14.8.2009 | 23:08
Vont bragð af salati
Það er nú frekar vont bragð af sumu af þessu salati sem verið er að selja manni. Kannski á maður ekki að borða salat finnist manni það vont á bragðið. Kannski að bragðlaukarnir séu að segja manni eitthvað?
Höldum okkur við innlend matvæli og látum ESB um að eta sitt salat í friði fyrir okkur.....
![]() |
Hættulegt salat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2009 | 21:46
Grunnt á kvikuna
![]() |
Magma vill kaupa hlut OR í HS Orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
FT virðist vera okkar helsti bandamaður í þessu ICESAVE máli. Helga Jónsdóttir endaði grein sína á miðopnu Morgunblaðsins fimmtudaginn 6. ágúst með eftirfarandi tilvitnun: Bretland hefur ekki síst sýnt sig sem ótraustan vin og neyddi Ísland til að samþykkja ójafnan samning í síðustu viku þar sem íslenskir skattgreiðendur eru átnir bera byrðar þess að endurgreiða einfeldningslegum breskum sparifjáreigendum 3,8 milljarða bandaríkjadala. Kostir þess að vera stór hafa aldrei verið jafn morgunljósir.
Indriði H. Þorláksson svaraði grein Helgu Jónsdóttur, en sá ekki ástæðu til að geta þessara "bandamanna" okkar á FT. Hvers vegna stjórnvöld kjósa að draga ekki fram þann stuðning sem við höfum við það sjónarmið meirihluta þjóðarinnar að hvorki beri né að við höfum ekki efni á að borga ICESAVE samkvæmt þeim samningi sem fyrir liggur er torskilið. Það er erfitt að sjá hvaðan peningarnir eiga að koma til að byggja hér upp það þjóðfélag að norrænni fyrirmynd, sem Vg og Samfylking stefna að, ef allir okkar peningar næstu áratugina fara í að borga það sem okkur ekki ber að réttsýnna og sanngjarnra manna mati.
![]() |
FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2009 | 22:18
Drottnunarþjóðir hegða sér oft undarlega
Hegðun drottnunarþjóða er stundum undarleg gagnvart frumbyggjum. Þannig gerðu Ástralir mun umfangsmeiri ráðstafanir með börn frumbyggja þar, þannig að seint grær um heilt á milli frumbyggjanna og hvíta meirihlutans þar.
Fróðlegt væri að skoða hvort Danir hafi gert einhverjar tilraunir með okkur íslendinga í fortíðinni, eða vorum við kannski bara heppin að sleppa frá þeim áður en til þess kæmi...?
Svo má kannski spyrja sig hvort einkavæðing bankanna á Íslandi og aðlögun okkar að ýmsum reglum ESB sér tilraunastarfsemi með fámenna þjóð, þó ég ætli ekki að fara að líka því saman við meðferð Dana og Ástrala á ósjálfbjarga börnum......
Farsælast er fyrir þjóðir að ráða sér sjálfar.
![]() |
Grænlensk börn sem tilraunadýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2009 | 22:20
Lánveitingar til eigendahóps bankanna
![]() |
Hreiðar Már segir lánin lögleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2009 | 17:58
Vonandi að enginn hafi orðið úti
Var í fjölskylduferð í Landmannalaugum og Eldgjá um s.l. helgi. Þarna var rjómablíða og sólskin, nema hvað rigndi smávegis í Eldgjá.
Mikið var af göngu- og hjólafólki á leið í Laugar úr öllum áttum.Vonadi hefur ekkert af því fólki lent í hremmingum í ánum og ekki heldur þeir sem fara Fjallabak á illa búnum jepplingum.
![]() |
Björgunarsveitir aðstoða ferðalanga í vandræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2009 | 15:48
Samstarf við Breta og Hollendinga um rannsókn á bönkunum
Lekinn á skjölum leiddi þá kannski eitthvað gott af sér, þó það sé auðvitað miður að það þurfi einhver réttsýnn aðili að fremja trúnaðarbrot til þess að koma þessum gögnum á framfæri.
Er nú ekki tímabært að íslensk stjórnvöld hristi af sér slyðruorðið og hefji viðræður við Breta og Hollendinga um sameiginlega rannsókn á íslensku bönkunum og þeirri "siðlausu" starfsemi sem þar fór fram? Ef stjórnvöldum hér er í mun að leysa þetta mál, þá er ljóst að við höfum ekki afl til þess ein og kannski var það einmitt það sem Eva Joly gerði sér grein fyrir og er að kalla eftir víðtækari rannsókn á málinu með birtingu greina sinna.
Í samstarfi við Breta og Hollendinga er kannski hugsanlegt að við náum til baka einhverju af því fé sem skotið var undan í skattaskjól. Við höfum ekki afl í það ein og sér, lítil gjaldþrota þjóðin.
Sendið nú alvöru fagfólk með forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra á fund við Breta og Hollendinga og ræðið þetta allt í alvöru.
ICESAVE verður ekki leyst nema í beinum pólitískum samningum. Þetta eru kannski sýndarsamningar, öðrum til viðvörunar, en það er ekki hægt að ætlast til að Alþingi geti samþykkt þann samning sem fyrir liggur.
Ef núverandi valdhafar treysta sér ekki í þetta verkefni, þá skulu þeir fara frá hið fyrsta áður en þeir vinna þjóðinni meira tjón í þessu máli. Í kjölfarið yrði vonandi mynduð sterk þjóðstjórn til að vinna okkur út úr þeim hörmungum sem við sitjum í.
![]() |
Rannsaka íslensku bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2009 | 16:15
Af hverju sækja bretar og hollendingar ekki þá til saka sem brutu á ICESAVE innistæðueigendum...?
Fóru stjórnendur Landsbankans ekki til Bretlands og Hollands beinlínis í þeim tilgangi að ná sér í fé bankanum til handa til þess að reyna að lengja í hengingarólinni. Þeir gerðu þetta þegar þeir gátu ekki lengur náð í peninga annars staðar og stærðu sig af því hversu snjöll þessi hugmynd var, eða var ekki svo?
Það ætti því að vera nokkuð augljóst, sé þessi skilningur stöðunni réttur, hverjir það voru sem brutu á breskum og hollenskum fyrirtækjum, félögum og almenningi.
Er þá ekki eðlilegt að bresk og hollensk stjórnvöld sæki þessa brotamenn til saka, annað hvort hér á landi eða óski framsals þeirra til Bretlands og Hollands og rétti yfir þeim þar? Það er spurning hvað þetta yrði stór hópur sem þetta næði til, hugsanlega bankastjórarnir og e.t.v. stjórnarmenn bankans líka.
Það er nokkuð öruggt að hefðu einhverjir unglingar stolið úr verslun í Bretlandi hefði verið krafist framsals og því ætti ekki síður að vera hægt að fara fram á þetta varðandi ICESAVE. Alla vega var réttað yfir Hannesi Hólmsteini í Bretlandi út af einhverju sem hann skrifaði um Jón Ólafsson á tölvu hér uppi á Íslandi.
Kannski var það lán Landsbankamanna að Jón Ólafsson, en jafnframt ólán islensku þjóðarinnar, að Jón Ólafsson átti ekki digra sjóði inn á ICESAVE reikningum. Hann hefði væntanlega verið samkvæmur sjálfum sér og sótt bankann til saka, eða er það ekki líklegt...?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2009 | 12:24
Vonandi gufar ESB umsóknin upp....
Kannski umsókn okkar um ESB aðild gufi upp áður en við verðum búin að eyða 2 - 3 milljörðum í tilgangslitlar aðildarviðræður. Ef til viðræðna kemur er rétt að byrja á landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, því í þeim hluta viðræðnanna mun væntanlega koma í ljós að Ísland á lítið erindi inn í ESB gegn vilja þjóðarinnar.
Mér segir þó hugur um að valið verði að klára auðveldu málin fyrst, þau sem þegar hafa verið innleidd, því þannig hafa samningamennirnir mest upp úr þessum viðræðum. En vonandi verður það sjónarmið ekki ofan á og Samfylkingin taki mark á sjónarmiðum meirihluta þjóðarinnar, stjórnarandstöðunni og samstarfsflokki sínum í ríkisstjórninni.
![]() |
Fleiri andvígir aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2009 | 10:44
Upplýsingablaðið - nýtt óháð dagblað fyrir þjóðina
Í ljósi þess hvernig hagsmunir eigenda dagblaðanna ráða efnistökum blaða hér á landi, er þá ekki kominn tími til að fólkið í þessu landi stofni sitt eigið dagblað sem við gætum kallað "Upplýsingablaðið"....?
Þetta þyrfti ekkert að vera svo voðalega stórt blað, sem myndi væntanlega sníða sér stakk eftir vexti, og eignarhald hvers og eins yrði miðað við lága prósentu og uppkaup á hlut annarra og yfirtaka yrðu óheimil. Það hlýtur að vera hægt að finna fjárhagslegan grundvöll fyrir svona útgáfu með sterkum tengslum við Bloggheima.
Blaðið þyrfti vissulega að vera "fjölpólitískt" og höfða til sem flestra. Þetta gæti orðið svona einskonar svar þjóðarinnar við því að hér skuli flokkspólitík sett ofar þjóðinni og yfir blaðinu yrði "þjóðstjórn"....
Í blaðinu, eða á vefsíðu tengdu því, yrði umfjöllun um íslensk málefni á nokkrum erlendum tungumálum, þannig að hægt yrði að koma sjónarmiðum þjóðarinnar á framfæri við erlenda aðila í óstyttum útgáfum, þannig að aðsendar greinar yrðu ekki styttar eftir duttlunugum ritstjóra líkt og virðist hafa verið gert með grein Evu Joly sem birtist í Daily Telegraph.
Ég legg til að einn af ritstjórum blaðsins verð Halldór Jónsson, verkfræðingur! Það er í honum svolítill blaðamaður.... auk þess að vera ágætlega ritfær á nokkrum tungumálum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
andrigeir
-
ansigu
-
arnorbld
-
agbjarn
-
arnith2
-
arogsid
-
thjodarsalin
-
baldurkr
-
baldvinj
-
benediktae
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
zippo
-
gudmundsson
-
bjorn-geir
-
brahim
-
baenamaer
-
daxarinn
-
doggpals
-
socialcredit
-
gustichef
-
elinora
-
erljon
-
estheranna
-
fannarh
-
fhg
-
gardar
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
klossi
-
mosi
-
bofs
-
gmaria
-
halldorjonsson
-
handboltafregnir
-
hallibjarna
-
vulkan
-
heidistrand
-
hlf
-
hildurhelgas
-
hjorleifurg
-
minos
-
ingagm
-
kreppan
-
naflaskodun
-
johannvegas
-
tankur
-
jonatlikristjansson
-
jon-bragi
-
jonsullenberger
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
juliusvalsson
-
askja
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinnp
-
kristjan9
-
larahanna
-
lindagisla
-
altice
-
maggib
-
elvira
-
marinogn
-
nilli
-
sumri
-
olafurjonsson
-
omarragnarsson
-
huldumenn
-
pallru
-
pallvil
-
valdimarg
-
ridartfalls
-
undirborginni
-
nafar
-
einherji
-
sjonsson
-
sigurjonth
-
1301493169
-
snorrithor
-
trj
-
tryggvigunnarhansen
-
valayates
-
tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 74175
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar