuldafen, sem hún er í, skuli fá að halda ótrauðir áfram sínum leik með kaupréttarsamningum, gengistryggingum hlutabréfa og árangurstengdum ofurlaunkröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Og stjórnmálamennirnir spila áfram eins og ekkert hafi í skorist og gefa leppum þeirra HS-Orku í svona sýndarsölu í svipuðum stíl og bankarnir voru seldir. 

Ef þessu heldur fram sem horfir er nokkuð ljóst að það þarf að sópa út úr stjórnkerfinu eins og það leggur sig. Og þar er húsbóndinn á Bessastöðum ekki undanskilinn. Hann hefur ekki tekið minni þátt í vitleysunni en aðrir áhrifamenn þessa lands. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær hreinsunarstarfið á að fara fram. Það er ekki auðvelt að manna stjórnkerfið upp á nýtt og ýta nýjum stjórnmálaöflum úr vör, en þetta mun gerast nema valdablokkir núverandi stjórnmálaflokka dragi sig í hlé og ný og minna spilltir einstaklingar fái að taka við.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 74168

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband