Færsluflokkur: Bloggar

Stuðningur Financial Times hlýtur að vera gríðarlega mikilvægur fyrir Ísland

Það hlýtur að vera mjög mikilvægt fyrir okkur að Financial Times skuli standa með okkur, eins og þeir hafa reyndar gert allan tímann án þess að eftir væri tekið hér á landi. Ríkisstjórnin hefur verið uppteknari af bölmóði.

En nú er mál að linni og að þjóðin, ríkisstjórnin og Alþingi átti sig á því að forsetinn breytti rétt og nú stöndum við saman sem samstilltur hópur að því markmiði að ná sem bestri niðurstöðu í þetta mál.

Það gæti verð verðugt rannsóknarefni þegar útrásin og hrunið verða gerð upp hvar þau verðmæti liggja sem töðuðust úr íslensku efnahagskerfi. Varla tapast raunverulegir fjármunir þó einhverjar "tölur á blaði" glatist. Það kæmi ekki á óvart þó breskir auðjöfrar og fjármálastofnanir liggi eftir þetta með digra sjóði sem soguðust út úr íslensku efnahagskerfi.... því varla liggur þetta allt á reikningum auðvisanna á Tortóla eða öðrum viðlíka stöðum. Ef svo er, nú þá nær Eva Joly að rekja slóð peninganna og við fáum þetta kannski eftir allt saman.... Þá verður þessu fé kannski útdeilt á meðal íslenskra þegna í hlutfalli við það sem menn töpuðu og/eða greiddu í skatta...


mbl.is Meiri skilningur í gær og dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið snýst ekki um Framsóknarflokkinn eða forsetann heldur um íslenska þjóð.

Er ekki rétt, Höskuldur, að þú farir að hætta að gera grein fyrir atkvæði þínu og snúir þér að því að vinna að lausn Icesave deilunnar. Það þarf að senda þverpólitíska samninganefnd á fund við Breta og Hollendinga sem fyrst, því nú virðist loks að skapast grundvöllur, vilji og vonandi ásetningum um að leiða þetta mál til lykta á sem farsælastan hátt fyrir alla aðila.

Þið getið svo farið í það allir sem einn að hrósa ykkur af niðurstöðunni þegar hún er fengin, en ekki fyrr.

Gangi ykkur þetta allt sem fljótast og best.


mbl.is Segir ákvörðun forsetans sigur fyrir framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðun Financial Times hlýtur að skipta máli og kemur kannski vitinu fyrir Mr. Brown og hans nánasta Mr. Darling...

Virtasta viðskiptablað Bretlands hefur haft skilning á vandamáli íslenskrar smáþjóðar í samskiptunum við nýlendukúgarana Bretland og Holland og allan tímann stutt við bakið á okkur í þessu Icesave stríði. Á þá hefur hins vegar lítið verið hlutstað hingað til.

Kannski nú fari að verða breyting á, þökk sé ákvörðun forseta vors, og kannski einnig sterkri innkomu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Fréttablaðinu í dag. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna taka einnig ábyrga afstöðu í málinu, öfugt við formenn stjórnarflokkanna.

Vandamálið í þessu Icesave-máli er að sundraður öfgaflokkur fór með fjöregg þjóðarinnar í þessu máli og einfaldlega klúðraði því. Hans er ábyrgðin og það sem bjargar málinu þegar upp er staðið er að á ögurstundu átti þjóðin kjarkmikinn og áræðinn forseta sem þorði að taka á málinu af skynsemi....


mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkja þarf stöðu forsetans og tryggja honum tól til fyrirbyggja að ólög hortugra ríkisstjórna nái fram að ganga

Það er islenskri þjóð algerlega nauðsynlegt að hafa hér forseta með bein í nefinu sem hefur tól til að hefta framgang laga sem hortugar ríkisstjórnir kunna að reyna að þvinga upp á þjóð sína.

Forsetinn kemst áræðlega í sögubækurnar fyrir þá staðfestu sem hann sýnir í þessu máli, en Sigmundar Ernis verður minnst fyrir eitthvað allt annað..... Hann var jú ágætis fréttamaður þegar hann sat þeim megin borðsins, en á ýmislegt ólært á vettvangi stjórnmálanna. En hann getur vonandi lært.... en fallið af þingi ella....

Og auðvitað skiptir það engu máli varðandi stöðu forsetans hvernig þjóðin kýs. Það er hrein fyrra að láta sér detta í hug að hann þurfi að segja af sér þó þjóðin skipi um skoðun í miðri á.... En þá fyrst væri kannski ástæða til að skipta út ríkisstórninni, verði hún ekki farin frá fyrr....

 


mbl.is Forsetinn í sögubækurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum að læra að sigra í glímu við aðrar þjóðir

Það er varla nema von að fólk renni af hólmi við allan þann ótta- og svarsýnisáróður sem ríkisstjórnin hefur uppi í þessu máli. Og það sem verra er, er það að að hún virðist ætla að halda því endalaust áfram þangað til hún nær þjóðinni með sér í þennan gír vonleysisins.

Varla hefur verið hátt risið á forsætisráðherra vorum er hún ræddi við Gordon Brown fyrr í dag. Hún hefur væntalega lúffað og afsakað okkur í bak og fyrir og beðist velvirðingar á því að forsetinn hafði kjark til að styðja þjóð sína. Betra hefði verið að stjórnskipunin leyfði að það væri forsetinn sem ræddi við Breta og Hollendinga. Hann er þó líklegri til að koma sjónarmiðum þjóðarinnar á framfæri.

Það fer enginn langt á minnimáttarkenndinni. Þetta sér maður t.d. þegar Skotar eru að keppa við Englendinga í fótbolta. Þeir tapa undantekningarlítið og eru væntanlega, eins og við, búnir að telja sér trú um það fyrirfram að þeir geti ekki sigrað.

Eigum við a haga okkur eins í handboltanum? Hugsa bara sem svo að þetta hafi nú bara verið heppnin og kannski útrásarvíkingunum að þakka hvað við komust langt á síðustu Ólympíuleikum?

Og hvernig myndi okkur vegna ef við færum með óreynt og æfingarlítið lið í Evrópumótið sem er á dagsrká á næstu vikum? Við myndum tapa þar, vegna þess að við teldum fyrirfram að við ættum ekki séns.

Það var einmitt þetta sem gerðist þegar samninganefnd ríkisstórnarinnar fór til fundar við harðsnúnar samninganefndir Breta og Hollendinga. Liðsmenn okkar voru þreyttir og lúnir og fyrirliðinn frekar áhugalítill enda virðist hann hafa verið í lélegri samningtæknilegri æfingu.

Nú þurfum við að taka til vopna og ná saman okkar harðsnúnasta liði í samningtækni og nauðsynlegt er að styrkja liðið með að taka inn nokkra harðsnúna liðsmenn úr erlendum samningaliðu, þó það komi til með að kosta einhver útgjöld.

Við verðum að tefla fram sigurstranlegu liði fyrir næstu orustu og ekki leyfa ríkisstjórninni að tala kjarkinn úr samninganefndinni. Sigurlíkur okkar eru góðar því samningaðilar okkar hafa meiri skilning á slæmri stöðu okkar en við virðumst hafa sjálfir. Þeir segja þetta vitanlega ekki opinberlega en það er að verða ljósara eftir að forsetinn neitaði lögunum samþykktar að við eigum meiri samúð og skilning er okkur kannski grunaði.

Áfram Ísland!


mbl.is Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fámennir flokkar láta stjórnast af minnihlutaáliti - en auðvitað stendur almenningur í Bretlandi með okkur

Það er áhugavert að það skuli um 90% þeirra sem greitt hafa atkvæði í skoðanakönnun The Guardian telja að Íslendingar eigi ekki að greiða þessa Icesave skuld. Almenningur í Bretlandi skilur það nefnilega mjög vel að Ísland er lítil vinaþjóð sem einfaldlega getur ekki staðið undir slíkum klafa.

En auðvitað skilja illa upplýst (og maður fera að halda innrætt líka) stjórnvöld á Íslandi og í Bretlandi þetta ekki.

Það má fara að velta fyrir sér hvort íslenskir kjósendur þurfi að fara að koma sér upp almannatengslafulltrúa til að upplýsa íslensk og bresk stjórnvöld um hvernig veröldin er í raun og veru. Svona raunveruleikafulltrúa.

Það eina sem þessi blessaða ríkisstjórn virðist kunna er að búa til vandamál úr öllum hlutum. Og það er kannski ekki nein tilviljun að vandamálin virðast "hrannast" upp í forsætisráðuneytinu.....

Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta myndi örugglega ráðleggja núverandi valdhöfum að skipta inn óþreyttum leikmönnum til að fríska upp á stjórnarliðið. Og eins og stungið var upp á í gær á þessari síðu, þá er e.t.v. rétt að setja Dag B. Eggertsson í forsætisráðuneytið og Katrínu Jakobsdóttur í fjármálaráðuneytið, en Ögmundur tæki þá við menntamálaráðuneytinu.... Og Jóhanna og Steingrímur fengju þá langþráð frí.....


mbl.is Eiga Íslendingar að greiða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þurfum við ferskt blóð í ríkisstjórnina - varaformennina inn....

Það var gott að hlusta á varaformenn stjórnarflokkanna í Kastljósinu í kvöld og sjá þar að stjórnarflokkarnir eiga möguleika á að endurnýja forystuna í ríkisstjórninni. Þau Dagur og Katrín virkuðu mjög yfirveguð og maður hafði á tilfinningunni að þau gætu e.t.v. leitt endurnýjaða ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til góðra verka. Ég hef fulla trú á því að þau gætu farið með nýtt umboð og nýja samninganefnd til fundar við Breta og Hollendinga og náð þar betir niðurstöðu en núverandi leiðtogar ríkisstjórnarinnar.

Ég vil því skora á Jóhönnu og Steingrím að stíga til hliðar og rýma til fyrir þeim Degi B. Eggertssyni og Katrínu Jakobsdóttur, sem yrðu þá forsætis- og fjármálaráðherrar. Ögmundur Jónasson gæti þá komið inn í menntamálaráðuneytið í stað Katrínar....

Þessi ríkisstjórn þarf ferskt blóð sem allra allra fyrst.....


mbl.is AGS: Icesave ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta ekki sömu flokkar sem voru sælir og glaðir með það þegar forsetinn neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin árið 2004?

Ef ég man rétt þá voru það einmitt þessir tveri flokkar Samfylking og Vinstri grænir sem voru alsælir með það þegar forsetinn hafnaði að undirrita fjölmiðlalögin árið 2004....?

Hélt ríkisstjórnin virkilega að hún hefði forsetann og þjóðina í vasanum....?


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust milli þjóða þarf að vera gagnkvæmt

Það er mikilvægt að traust á milli þjóða sé gagnkvæmt. Það nægir ekki að við byggjum upp traust hjá öðrum þjóðum á meðan við berum ekki traust til þeirra.

ESB löndin skulda okkur það að við getum borið það traust til þeirra sem þeir ætlast til að við byggjum upp gagnvart þeim.... eða er það ekki nokkuð sanngjörn krafa....?


mbl.is Hollendingar óánægðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski fara þeir að átta sig á stöðunni.

Það er gott ef Bretar og Hollendingar fara loks að átta sig á stöðunni og leita raunverulegra lausna í þessari deilu.

Og auðvitað er rétt að það verði gert með aðkomu ESB landa sem settu regluverkið.


mbl.is Bretar leita til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband