Bankaleynd og neyðarlög til að verja hagsmuni almennings....

Það hlýtur að vera hægt að setja neiðarlög til að verja hagsmuni almennings gagnvart starfsemi sem má líkja við landráð.

Yfir því getur ekki þurft að ríkja leynd, frekar en um morðmál sé að ræða, enda hafa þeir sem stjórnuðu bankastarfsemi þessa lands undangengin ár hugsanlega óbeint fleiri mannslíf á samviskunni en flestir þeir sem dæmdir hafa verið fyrir slíkt athæfði hér á landi, séu málin krufin til mergjar, sem vitanlega þarf að gera.

En hér má ekki styggja þá sem stundað hafa arðrán á almenningi og þjóð í skjóli gallaðs lagaramma. Þetta þarf auðvitað að laga þannig að það virki aftur í tímann.

Ég er ekki lögfræðingur, en efast um að það séu til lög sem banna þjóðarmorð, því það dettur auðvitað engum í hug að slíkir glæpir séu stundaðir hvað þá á löglegan hátt, eða hvað?


Mun réttlætið sigra....?

Nú er bara spurning um það, Ögmundur, hvers þið stjórnmálamennirnir eru megnugir, og þá mun réttlætið kannski sigra. Þið og aðeins þið getið séð til þess að almenningur fái þá peninga aftur í hendur sem auðvisarnir svo sannarlega stálu af þjóðinni, eða hvort allt fer í sama gamla farið aftur. Það hlýtur að að vera hægt að setja afturvirk lög til að ná þessum fjármunum til baka því fjármálastarfsemi undanfarinna ára getur ekki flokkast undir neitt annað en "landráð". Og þá er sama hverjir eiga í hlut, svo nefndir sýndareigendur bankanna (því það viðrist sem þeir hafi fremur verið "fjárhirðar" en raunverulegir eigendur), þeir sem afhentu þeim bankana (stjórnvöld), stjórnendur og stjórnir þessara sömu banka. Stjónmálamenn þessa lands verða að koma þessum málum í höfn almenningi til heilla, en yfirgefa völl stjónmálanna ella og snúa sér að verkefnum sem þeir ráða við....
mbl.is Vill aflétta bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómgreindarleysi forsætisráðherra?

Mér hefur frá upphafi fundist það sýna dómgreindarleysi forsætisráðherra að ráða Hrannar B. sem aðstoðarmann sinn og er hissa hvað því hefur verið tekið með mikilli þögn af þjóðinni. Gott að sjá að það eru fleiri að verða sömu skoðunar í þessu máli.

Grein Evu Joly er frábært innlegg og kannski verður hún sá bjargvættur sem við þurfum með þessum skrifum, því erfitt verður að koma lögum yfir auðvisana. Lögin virðast nefnilega skrifuð til að vernda þá fyrir almenningi en ekki almenning fyrir þeim......


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Birni

Gott hjá Birni og spurning hvort hann ætti ekki að halda áfram því kynningarstarfi sem Eva Joly er byrjuð á. Það nær náttúrulega ekki nokkurri átt að láta ESB, Breta og Hollendinga traðka okkur niður í svaðið og ætlast til að Alþingi bara kyngi því sem fyrir okkur er lagt. Eva Joly á heiður skilið fyrir þetta framtak sitt.
mbl.is Algjör þáttaskil með hruninu segir Björn Bjarnason
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti Alþingis hringi í utanríkisráðherra Hollands...

Er nú ekki rétt að forseti Alþingis hringi í utanríkisráðherra Hollands og biðji um vinnufrið fyrir hönd Alþingis...?
mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólin skín á þá réttlátu meðan það rignir í Bretlandi

Okkar heiðnu guðir svara því oft hverjir hafa á réttu og hverjir á röngu að standa. Á meðan við böðum okkur í sól og sumri hér á suðvesturhorninu, þá rignir í Bretlandi..... Þurfa þingmennirnir okkar nokkuð skýrari skilaboð um það hvernig þeir afgreiða ICESAVE samninginn. Sendið hann til baka í rigninguna og sjáum til hvort ekki rofar til hjá hretum og hollendingum eftir að þeir hafa samið við okkur á jákvæðari nótum.....
mbl.is Daily Mail: Getur skaðað stöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem gera í buxurnar eiga að halda sig til hlés þar til lyktin hverfur

Þessi viðbrögð Evrópubúa ættu ekki að koma okkur á óvart og æskilegra hefði verið að bíða með umsókn um aðild að ESB í nokkur ár, eða þar til búið er að fyrirgefa íslenskum almenningi eitthvað af því klúðri sem auðvisar og stjórnvöld komu okkur í. Það er ekki heppilegt fyrir okkur að vera á milli tannanna á Evrópu á neikvæðum nótum þegar við þurfum á stuðningi að halda. Við gætum nefnilega endað með að verða hataðast þjóð álfunnar, ef ekki er haldið rétt á spilunum, og borgað fyrir það 2 - 3 milljarða, sem við höfum tæpast efni á.
mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski verða Tyrkir okkar bjargvættir í ESB málinu....

Kannski verða Tyrkir okkar bjargvættir í ESB málinu og verða til þess að okkur verður hafnað.... Annars er nú allt eins líklegt að ESB hafni umsókn okkar þegar þeir fara að fara yfir málið. Evrópa tekur tæpast þá áhættu að hleypa okkur inn í efnahagskerfi þeirra, því myndum rústa því á nokkrum árum....

Sú ágæta grein sem fréttin vitnar í er birt hér að neðan...:

"Baku, Fineko/abc.az. Iceland which bankrupted during first volleys of the global economic crisis has stooped to the proposal to become part of the European Union.

Alting, general assembly of the Island voted for country’s joining the EU.

33 mercantile citizens voted “for” and 28 liberty-loving vikings voted “against”. This numeral superiority can hardly be called large. Besides, the Island will not become a EU member right now. But the event for Europe as a whole and the EU in particular is decisive.

Icelandic Prime Minister Johanna Sigurdardottir has already called the voting a “historical moment to have very favorable consequences for the future of the nation”. But she apparently did not think of what a challenge the 33 mercantilists have thrown down to the European Commission.

The point is that registration of EU membership of Iceland, an island lying between Europe and America, while simultaneously the EU in fact refuses Turkey located on the European territory will mean moral and political insult to the Turkish elite that sets a goal of country’s acceding to the EU and agrees constantly on concessions for the sake of getting devout membership.

Acceptance of Iceland that in fact gives nothing to Europe with simultaneous refusal to Turkey will mean violation of norms established by the EU itself, in particular norms of equality, tolerance, democracy.

In practice it will mean that the 70-million European, although Moslem, country, has less rights to become part of the EU than the Christian island lost in the Atlantic. If such a choice is made, then Georgia with Armenia will be able to enter the EU earlier than Turkey which realized scheme of “Islamic democracy” (on analogy with European Christian democrats) or even earlier than secular Azerbaijan.

Iceland defied a challenge to the EU, Turkey and all the states that have done much to enter in “single Europe”. Choice in favor of Iceland will lead inevitably to appearance of alternate blocs.

At the same time no one should be deceived that Iceland was declining from membership in the EU for the reason of discontent with quota for fishing and that this island is a member of NATO, Northern Council, IMF, WB, UN and its organizations, CE and European Free Trade Association. But the same Turkey has no less regalia and deserts in “cold war”."

 
mbl.is Aðild Íslands móðgun við Tyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusamningar - hafa þeir gert almennigi á Íslandi eitthvað gott?

Gaman væri að fá ítarlega og hlutlausa úttekt á því hvað þeir samningar og tilskipanir sem við höfum gert og tekið upp frá ESB hafa gert fyrir íslenskan almenning. Þetta hefur gert auðvisunum mögulegt að mergsjúga öll bitastæð íslensk fyrirtæki og koma þjóðarauðnum úr landi, en meginþorri fólks vill nú bara búa hér í þessu blessaða landi okkar og vinna eðlilegan vinnudag og fá sín sumarfrí, ala upp sín börn og koma þeim til manns.

Erum við sem þjóð eitthvað betur sett þó einhverjir einstaklingar eigi flugfélög, verslanir og símafyrirtæki í útlöndum með einhverjum bönkum og mest af því lánsfé sem til boða stendur hér innanlands sé bundið í slíkum rekstri erlendis? Ég myndi í minni hagfræðsku fáfræði halda ekki.

Væri ekki farsælast fyrir íslenska þjóð að sameinast um að koma hér upp, eða endurreisa innlenda sparisjóði sem stunda heiðarleg viðskipti þar sem við getum átt okkar innistæður og lánað hvert öðru eftir því sem við á hverju sinni. Um þessa endurreistu sparisjóði þyrfti að búa til regluverk sem héldi vafasömum peningagræðgismönnum og auðvisum frá þeim til langframa.

Þegar við erum búin að sýna fram á að við getum borið á okkur fjárhagslega ábyrgð skulum við skoða hvort við viljum hefja viðræður við að komst inn í erlenda klúbba sem opna íslenskum fjárglæframönnum aðgang að hinum stóra heimi, en á meðan geta þeir svo sem bara stundað sín viðskipti á eigin forsendum erlendis ef þeir byrja á því að skila því heim sem þeir fóru með úr landi.


Sýndarviðskipti og sýndarveruleiki....

Þeir Björgólfarnir áttu sem sagt aldrei Landsbankann og þetta voru allt sýndarviðskipti og þeir lifðu í sýnum sýndarveruleika....  þá má væntanlega líka færa rök fyrir því að þeir beri enga ábyrgð á skuldum sínum, eða hvað...? Fyrir svona smálánum til bankakaupa þarf væntanlega engin veð, bara nóg að brosa eða flagga gömlum dómum, sakarvottorðum, flokks eða ættartengslum. Það fá engir "heiðarlegir" menn svona fyrirgreiðslu í bankakerfinu!!!
mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband