Færsluflokkur: Bloggar

Bjargvættur úr óvæntri átt

Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun er ákaflega athyglisvert viðtal við Hreiðar Má f.v. forstjóra Kaupþings. Hann er með það alveg á hreinu hvað þarf til að reysa við íslenskt fjármálalíf. Þarna er vanur maður á ferð sem á stuttum tíma byggði upp öflugasta banka sem Ísland hefur átt. Ég leyfi mér að birta þetta fyrir þá sem ekki hafa aðgang að Fréttablaðinu en bendi jafnframt á að hægt er að finna Fréttablaðið á slóðinni www.visir.is:

  "Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands sé með ólíkindum. Hann fullyrðir að stýrivaxtalækkun myndi styrkja gengi krónunnar eð þeim rökum að lægri vaxtagreiðslur til erlendra aðila bæti viðskiptajöfnuð landsins og geri Seðlabankanum auðveldara um vik að safna gjaldeyrisforða sem aftur styrki gengið.


„Peningastefnunefnd Seðlabankans er á villigötum. Misskilningurinn er fólginn í því að háir vextir laði fjármagn til landsins. Það hefur enginn tiltrú á því að íslenska kerfið standi undir þess-
um háu vöxtum og þó að vextirnir væru helmingi hærri fengjum við ekki fjárfestingar í íslenskum
krónum,“ segir Hreiðar. „Þetta snýst allt um tiltrú, og hún er ekki fyrir hendi.“


Spurður til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að taka á efnahagsvandanum segir Hreiðar að lækka eigi stýrivexti í tvö til fjögur prósent án tafar. „Þessi vaxtalækkun myndi minnka halla ríkissjóðs þar
sem vaxtagreiðslur íslenska ríkisins til erlendra aðila myndu dragast verulega saman.“ Erlendir aðilar eiga nú um 500 milljarða króna af íslenskum ríkisskuldabréfum og innistæðum í ríkisbönkunum og Hreiðar telur auðsætt að hvert prósentustig í lækkun vaxta vegi mjög þungt.

Hreiðar vill að verðtrygging verði afnumin úr íslensku fjármálakerfi. „Þrátt fyrir að verðtrygging sé áhugaverð stærðfræðileg lausn á vanda ríkis sem býr við háa verðbólgu gerir hún stýrivexti bitlausa auk þess að færa alla áhættu og kostnað af verðbólgunni yfir á herðar lántakanda.“

Hreiðar segir að öllum hljóti að vera ljóst að breyta þurfi öllum erlendum lánum einstaklinga í krónur og sama eigi við um erlendar skuldir fyrirtækja sem hafi einungis tekjur í krónum. Með þessu náist jafnvægi í efnahagsreikninga bankanna og taprekstri þeirra verði snúið við.


Hreiðar segir að Íslendingar verði að horfa til þeirra aðgerða sem aðrar þjóðir noti til að auka traust á fjármálamörkuðum og lækka greiðslubyrði lána bæði hjá fyrirtækjum og einstakling-
um. „Nálægt því alls staðar, utan Íslands, hafa seðlabankar verið með mikil inngrip og vextir verið lækkaðir niður í nánast ekki neitt. Þessar aðgerðir hafa virkað. Ísland verður að grípa til sömu aðgerða til þess að milda áhrif kreppunnar
.“


Augljóst mál að það þarf að semja aftur

Það liggur í augum uppi að það þarf að semja aftur, og hlýtur að hafa átt að vera öllum augljóst, sama hvort Alþingi hefði fellt samninginn eða gert á viðamiklar beytingar á fyrirvörum samningsins.

Það er spurning hvort það hefði ekki verið betra að samningur hefði verið felldur, því nú fáum við varla betri samning en þann sem fyrirvarar Alþingis gera ráð fyrir. En hugsanlega verður mildara hljóð í okkar gagnaðilum þegar sest verður að samningaborði aftur með þá fyrirvara sem gerðir voru en ef þingið hefði fellt samninginn. Þetta kemur væntanlega í ljós á næstu vikum.....


mbl.is Semja verði aftur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsheimsókn Ian Gibsons 15. - 27. ágúst 2009

Ian Gibson við vinnu í Breiðdalssetri í ágúst 2009

Ian Gibson, sem var doktorsnemi George Walkers númer tvö hefur verið í heimsókn á Breiðdalssetri á Breiðdalsvík frá 15. ágúst og fer af landi brott fimmtudaginn 27. ágúst.

Ian hefur verið að skoða samsett hraun og samsetta ganga ásamt því að skoða nokkur af sambræddu túfflögunum á Austurlandi. Hann er í dag í Breiðdal að leita að opnum í Skesstúffið ásamt Þorvaldi Þórðarsyni og stúdentum frá háskólanum í Edinborg.

Ian mun vonandi koma hér aftur næsta sumar og þá fyrirhugum við að vera með námstefnu um vinnu Walkers á Austurlandi. Við vonumst til að fá innlenda og erlenda þátttakendur til náms og rannsóknarstarfa á Austurlandi. Hér er af nógu að taka í jarðfræðinni og áhugavert að byggja ofan á þann grunn sem dr. Walker lagði með korlagningu sinni á jarðfræðí Austurlands.

Í ár eru 50 ár síðan Ian Gibson kom fyrst hingað til lands, þá tvítugur að aldri. Hann var hér við rannsóknir ásamt dr. Walker á árunum 1959 - 1962. Hann vann við rannsóknir í Bandaríkjunum, var lektor í Addis Ababa í Eþíópíu og síðan við Bedford College í London. Þaðan lá leiðin til Kanada en þaðan fluttist hann árið 1995 og býr nú í Dunedin á suðureyju Nýja Sjálands.

Ítarlegt viðtal mun við Ian Gibson mun birtasStúdentar og kennari frá Edinborgarháskóla við rannsóknir í Breiðdalssetri í ágúst 2009t í Austurglugganum fimmtudaginn 3. september 2009.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrirgreiðslubankar hinna fáu og bankaleyndin....

Er nú ekki full ástæða til að efla bankaleynd til þess að svona óþægilega upplýsingar fljóti ekki upp á yfirborðið....? Og höfum við ekki verið að kalla eftir því lengi að fá fleiri konur í stjórnir fyrirtækja og svo mega þær ekki sjá til þess að fyrirtæki eiginmannsins fái "eðlilega" bankafyrirgreiðslu....
mbl.is Skuldar milljarða og eiginkona forstjórans í bankaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða tegund af ísskápum voru þetta....

Fróðlegt væri að vita hvaða gerðir af ísskápum þetta voru, þannig að þeir sem eiga ísskápa sömu gerðar geti gert viðeigandi ráðstafanir....
mbl.is Ísskápar sem springa í loft upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðsnúinn raunveruleiki fyrrum stjórnenda Straums

Mikið rétt hjá Vilhjálmi. Þetta er ekkert annað en tilraun til fjárkúgunar af hendi þessara manna. Hafi þeir fengið bónusgreiðslur vegna "góðrar frammistöðu" meðan þeir unnu hjá Straumi hlýtur að vera komið að því nú að þeir greiði til baka vegna augljóss aulaskapar og lélegrar frammistöðu. Þeir hljóta að hafa tryggt sig fyrir slíku mennirnir, eða hvað....?
mbl.is Hljómar eins og fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spara meira....

Og svo má spara mun meira með því að hætta við umsóknina í ESB.... Þá spörum við okkur líka þá auðmýkingu sem við verðum að þola í umsóknarferlinu....
mbl.is Íslendingar hætta í NASCO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært fordæmi fyrir íslenska skuldara - til hamingju fjárlaganefnd!

Breytingar fjárlaganefndar á Icesave samningum gefur íslenskum skuldurum góðar vonir um að hægt verði að breyta öllum óhagstæðum innlendum lánasamningum eftirá þannig að þeir henti hverjum og einum.

Þeir sem skulda myntkörfulán ættu núna að semja við fjárlaganefnd um að semja fyrir sína hönd um breytingar á þeim lánakjörum sem þeir skrifuðu undir, þannig að afborganir stefni heimili þeirra og afkomu stefni þeim ekki í hættu.

Varla ætlast stjórnvöld til þess að íslenskir skuldarar beri þyngri byrgðar en þeir ráða við.....


mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært fyrir Norðurland vestra

Það er frábært ef af þessu verður. Ekki veitir Norðurlandi vestra af því að fá svona innspýtingu inn í atvinnulífið á svæðinu, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarin allt of mörg ár.
mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifar sig upp úr rúminu

Það er vonandi að konan þessi nái að skrifa sig á fætur aftur. En eitt er nokkuð víst og það er það að dómnum yfir Madoff verður aldrei fullnægt.....
mbl.is Svindlaði líka í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband