Færsluflokkur: Bloggar
10.1.2010 | 21:15
Getur stjórnin setið mikið lengur eftir að Eva Joly og hennar samstarfsmenn draga gerðir hennar í efa...?
Það fer að vera spurning um hvort velferðastjórn sem eyðir mestu af sínum tíma í að verja eigin klúður í Icesave deilunni getur setið við völd öllu lengur.
Það sem Eva Joly og hennar nánustu samstarfsmenn eru að sýna okkur fram á er að mikill vafi leiki á því hvort okkur beri yfirleitt að greiða þessa svokölluðu "Icesave skuld" eða ekki og að íslenska ríkið hafi ekki unnið vinnuna sína varðandi lagalegu hliðar málsins og sé að reyna að semja um það pólitískt að við getum ekki vísað málinu til dómsstóla.
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hljóta að átta sig á því að Eva Joly er að setja alvarlega ofan í við hana og þá samninga sem gerðir hafa verið og lögin sem verið er að reyna að keyra í gegnum Alþingi gegn raunverulegum vilja þings og þjóðar.
Vonandi verður það ríksstjórnin sem ákveður að fara frá en ekki að segja samningi sínum við Evu Joly. Hún er alla vega að vinna í þágu íslensku þjóðarinnar.
![]() |
Lipietz: Veikur málstaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.1.2010 | 13:17
Við færðum út landhelgina og við munum einnig koma á réttlætri skiptingu ábyrgðar inna ESB
Almenningálitið var á móti okkur þegar við færðum út landhelgina og þar komum við á reglum sem gagnast munu þjóðum heimsins um ókomna tíð.
Nú hefur íslensk þjóð risið upp gegn ógnarvaldi stórþjóðanna og með baráttu stjórnarandstöðu og forseta lýðveldisins virðist okkur vera að takast að knýja fram réttlæti í þessu Icesave máli.
Ónýt ríkisstjórn sem haft hefur sér til aðstoðar fólk sem augljóslega hefur ekki verið starfi sínu vaxið hlýtur nú að hugsa sinn gang og fara loks að vinna með þjóð sinni en ekki gegn henni...
Nú þarf nýja hugsun í Stjórnarráðið......og þó fyrr hefði verið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 13:03
Kannski skuldar ríkisstjórnin, Bretar, Hollendingar, Danir og Svíar íslenskri þjóð afsökunarbeiðni eftir allt...?
Frábært viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly og Alain Lipietz þingmanns á Evrópuþinginu sem var með í að semja regluverkið fyrir fjármálastarfsemi í Evrópu um Icesave áðan.
Það bendir nú allt til þess að íslensk þjóð beri eftir allt saman ekki neina ábyrgð á Icesave og grundvöllur Breta fyrir setningu hryðjuverkalaga gæti verið saknæmt athæfi.
Það er ekki að undra að Bretar og Hollendingar hafi viljað halda Icesave málinu utan við dómstóla Evrópu, því þeir höfðu yfirburðaþekkingu á lögunum og vissu að þeir voru með tapað mál.
Við vinnum þennan leik. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna sem okkur eru óviðkomandi.
Áfram Ísland!!!
![]() |
Ekki sérmál Íslands heldur allrar Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.1.2010 | 12:31
Kærum dani fyrir eftirlitsstofnun ESB
![]() |
Hlutast til um innanríkismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 12:03
Nýtt tækifæri í vistvænni ferðaþjónustu í boði Vg auðvitað...
Við lestur pistils Kristins Péturssonar fæddist eftirfarandi hugmynd um ný tækifæri í ferðaþjónustu þar sem Hafró leyfir okkur ekki lengur að veiða þorsk og loðnan virðist hafa nánast yfirgefið okkur...
Þá gæti næsta skrefið verið að útbúa kafbáta fyrir ferðamenn og sigla með þá um Íslandsmið og skoða þorskinn og aðrar fisktegundir við Íslandsstrendur frekar en að vera að veiða þessi grey og drepa. Þá mætti einnig sjá hvernig selir og hvalir matast í náttúrulegu umhverfi og e.t.v. líka hvernig þorskurinn felur loðnutorfurnar fyrir Hafró....
Við gætum þróað þessa kafbáta þannig að þeir gengju fyrir vistvænu eldsneyti svo það kæmi nú eitthvað verulega vistvænt út úr svona verkefni. Og svo gætum við endurvakið skipasmíðaiðnaðinn með því að smíða þessi skip hér á landi. Í það verkefni fengjum við væntanlega styrki úr digrum sjóðum ESB.
Kannski að þetta gætu svo orðið skemmtiferðaskip framtíðarinnar. Hvaða vit er t.d. í því að sigla með ferðamenn um norðurslóðir og sýna þeim borgarísjaka þar sem einungis 10% af jakanum er sýniegur, þegar hægt er að skoða hin 90% neðansjávar úr kafbát? Það gæti líka orðið vinsælt að sigla með svona bátum og skoða Titanic og ýmis skipsflök og fjölbreytt lífríkið í kringum þau.
Nú er lag að koma svona verkefni á koppinn á meðan Vinstri grænir stjórna bæði sjárvarútvegs- og umhverfisráðuneyti....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 00:18
Lausnin til lengdar er....
Bretland og Hollendinga ásamt ESB ættu að bjóða Íslendingum að taka á sig þessa Icesave skuldbindingu gegn því að Ísland undirgangist það að reka hér einungis sparisjóði en ekki banka næstu 25 árin.
Auk þess yrði hverjum Íslendingi einungis leyfilegt að eiga að hámarki 1 milljarð og skuldir viðkomandi mættu aldrei fara upp fyrir 25% af hreinni eign.
Með þessu móti verður hugsanlega hægt að komast hjá viðlíka vitleysu og verið hefur í gangi hér s.l. áratug.
![]() |
Hvorki geta né eiga að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2010 | 20:56
Ekki mjög klókt hjá Lilju....
Ég vil nú setja stórt spurningamerki við þetta val Liljum Mósesdóttur af þeirri einföldu sögulegu ástæðu að það er ekki mjög kært á milli Þjóðverja og Breta svona í ljósi sögunnar.
Ég hef aðeins einu sinni orðið fyrir aðkasti í Bretlandi og það var vegna þess að fullorðinn maður hélt að hreimur minn væri Evrópskur og taldi mig vera Þjóðverja.... Svolítið undarleg upplifun þannig að ég leyfi mér að efast um að þetta sé klók tillaga hjá Lilju.
Miklu nær að fá Frakka og Norðmenn til að liðsinna okkur. Og vitanlega Evu Joly og svo hefur Helgi Ágsústsson verið nefndur og síðan má skoða hvort fyrrum sendiherrar okkar í London, þeir Sverrir Haukur Guðlaugsson og Einar Benediktsson gætu ekki verið góðir liðsmenn samninganefndar studdir af harðsnúnum Kanadískum eða Áströlskum lögfræðingum..... Þessar tvær síðasnefndu þjóðir hafa lengi eldað grátt silfur við Breta og hafa því langa reynslu af samningastappi við fyrrum Nýlenduherra sína...
![]() |
Vill þýskan sáttasemjara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2010 | 23:01
Brilliant article by Roy Hattersley
This is a brilliant article written in a friendly manner and in a good sense of humour. Iceland´s government should ask Mr Hattersley to give them a course in the mentality of British negotiators before the next round of talks on the Icesave matter. It is good to know beforehand that they expect to lose! The reason why the team of the Icelandic negotiators lost the first two rounds is perhaps the fact that the team was made up of East German educated negotiators who were not aware of the weak spots in the opposing party. This we must fix before talks resume.
It may not be widely known in Britain that the owners of the Icesave Band are residents in the UK and only came to Iceland for short holidays and board meetings of their companies. So, if the British authorities really want to punish the guilty party they know where to find these guys. That would be more appropriate that hunting down the Icelandic nation that has done nothing wrong, at least not in this matter. The British authorities should also look into how the British banks collaborated and financed the Icelandic banks and over-enthusiastic investors in the UK.
Britain should perhaps take into account in their negotiations on the Icesave issue how Icelanders have contributed to their economy over the past few decades by buying all kinds of goods from the UK as well as supplying high quality fish to the British consumers. By squeezing the Icelandic economy till it bleeds is not will of course lower the standard of living in Iceland and Icelanders are not likely to go on shopping trips to Britain for some years to come and instead choose to spend their money at home. The benefit of this for the Icelandic economy will probably outweigh the negative effect on the British economy as population of the size of Leicester is hardly noticeable in the UK, however noisy it may be.
And it is good to see that Mr Hattersley is not resentful in spite of the way he lost the "cod war" and the articles shows that your "enemies" can also be your friends. This is a lesson the Icelandic government still has to learn.....
![]() |
Hinir þrjósku Íslendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður fer að efast um að ríkisstjórnin og ráðherrar hennar hafi verið kynntir fyrir Evu Joly. Alla vegar virðast þeir seint ætla að kveikja á því sem hún er að reyna að segja þjóðum Evrópu.
Manni dettur helst í hug kvikmynd sem mig minnir að einhvern tíma hafi verið sýnd og hét "Lost in Translation"... Auðvitað má ekki halda þessum sjónarmiðum frá ríkisstjórninni þó það virðist henta henni betur að borga mikið frekar en lítið....
En hún er svo sannarlega betri en engin þessa Eva Joly.
![]() |
Joly harðorð í garð Hollendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2010 | 17:55
Er aldrei hægt að treysta á stuðning Breta í nokkru máli....?
Ekki voru þetta nú góðar fréttir fyrir okkur andstæðinga ESB umsóknar. Við héldum að nú fengjum við liðstyrk frá Bretum þannig að aðildarumsókninni yrði vísað frá, en svo virðist ekki vera.
Nú verðum við bara að treysat á Hollendingar og svo auðvitað Dani og Svía sem hljóta að snúa baki við aðildarumsókninni úr því að þeir ætla að láta synjun forsetans á Icesave hafa áhrif á afgreiðslu lána til okkar.
En það en nú kannski bara hið besta mál að við fáum sem minnst af lánum, því við kunnum lítið með peninga að fara nema að láta þá í hendur auðvisanna sem flytja þá úr landi milljarðavís á meðan almenningur fær varla að taka með sér farareyri til kaupa á nauðþurftum á erlendri grundu.....
En auðvitað öfunda Danir og Svíar okkur af dugmiklum forseta á meðan þeir sitja uppi með steingelt kóngafólk sem er þeim bara til vandræða.....
![]() |
Bretar beita sér ekki gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
andrigeir
-
ansigu
-
arnorbld
-
agbjarn
-
arnith2
-
arogsid
-
thjodarsalin
-
baldurkr
-
baldvinj
-
benediktae
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
zippo
-
gudmundsson
-
bjorn-geir
-
brahim
-
baenamaer
-
daxarinn
-
doggpals
-
socialcredit
-
gustichef
-
elinora
-
erljon
-
estheranna
-
fannarh
-
fhg
-
gardar
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
klossi
-
mosi
-
bofs
-
gmaria
-
halldorjonsson
-
handboltafregnir
-
hallibjarna
-
vulkan
-
heidistrand
-
hlf
-
hildurhelgas
-
hjorleifurg
-
minos
-
ingagm
-
kreppan
-
naflaskodun
-
johannvegas
-
tankur
-
jonatlikristjansson
-
jon-bragi
-
jonsullenberger
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
juliusvalsson
-
askja
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinnp
-
kristjan9
-
larahanna
-
lindagisla
-
altice
-
maggib
-
elvira
-
marinogn
-
nilli
-
sumri
-
olafurjonsson
-
omarragnarsson
-
huldumenn
-
pallru
-
pallvil
-
valdimarg
-
ridartfalls
-
undirborginni
-
nafar
-
einherji
-
sjonsson
-
sigurjonth
-
1301493169
-
snorrithor
-
trj
-
tryggvigunnarhansen
-
valayates
-
tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 73994
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar